Skildi ég það rétt að samninganefndin hefði samþykkt að fresta verkfallinu til að við fengjum fyrirfram greiddu launin okkar útborguð fyrir nóvember? Ég er ekki sátt við svona vinnubrögð og finnst þau ekki siðleg.
laugardagur, október 30, 2004
Það búið að vera umræða um það í fjölmiðlum hvernig eigi að koma í veg fyrir þessi endalausu verkföll kennara og tryggja rétt barna til náms. Allir eru sammála um (í fjölmiðlunum) að verföll séu úrelt vopn sem eigi að banna. Hvernig kennarar og aðrar stéttir eigi að heyja sína kjarabaráttu í staðinn er ósagt látið. En krafan um að banna kennurum að fara í verkfall er mjög hávær.
Það er auðvitað mjög sniðugt. Það verður þá haldið áfram að valta yfir kennara á skítugum skónum og þeim borguð smánarlaun. Fólk mun hrekjast úr stéttinni og lítil sem engin endurnýjun mun eiga sér stað. Hvernig börn eiga að nýta sér réttinn til náms í kennaralausum skólum veit ég ekki enda ekki mitt vandamál þar sem ég verð hætt og farin.
Lausnin er hins vegar mjög einföld. Hvernig á að koma í veg fyrir þessu ,,endalausu" verkföll kennara?
Haldið ykkur fast, þetta er alveg ný hugmynd og fersk og engum í fjölmiðlunum hefur dottið þetta í hug.
Hvernig væri að borga þeim mannsæmandi laun svo þeir þurfi ekki í verkfall. Duh...
Það er auðvitað mjög sniðugt. Það verður þá haldið áfram að valta yfir kennara á skítugum skónum og þeim borguð smánarlaun. Fólk mun hrekjast úr stéttinni og lítil sem engin endurnýjun mun eiga sér stað. Hvernig börn eiga að nýta sér réttinn til náms í kennaralausum skólum veit ég ekki enda ekki mitt vandamál þar sem ég verð hætt og farin.
Lausnin er hins vegar mjög einföld. Hvernig á að koma í veg fyrir þessu ,,endalausu" verkföll kennara?
Haldið ykkur fast, þetta er alveg ný hugmynd og fersk og engum í fjölmiðlunum hefur dottið þetta í hug.
Hvernig væri að borga þeim mannsæmandi laun svo þeir þurfi ekki í verkfall. Duh...
föstudagur, október 29, 2004
Macchiavelli myndi standa upp og klappa Ásmundi Stefánssyni lof í lófa fyrir stórkostlega stjórnkænsku ef hann væri á lífi. Það sem var öðruvísi í þessari kjaradeilu miðað við þær sem á undan eru gengnar var hin mikla samstaða kennara og stuðningur við samninganefndina okkar. Kröfugangan sýndi það og sannaði svo um munaði enda kennarar orðnir langþreyttir á launakjörum sínum. Hvað er þá til ráða? Jú, það verður að svína fram hjá samninganefndinni og brjóta upp samstöðu kennara. Miðlunartillagan er fram hjá báðum samninganefndum, þær hafa mest lítið um hana að segja. Hvers vegna samninganefnd kennara samþykkti að fresta verkfalli skil ég hins vegar ekki og vil gjarna fá skýringu á því. Þvi það sem þetta hefur í för með sér er mjög einfalt:
Ég sjálf finn hvað ég er fegin og ánægð að vera byrjuð aftur að vinna. Mig klæjar í lófana að byrja kennsluna og keyra námsefnið áfram. Sérstaklega 10. bekkinn minn. Þjóðfélagið er ánægt að skólarnir séu aftur byrjaðir. Það eru allir ánægðir að lífið sé komið í eðlilegar skorður.
Halldór Ásgrímsson mætir í útvarpið og talar um að kennarar séu að fá: ,,verulegar kjarabætur". Birgir Björn talar um að: ,,þetta sé mikill kostnaðarauki fyrir sveitafélögin".
En hvað ef þetta er ekki rétt? Hvað ef þetta er einhver míní-hækkun? Ég hef enga hugmynd á hvaða forsendum ég er að vinna þessa dagana. Er ég að vinna á gamla skítasamningnum sem ég var í verkfalli í 6 vikur til að losna undan? Eða er ég að vinna á einhverri miðlunartillögu sem ég veit ekki einu sinni hver er? Við fáum tillöguna ekki í hendurnar fyrr en á mánudaginn. Okkar forsvarsmenn mega ekki koma og kynna okkur samninginn. Við megum ekki sýna utanaðkomandi fólki hann. Helst á hver og ein(n) að sitja heima hjá sér með dregið fyrir gluggana og finna út úr þessu sjálf(ur). Það er eitthvað gruggugt. Og þótt það megi ekki segja frá innihaldi tillögunnar þá mun hún leka í fjölmiðla. Það er næsta víst hvernig sú umfjöllun verður. Halldór er búinn að setja tóninn. Fréttaflutningur verður á þá leið að þetta sé góður samningur sem felur í sér verulegar kjarabætur. En ef svo er ekki hvað gera kennarar þá? Það verður mjög erfitt að fella tillöguna. Ég vil ekki fara aftur í verkfall. Foreldrar vera mjög óánægðir ef börnin verða send heim aftur. Þjóðfélagið verður kennurum enn andsnúnara en áður því allir verða sannfærðir um að miðlunartilagan feli í sér kjarabætur.
Já, Ásmundur, þetta var verulega klókt.
Ég sjálf finn hvað ég er fegin og ánægð að vera byrjuð aftur að vinna. Mig klæjar í lófana að byrja kennsluna og keyra námsefnið áfram. Sérstaklega 10. bekkinn minn. Þjóðfélagið er ánægt að skólarnir séu aftur byrjaðir. Það eru allir ánægðir að lífið sé komið í eðlilegar skorður.
Halldór Ásgrímsson mætir í útvarpið og talar um að kennarar séu að fá: ,,verulegar kjarabætur". Birgir Björn talar um að: ,,þetta sé mikill kostnaðarauki fyrir sveitafélögin".
En hvað ef þetta er ekki rétt? Hvað ef þetta er einhver míní-hækkun? Ég hef enga hugmynd á hvaða forsendum ég er að vinna þessa dagana. Er ég að vinna á gamla skítasamningnum sem ég var í verkfalli í 6 vikur til að losna undan? Eða er ég að vinna á einhverri miðlunartillögu sem ég veit ekki einu sinni hver er? Við fáum tillöguna ekki í hendurnar fyrr en á mánudaginn. Okkar forsvarsmenn mega ekki koma og kynna okkur samninginn. Við megum ekki sýna utanaðkomandi fólki hann. Helst á hver og ein(n) að sitja heima hjá sér með dregið fyrir gluggana og finna út úr þessu sjálf(ur). Það er eitthvað gruggugt. Og þótt það megi ekki segja frá innihaldi tillögunnar þá mun hún leka í fjölmiðla. Það er næsta víst hvernig sú umfjöllun verður. Halldór er búinn að setja tóninn. Fréttaflutningur verður á þá leið að þetta sé góður samningur sem felur í sér verulegar kjarabætur. En ef svo er ekki hvað gera kennarar þá? Það verður mjög erfitt að fella tillöguna. Ég vil ekki fara aftur í verkfall. Foreldrar vera mjög óánægðir ef börnin verða send heim aftur. Þjóðfélagið verður kennurum enn andsnúnara en áður því allir verða sannfærðir um að miðlunartilagan feli í sér kjarabætur.
Já, Ásmundur, þetta var verulega klókt.
fimmtudagur, október 28, 2004
Sá dreng í dag á hjóli og hann var að tala í GSM. Er ekki skylda að vera með handfrjálsan búnað á hjóli?
Fór með litlu systur í hesthúsið, bara svona til að gera eitthvað annað en að sitja á rassinum í allan dag. Þar sat ég á rassinum og horfði á hana mála.
Í hesthúsinu er fullt af högnum og þar á meðal tveir bræður. Þeir eru voða krúttitúttur og finnst gott að láta klappa sér en eru gjarnir á að merkja mann sér til eignar. Nú finnst mér það svo sem ágætt að eitthvað karlkyns skuli vilja eiga mig en þetta var ekki alveg tegundin sem ég hafði í huga.
Fór með litlu systur í hesthúsið, bara svona til að gera eitthvað annað en að sitja á rassinum í allan dag. Þar sat ég á rassinum og horfði á hana mála.
Í hesthúsinu er fullt af högnum og þar á meðal tveir bræður. Þeir eru voða krúttitúttur og finnst gott að láta klappa sér en eru gjarnir á að merkja mann sér til eignar. Nú finnst mér það svo sem ágætt að eitthvað karlkyns skuli vilja eiga mig en þetta var ekki alveg tegundin sem ég hafði í huga.
Þar datt íbúðalánið inn um dyrnar og gjaldþrotið hætt að vera fjarlæg ógn. Vinna virðist vera eina skynsamlega lausnin en ég hef samt á tilfinningunni að verkfallið sé að fara að leysast. Ekki nema að vonin sé að hlaupa með mig í gönur. Það væri þá ekki í fyrsta skipti. Vont að hafa ekki spádómsgáfu. Ég hefði byrjað strax að vinna hefði ég vitað að þetta yrði svona langt. Núna finnst mér það ekki ekki taka því. But then again þá virðist engin lausn í sjónmáli.
Talandi um eðal hljómsveitina Nylon. Í haust þegar skólinn var að byrja þá mætti fólk í smartibus fötunum sem það hafði keypt um sumarið. Á fyrstu dögunum varð ljóst að einar fjórar áttu nákvæmlega eins jakka. Það er náttúrulega alveg glatað að vera smart og fínn og horfa svo á sama outfittið allsstaðar. Þá spurði einn hvort þær væru búnar að stofna pæjuhljómsveitina Stylon. Og er það nú hin opinbera skýring.
Talandi um eðal hljómsveitina Nylon. Í haust þegar skólinn var að byrja þá mætti fólk í smartibus fötunum sem það hafði keypt um sumarið. Á fyrstu dögunum varð ljóst að einar fjórar áttu nákvæmlega eins jakka. Það er náttúrulega alveg glatað að vera smart og fínn og horfa svo á sama outfittið allsstaðar. Þá spurði einn hvort þær væru búnar að stofna pæjuhljómsveitina Stylon. Og er það nú hin opinbera skýring.
miðvikudagur, október 27, 2004
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum, búin að þrífa heilt herbergi hátt og lágt. Afraksturinn er þeim mun meiri að ég bý, þrátt fyrir að vera hátekjumanneskja, í tveggja herbergja íbúð.
En af því að ég er að taka til þá fann ég gamalt tímarit Morgunblaðsins með viðtali við Helgu Braga og Stein Ármann. Og ég fór að pæla að núna dynur á okkur mikil umræða um offitu, sérstaklega á meðal barna. Hins vegar kom í sjónvarpið um daginn konur frá Speglinum og Bugl til að ræða um átröskunarsjúkdóma. Ég veit að átröskunarsjúkdómar eru mjög alvarlegir en er offita svona ofboðslega alvarleg eins og af er látið? Jú, mér skilst að börn séu að fái týpu 2 af sykursýki en síðast þegar ég vissi, og mér getur að sjálfsögðu skjátlast, þá var týpa 2 læknanleg. Auðvitað þarf að sporna við offitufaraldrinum en ég er ekki viss um að það sé rétt að þessu staðið. Nær áróðurinn til þeirra sem hann þarf að ná eða nær hann til hinna sem eru í hættu að fara að svelta sig og fá alvarlegri sjúkdóma fyrir vikið? Fyrir nú utan það að fyrirmyndirnar sem börnin hafa eru grindhoraðar. Og þá er ég ekki bara að tala um kvenkyns fyrirmyndir heldur strákana líka. Þeir vöðvastætir og skornir. Ég sá viðtala við Usher (sem ég held að sé voða vinsæll núna) og hann var að lýsa því að hann færi reglulega í stólpípumeðferð til að ,,hreinsa" sig.
Svo er náttúrulega ekki sama hvernig að þessu er staðið. Mér er t.d. sérstaklega minnisstætt viðtal við næringarráðgjafa í Fréttablaðinu fyrir þó nokkru sem lýsti því hversu ógeðfellt væri að sjá feitt fólk að dansa. Mér getur aftur og enn skjátlast en ég hélt í fávisku minni að öll hreyfing væri af hinu góða. En svona umfjöllun hvetur feitt fólk ekki til að hreyfa sig, er það? Hins vegar vil ég taka það fram af því að það er sérstaklega verið að tala um börn og offitu að ég er nú grunnskólakennari og ég sé ekki öll þessu feitu börn sem eiga eiga skv. umfjöllun að vera á landinu. Ég sé hins vegar mikið grönnum og ívið of grönnum stúlkum.
Mig langar að varpa fram spurningu. er raunverulegur ,,offitufaraldur" í gangi sem ógnar heilsu barna og fullorðinna eða ættum við að endurskoða fegurðaskyn okkkar aðeins?
En af því að ég er að taka til þá fann ég gamalt tímarit Morgunblaðsins með viðtali við Helgu Braga og Stein Ármann. Og ég fór að pæla að núna dynur á okkur mikil umræða um offitu, sérstaklega á meðal barna. Hins vegar kom í sjónvarpið um daginn konur frá Speglinum og Bugl til að ræða um átröskunarsjúkdóma. Ég veit að átröskunarsjúkdómar eru mjög alvarlegir en er offita svona ofboðslega alvarleg eins og af er látið? Jú, mér skilst að börn séu að fái týpu 2 af sykursýki en síðast þegar ég vissi, og mér getur að sjálfsögðu skjátlast, þá var týpa 2 læknanleg. Auðvitað þarf að sporna við offitufaraldrinum en ég er ekki viss um að það sé rétt að þessu staðið. Nær áróðurinn til þeirra sem hann þarf að ná eða nær hann til hinna sem eru í hættu að fara að svelta sig og fá alvarlegri sjúkdóma fyrir vikið? Fyrir nú utan það að fyrirmyndirnar sem börnin hafa eru grindhoraðar. Og þá er ég ekki bara að tala um kvenkyns fyrirmyndir heldur strákana líka. Þeir vöðvastætir og skornir. Ég sá viðtala við Usher (sem ég held að sé voða vinsæll núna) og hann var að lýsa því að hann færi reglulega í stólpípumeðferð til að ,,hreinsa" sig.
Svo er náttúrulega ekki sama hvernig að þessu er staðið. Mér er t.d. sérstaklega minnisstætt viðtal við næringarráðgjafa í Fréttablaðinu fyrir þó nokkru sem lýsti því hversu ógeðfellt væri að sjá feitt fólk að dansa. Mér getur aftur og enn skjátlast en ég hélt í fávisku minni að öll hreyfing væri af hinu góða. En svona umfjöllun hvetur feitt fólk ekki til að hreyfa sig, er það? Hins vegar vil ég taka það fram af því að það er sérstaklega verið að tala um börn og offitu að ég er nú grunnskólakennari og ég sé ekki öll þessu feitu börn sem eiga eiga skv. umfjöllun að vera á landinu. Ég sé hins vegar mikið grönnum og ívið of grönnum stúlkum.
Mig langar að varpa fram spurningu. er raunverulegur ,,offitufaraldur" í gangi sem ógnar heilsu barna og fullorðinna eða ættum við að endurskoða fegurðaskyn okkkar aðeins?
Ég er ennþá með aðkenningu að þessum hausverk. Hreint ekki ánægð með það.
Ég þarf nauðsynlega að vita hvenær verður samið. Sá að það var verið að auglýsa eftir fólki á Grund í fullt starf og hlutastarf og alls konar. Ef það verður samið fljótlega þá tekur því ekki að sækja um en ef þetta dregst enn á langinn þá væri ágætt að hafa vinnu. Verkfallssjóðurinn á jú bara að endast í 8 vikur. Should I stay or should I go?
Ég þarf nauðsynlega að vita hvenær verður samið. Sá að það var verið að auglýsa eftir fólki á Grund í fullt starf og hlutastarf og alls konar. Ef það verður samið fljótlega þá tekur því ekki að sækja um en ef þetta dregst enn á langinn þá væri ágætt að hafa vinnu. Verkfallssjóðurinn á jú bara að endast í 8 vikur. Should I stay or should I go?
þriðjudagur, október 26, 2004
Er búin að vera með dúndrandi djöfulsins hausverk í allan dag sem verkjalyf vinna ekki á. Hata svoleiðis hausverki.
Er ekki ánægð með lífið og tilveruna. Farið að leiðast þetta hangs og bið. Leiðist að bíða eftir einhverju sem ég get ekki haft nein áhrif á né gert neitt í.
Æ, þetta er bara einhver nöldurfærsla. Hætti og sný mér að hinum skjánum. Missti af Survivor í gær.
Er ekki ánægð með lífið og tilveruna. Farið að leiðast þetta hangs og bið. Leiðist að bíða eftir einhverju sem ég get ekki haft nein áhrif á né gert neitt í.
Æ, þetta er bara einhver nöldurfærsla. Hætti og sný mér að hinum skjánum. Missti af Survivor í gær.
,,Það er merkilegt að heyra forystusveit kennara tala um að þeir hafi efni á því að fara í langt verkfall því verkfallssjóður sé svo digur. Það er ekki eins og verkfallssjóður sé kominn af himnum ofan heldur eru það kennararnir sjálfir sem borga í hann, allt of háa fjárhæð mánaðarlega. Hins vegar er vonlaust fyrir þá að ná þessum dýrmætu krónum til baka nema með því að fara í verkfall. Þetta er í meira lagi undarlegur hvati, og raunar ætti samninganefnd sveitarfélaganna að gera það að skilyrði fyrir samningum að hætt verði að fita þennan sjóð. Í verkfalli greiðir verkfallssjóður hverjum kennara í fullu starfi 3000 kr. hvern verkfallsdag eða um 90.000 kr á mánuði. Launahækkunin þarf því að vera umtalsverð einungis til þess að vinna upp launatapið í verkfallinu. "
Þetta sagði Davíð Guðjónsson um Enn eitt kennaraverkfall á Deiglunni um daginn.
Það eru náttúrulega hinar ýmsustu túlkanir um hina ýmsustu hluti. Þegar kennarar fara í verkfall þá er það til að ná út eign sinni. Svo reiknað út að þeir stógræði á tilboðum af því að þeir eru að fá bætur. Það væri voða gott ef það væri hægt að komast að niðurstöðu um þetta.
Hins vegar finnst mér það liggja ljóst fyrir að ,,bæturnar" hljóti að vera eign kennara þar sem þær koma af laununum okkar. Og verkfallssjóðurinn er ekki endalaus, þar inni er aðeins það sem við höfum greitt í hann.
Það átti sér umræða um það fyrir verkfall hvort maður gæti unnið í verkfallinu og hirt bæturnar líka. Mér og nokkrum fannst það ekki eðlilegt en öðrum fannst það eðlilegt því þetta væru peningar sem við ættum.
Það er eitthvað af fólki að vinna og hirðir bæturnar líka. Ber þeim þeim að endurgreiða þær? Fólk missir atvinnuleysisbætur um leið og það byrjar að vinna. Ef verkfallssjóðurinn er ekki eign kennara þá hlýtur það sama að gilda um verkfallsbæturnar og atvinnuleysisbæturnar.
Þetta sagði Davíð Guðjónsson um Enn eitt kennaraverkfall á Deiglunni um daginn.
Það eru náttúrulega hinar ýmsustu túlkanir um hina ýmsustu hluti. Þegar kennarar fara í verkfall þá er það til að ná út eign sinni. Svo reiknað út að þeir stógræði á tilboðum af því að þeir eru að fá bætur. Það væri voða gott ef það væri hægt að komast að niðurstöðu um þetta.
Hins vegar finnst mér það liggja ljóst fyrir að ,,bæturnar" hljóti að vera eign kennara þar sem þær koma af laununum okkar. Og verkfallssjóðurinn er ekki endalaus, þar inni er aðeins það sem við höfum greitt í hann.
Það átti sér umræða um það fyrir verkfall hvort maður gæti unnið í verkfallinu og hirt bæturnar líka. Mér og nokkrum fannst það ekki eðlilegt en öðrum fannst það eðlilegt því þetta væru peningar sem við ættum.
Það er eitthvað af fólki að vinna og hirðir bæturnar líka. Ber þeim þeim að endurgreiða þær? Fólk missir atvinnuleysisbætur um leið og það byrjar að vinna. Ef verkfallssjóðurinn er ekki eign kennara þá hlýtur það sama að gilda um verkfallsbæturnar og atvinnuleysisbæturnar.
Um daginn þegar við systur vorum í bílastússinu þá var kona á bensínstöðinni að (sennilega) láta yfirfara bílinn eitthvbað fyrir veturinn. Afgreiðslumaðurinn er eitthvað að hjálpa henni og ég heyri hana segi hátt og snjallt: ,,Þetta að framan? Ég kann ekkert að opna það." Þegar ég kem út aftur þá er búið að opna húddið og maðurinn að spyrja um eitthvað og svörin alltaf á þá leið að: hún bara viti það ekki. Alltaf var þetta tilkynnt með hárri röddu og eins og hálfgerðu stolti.
Mikið rosalega fara svona ósjálfbjarga kellingar í taugarna á mér sem halda að það sé sjarmerandi að vita ekkert, kunna ekkert og geta ekkert. Skjóta þær.
Mikið rosalega fara svona ósjálfbjarga kellingar í taugarna á mér sem halda að það sé sjarmerandi að vita ekkert, kunna ekkert og geta ekkert. Skjóta þær.
Veit ekki hvort mér finnst þetta Duran Duran come-back eitthvað sniðugt. Að vísu fannst mér rosa gaman á Deep Purple tónleikunum í sumar og Egó í haust og það er náttúrulega bara trip down the memory lane. Ég myndi definitly mæta ef Wham væri með come-back. Vantar bara neon bleikar grifflur. Átti aldrei svoleiðis.
mánudagur, október 25, 2004
Ágætur Kastljós þáttur. Ég er mjög ánægð með Jón Pétur. Gæti vel hugsað mér hann sem formann einhvers staðar. Góð spurning. Er það svona svakaleg frekja að fara fram á það að fólk um þrítugt verði með 230 þús. í mánaðarlaun 2008?
Kennarar borga í verkalýðsfélagið sitt af laununum sínum. Hluti af þessu fer í Vinnudeilusjóð. Ég hlýt því að álykta að þær ,,bætur" sem ég er að fá í verkfallinu séu í raun peningar sem ég á. Einhver snillingur hélt því nú fram að kennarar væru að fara verkfall aðallega til að ná peningunum sínum út. Þess vegna skil ég ekki af hverju við þurfum að borga staðgreiðslu af bótunum þar sem við erum nú þegar búin að því. En við borgum sem sagt staðgreiðslu af bótunum. Tel ég einnig nokkuð einsýnt að borga þurfi skatt af eingreiðslunni æðislegu sem dásamlega góði Ríkissáttasemjarinn bauð upp á. Allar meiningar um að kennarar séu að fá 190 þús. fyrir október með því að samþykkja þetta tilboð og þ.a.l. að stórgræða eru því tóm tjara. Ég tók 10 þús. út úr bankanum sem ég átti inni. Skv. sömu rökum hlýt ég þá að vera fá alveg 200 þús í tekjur fyrir október!
Ekki alveg.
Var í Verkfallsmiðstöðinni í morgun og hlustaði á Eirík. Það er rétt athugað hjá honum að það vekur væntingar að hafa samninganefndirnar í Karphúsinu. Falskar væntingar þegar þau steyta alltaf á sama steininum. Hvaða tilgangi þjónar það?
Ég hlustaði líka á kennarann sem stóð upp og hvatti fólk til dáða. Hún var góð.
Kennarar borga í verkalýðsfélagið sitt af laununum sínum. Hluti af þessu fer í Vinnudeilusjóð. Ég hlýt því að álykta að þær ,,bætur" sem ég er að fá í verkfallinu séu í raun peningar sem ég á. Einhver snillingur hélt því nú fram að kennarar væru að fara verkfall aðallega til að ná peningunum sínum út. Þess vegna skil ég ekki af hverju við þurfum að borga staðgreiðslu af bótunum þar sem við erum nú þegar búin að því. En við borgum sem sagt staðgreiðslu af bótunum. Tel ég einnig nokkuð einsýnt að borga þurfi skatt af eingreiðslunni æðislegu sem dásamlega góði Ríkissáttasemjarinn bauð upp á. Allar meiningar um að kennarar séu að fá 190 þús. fyrir október með því að samþykkja þetta tilboð og þ.a.l. að stórgræða eru því tóm tjara. Ég tók 10 þús. út úr bankanum sem ég átti inni. Skv. sömu rökum hlýt ég þá að vera fá alveg 200 þús í tekjur fyrir október!
Ekki alveg.
Var í Verkfallsmiðstöðinni í morgun og hlustaði á Eirík. Það er rétt athugað hjá honum að það vekur væntingar að hafa samninganefndirnar í Karphúsinu. Falskar væntingar þegar þau steyta alltaf á sama steininum. Hvaða tilgangi þjónar það?
Ég hlustaði líka á kennarann sem stóð upp og hvatti fólk til dáða. Hún var góð.
sunnudagur, október 24, 2004
Bíllinn minn, sem er ekki nýr og fínn jeppi eins og Birgir Björn á heldur Ford Orion '87, er eiginlega ónýtur. Bifvélavirkinn minn sagði að hann væri piece of crab og tæki því ekki að gera við hann til að koma honum í gegnum skoðun. En hann er samt með skoðun út nóvember svo ég hafði hugsað mér að keyra hann út. Nema hvað að í fyrradag vill hann ekki bakka út úr stæðinu. Gæti verið sambland af kulda og bensínleysi. Það er nefnilega gat á tanknum svo ég get ekki fyllt hann og þarf að koma mjög oft við á bensínstöðvum. Og svo byrjaði hann að juða og dó. Í kvöld dreg ég litlu systur út í björgunarleiðangur, kaupa bensín á brúsa sem mér tókst að sjálfsögðu að sulla út um allt og gefa mér start. Nema hvað, bíllinn fer ekki í gang. Ég sé mína sæng útbreidda og held að hann sé bara búinn á því. Þá stingur litla systir upp á að kaupa ísvara og setja í bensínið því það sé væntanlega raki í tanknum þar sem það er gat á honum. Ég hef svo sem litla trú á því en til í allt og viti menn! Bíllinn bara flaug í gang! Ég á klára litla systur.
Það er engin spurning að Pitt-inn er sætur.
Hins vegar er það ákveðið umhugsunarefni að hann er ekkert sérstaklega mikill leikari. Hann er frægur aðeins og eingöngu vegna þess að hann er sæt ljóska með flottan kropp. Karlkyns útgáfa af Pamelu Anderson. Svo, af hverju eru sætir strákar mikils metnir með há laun en ekki stelpur? Ekki það að ég ætli að opinbera mínar fantasíur mikið á opinberum vettvangi en þá eiga þær það allta sameiginlegt að aðalleikarinn hefur nafn og andlit. Getur verið að það sé okkur konum sammerkt á meðan karlar eru meira í þessu nameless, faceless dæmi?
Sætir strákar á hvíta tjaldinu eru engin nýlunda. Clark Gable, Cary Grant, sjálfur Valentino. Þessir menn eru náttúrulega frægir út af því að þeir voru svo myndarlegir og konur höfðu svo gaman af að horfa á þá.
Er þá ónefndur sá sætasti af öllu sætu, nánast fullkomið eintak af karlmanni, Gregory Peck. Peck í hlutverki Atticus Finch er hin fullkomna blanda.
Ef það kæmi töfradís og byði mér að fara inn í þennan heim og giftast Atticus Finch í líkama Gregory Pecks þá myndi ég sko ekki þurfa að hugsa mig um.
Hins vegar er það ákveðið umhugsunarefni að hann er ekkert sérstaklega mikill leikari. Hann er frægur aðeins og eingöngu vegna þess að hann er sæt ljóska með flottan kropp. Karlkyns útgáfa af Pamelu Anderson. Svo, af hverju eru sætir strákar mikils metnir með há laun en ekki stelpur? Ekki það að ég ætli að opinbera mínar fantasíur mikið á opinberum vettvangi en þá eiga þær það allta sameiginlegt að aðalleikarinn hefur nafn og andlit. Getur verið að það sé okkur konum sammerkt á meðan karlar eru meira í þessu nameless, faceless dæmi?
Sætir strákar á hvíta tjaldinu eru engin nýlunda. Clark Gable, Cary Grant, sjálfur Valentino. Þessir menn eru náttúrulega frægir út af því að þeir voru svo myndarlegir og konur höfðu svo gaman af að horfa á þá.
Er þá ónefndur sá sætasti af öllu sætu, nánast fullkomið eintak af karlmanni, Gregory Peck. Peck í hlutverki Atticus Finch er hin fullkomna blanda.
Ef það kæmi töfradís og byði mér að fara inn í þennan heim og giftast Atticus Finch í líkama Gregory Pecks þá myndi ég sko ekki þurfa að hugsa mig um.
Skellti mér aftur í ræktina. Ég er að verða svo mössuð! Fór svo í kaffi til stóru systur, maður má nú ekki horfalla. Þar er lítil kisustelpa í heimsókn sem smellpassar bara við allt í íbúðinni. Frænkurnar eru auðvitað alveg veikar að halda henni en hún á heima annars staðar. Fólkið er bara ekki heima og hún hefur sennilega sloppið óséð út. En ef það er ekki þetta fólk sem á hana þá...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...