Færslur

Sýnir færslur frá apríl 3, 2011

Sæt lítil samsæriskenning

Sennilega hef ég setið í Þýskum bókmenntum á sínum tíma (frekar en menntó) þegar upp kom umræða um Baader-Meinhoff hryðjuverkagengið. M.a. veltum við fyrir okkur hvað fólkinu hefði eiginlega gengið til. Kennarinn útskýrði það þannig að hugmyndafræðin gengi út á að til að ná fram sinni draumaskipan þá yrði að gera núverandi ástand svo óþolandi að fólki fyndist allt betra en það. Þetta þykir mér undarleg hugmyndafræði en sel ekki dýrar en ég keypti. Umræðan um Icesave velti þessari minningu fram úr rykföllnum geymslum áranna. Mér er fyrirmunað að skilja að sama fólk sem vælir endalaust um það að ,,ríkisstjórnin geri ekki neitt" ætli sér nú að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir að ,,gera eitthvað" og hægt er og helst að koma algjörlega í veg fyrir það. Við getum reynt að blekkja okkur fram í rauðan dauðann en það blasir við að með Nei-i erum við í besta falli að tryggja status quo næstu árin. Málaferli taka tíma og þó svo ólíklega vildi til að við ynnum þá verður lánshæfisma