Færslur

Sýnir færslur frá desember 21, 2014

Allt sem hún vill...

Mynd
Hið platónska ástarsamband okkar George Michael fagnar nú 30 ára afmæli. Það var sumarið 1984 sem Wake me up before you go-go skaust á topp flestra vinsældalista heimsins. Hresst og grípandi lag með auðveldu viðlagi. Og svo kom vídeóið. Jedúdda-mía, söngvarinn. Ekkert svona sætt hafði sést síðan súkkulaðið var uppgötvað. Þarna sprangaði hann um í míní stuttbuxum, tanaður með strípur og neongular grifflur. Ég fjórtán ára flækja með skömmustulegar hugsanir um karlmenn og gleðina og vandræðin sem þeim gátu fylgt. Örlögin voru ráðin. Hvert topplagið fylgdi öðru; Careless Whisper , Freedom og Everything she wants . Öll þessi lög er að finna á annarri (seinni) plötu Wham!, Make it Big . Ég tók að sjálfsögðu upp hvern einasta Skonrokk þátt til öryggis og það var eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég náði myndbandinu við Careless Whisper . Ég hélt að George gæti ekki orðið sætari en í Wake me up before you go-go en hann gat það. Úff... En það var eitthvað

Jólin

Mynd
Jæja gott fólk og vont og allt þar á milli. Óska ykkur gleðilegra jóla og góðra stunda. Gangið hægt um gleðinnar dyr og verið stillt. Ég ætla að reyna það. Bestasta jólalag allra tíma.

Undarleg uppsögn

Í títtnefndri fundargerð sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 18. des. sl. segir: Auglýst verður eftir skólastjóra frá 1. mars 2015, sem mun sjá um að skipuleggja starfsmannahald og móta innra starf skólans. Honum til aðstoðar munum við ráða faglegan ráðgjafa. Þar sem þessi breyting er stjórnvaldsákvörðun gilda ákvæði stjórnsýslulaga um uppsagnir starfsmanna. Munum við því ekki segja öllum upp eins og við höfðum ráðgert heldur fara eftir meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þar segir; „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“ Nú verður að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum á að segja skólastjóranum upp? Það var fyllsta ástæða til að segja skólastjóranum upp 2012 þegar skólarnir voru sameinaðir enda áttu sér þá stað skipulagsbreytingar í yfirstjórn skólanna en það er engin ástæða til þess nú. Það er bara einn skó