Færslur

Sýnir færslur frá janúar 26, 2014

Að síðustu

Mynd
Sæll Árni Pétur, oddviti minn, og þakka þér tilskrifið . Þú mátt alveg nefna mig þegar þú skrifar til mín en það mátti svo sem öllum vera ljóst að til mín var leikurinn gerður. Fyrirgefðu innilega að ég skuli bera svona í barmafullan lækinn og svara þér þótt nóg sé komið. (Af mínum skrifum væntanlega, ekki ykkar.) Ég ætla ekkert að rekja bréf þitt í smáatriðum, en vil gjarna taka undir lokaorðin: „Verum góð við hvert annað.“ * Það er nefnilega þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Við erum ekkert sérstaklega góð við hvert annað. Við erum líka mun betri við suma heldur en aðra. Það var það sem ég var að reyna að koma á framfæri. Nú er ég fullorðin kona og þoli það alveg að fólk sé ,,leiðinlegt“ við mig. Ég ætla ekki að neita að mér fannst það erfitt og erfiðast fannst mér að ég skyldi leyfa fólki að koma svona fram við mig því ég var að reyna að halda í vinnuna. Þess vegna bloggaði ég um daginn. Ég er búin að skrifa þessa færslu margoft í mörgum myndum en aldrei birt hana fyrr en