miðvikudagur, apríl 04, 2012

,,Nei. Þú!"

Nýverið bloggaði ég um kjaftagang í sveitinni. Ég var óánægð með að mjög persónuleg og erfið mál mín væru borin á torg af öðrum. Ég hef ekki fengið viðbrögð frá viðkomandi aðila enda áttar hún sig kannski ekki á því að um hana er rætt en ég hef fengið viðbrögð frá öðrum. Flestir eru ánægðir með bloggið og þá kannski aðallega þeir aðilar sem hafa orðið fyrir barðinu á kjaftagangi. Nú skal tekið fram að oftast er þetta saklaust slúður og bara áhugi á öðru fólki. En sumir hafa orðið fyrir mjög svæsnum og lífsseigum kjaftasögum. (Hefur einhver heyrt minnst á ,,makaskiptaklúbbinn"?) Þá er það bara þreytandi til lengdar að lifa alltaf ,,í beinni", að það sé ekki hægt að bora í nefið án þess að allir viti það.
En ég hef fengið önnur viðbrögð sem koma mér á óvart. Það að ég skuli leyfa mér, eða eigum við að segja; ég þessi aðflutta skuli dirfast, að gagnrýna hefur gert mig að skotspóni ásakana. Það að ég skuli hafa bloggað um þetta hefur orðið til þess, að sumra viti, að ég eigi bara að grjóthalda kjafti. Um allt. Það að ég skuli leyfa mér að segja frá einhverju gerir mig umsvifalaust að hinni örgustu kjaftatífu. Það virðist allt vera sambærilegt. Jafnvel opinber mál eru lögð að jöfnu við þau persónulegustu. ,,Svo ert þú að tala um kjaftagang. Þú ert greinilega ekkert betri."
Ég er eiginlega alveg bit.

Update.
Manneskjunni fannst það að ég segði frá því að Atvinnumálanefnd væri að íhuga að banna lausagöngu stórgripa alveg á pari við óvissa meðgöngu mína. Alveg. Á. Pari.😪

mánudagur, apríl 02, 2012

Update.

Það hljóp ég á mig. Mér skildist að skv. 50. gr. Vegalaga þá væri lausaganga búfjár á vegstæðum bönnuð. Því er ekki að heilsa. Lausaöngubann á vegstæðum byggist algjörlega á Búfjársamþykkt viðkomandi sveitarfélags.
Viðmælandi minn hjá Bændasamtökunum sagði mér í dag að verði slys og dómarar sjá að það sé lausagöngubann í sveitarfélaginu þá er búfjárhaldari með tapað mál. Algjörlega án tillits til allra aðstæðna. T.d. bíll fór út af og rauf girðinguna og þá sluppu hrossin út og urðu fyrir bíl. Þá þarf búfjárhaldari að bæta allt tjón á bílnum (Gef mér að það verði ekki slys á fólki því mér er illa við allt svoleiðis.) og situr uppi með tjón á gripunum.
Það sem ég þarf núna að vita er eftirfarandi:
Ef bóndinn er með (sic.) búfjártryggingu en girðing heldur ekki einhverra hluta vegna, fellur hún þá úr gildi?
Ef við skellum á  lausagöngubanni stórgripa í sveitarfélaginu, kvíga sleppur út á götu, fellur tryggingin þá úr gildi af því það vantaði ristarhlið á heimreiðina?
Veit þetta einhver?

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...