Eiffel turninn - Galleri Lafayette
Föstudagur 17. júní. Dagur II
Morgunmatur var auðvitað innifalinn á hótelinu og samanstóð af croissant, hvítu rúnnstykki, marmelaði og svoleiðis. Sem og auðvitað kaffi. Það var reyndar dálítið mismunandi hvað var í boði eftir því hver var á vakt og hvernig skapi viðkomandi var. Ein stúlkan lét biðja um allt. það vantaði mjólk og maður fór og bað um hana þá var hún með fulla könnu fyrir innan deskinn. sama með djúsið. Osturinn var ,,fini" rétt rúmlega níu og svo leit hún á klukkan með dramatískum hætti. Morgunmaturinn var samt til hálftíu.
Við ákváðum að fara í Eiffel turninn, tákn Parísar, enda litla frænka mjög spennt. Sem betur fer rákumst við ekki á Tom Cruise og Katie Holmes, ef það er ekki leiðinlegasta par kvikmyndasögunnar þá veit ég ekki hvað. En hann mun víst hafa poppað spurningunni þarna uppi. Ég hef aldrei þolað þessa stúlku og hann er einhvern veginn að umturnast í eitthvað óþolandi. Kannski það að hann er enn að gera út á þennan boyish charm sem er bara creepy þegar fólk er komið á fimmtugsaldur.
Það var talsverð biðröð en það er bara eins og gengur. Held að aðrar þjóðir þoli biðraðir betur heldur en Íslendingar. Sennilega smákóngablóðið.
Stærri litla frænka er kannski ekki mjög spennt þarna í biðröðinni en hún hafði líka áhyggjur af að verða lofthrædd. Það var auðvitað ekkert hlustað á það:)
Við litla frænka vorum mjög spenntar yfir ferðalaginu þótt ég hafi reyndar farið upp áður og það var að sjálfsögðu ákveðið að fara á toppinn. Ég tróð mér við glugga í lyftunni svo ég sæi nú örugglega sem best. En svo þegar við fórum að lyftast æ hærra þá mundi ég það allt í einu að ég er frekar lofthrædd. Sem betur fer var skipt um lyftu á miðri leið og við fengum gluggalausa lyftu. Veit ekki alveg hvernig annars gefði farið. Ég hefði kannski fríkað út og byrjað að öskra, eða liðið yfir mig eða... Alla vega. Ég komst upp skammarlaust með smá brauðfætur. Útsýnið þarna uppi er alveg sjúklegt.
Ég veit að það eru til milljón myndir af því en what the heck, ég bæti einni við.
Litla frænka var mjög ánægð með þetta og skoðaði sig vel um. Stærri litla frænka var nú fljót að jafna sig líka og ég held hún hafi nú verið ánægð með það eftir a að hafa farið upp.
Hérna eru þær eftir himnaförina með tívolítækið í baksýn.
Eftir þetta var kominn tími á hádegismat og við settumst inn á ja, bara eitthvert kaffihús. Það er alveg magnað að geta sest inn eiginlega hvar sem er og fengið góðan mat. Við vorum samt mest í salati því matarlystin minnkar eitthvað í svona hita. (Ekki að það hafi svo sést á vigtinni við heimkomu. Nei, auðvitað ekki. Uhh...)
Svo var farið í Galleri Lafayette sem er víst eitthvað ægilega fínt tískuhús. Ég hef reyndar aldrei verið spennt fyrir merkjavöru og fannst þetta bara eitthvað uppprumpað og snobbað ógeð. Enda fékk ég bara að setjast niður og bíða. Íburðurinn er rosalegur, innréttingarnar gylltar. Afgreiðslufólkið dónalegt og stórt upp a sig. Þú vinnur í búð, fíbblið þitt! En verðið! Guð minn góður! Ókey, ég skil tilganginn með skóm. En að borga fjörtíu þúsund fyrir skó. Ekki alveg að fatta það. 3000 evrur fyrir kjól. You just got to be kidding me. Það má vera að hóflegu kennaralaunin spili eitthvað inn í þessa skoðun mína og ég myndi kaupa eitthvað þarna ef ég væri rík kerling en ekki bara comfotably well off eins og Daffy Duck. En ég held samt ekki. Ég held að merkjasnobb sé bara eitthvað rugl. Ég fatta vönduð föt og klæðskerasaumuð föt og vandaða, góða vöru. En 200 evrur fyrir tösku úr bómull og plasti það er náttúrulega bara tómt rugl. Það var keypt eitt pils og eitt póstkort þarna. Pilsið var á ágætu verði en póstkortið var dýrt!
laugardagur, júní 25, 2005
föstudagur, júní 24, 2005
Keflavík - París
Fimmtudagur 16. júni. Dagur I.
Stóra systir var búin að ákveða að fara til Parísar með dæturnar í sumar og panta ferð þegar sú hugmynd kom allt í einu upp að ég færi með. Ég fór til Parísar fyrir 15 árum síðan á Evrópuflakki með Völu vinkonu en var alveg til í að smella mér aftur. Þetta kallaði á dálitlar breytingar á skipulagi. Í staðinn fyrir eitt 3ja manna herbergi þá var breytt í tvö 2ja manna og svoleiðis. Undarlegt nokk þá bara varð að bóka aðra stelpuna a mínu nafni af því að hún yrði í herbergi með mér. Þrátt fyrir að hafa margspurt konuna á Terra Nova af hverju í ósköpunum það mætti ekki bóka bæði börnin með mömmu sinni þá var eina svarið það að: ,,Þetta hefur alltaf verið svona." Skýrt og greinargott svar, eða þannig.
Þann 15. júní átti að fara í flugið. Það brottför var áætluð 23.55 en var í rauninni 0.55. Við áttum samt að vera mættar um tíuleytið eins og við gerðum auðvitað enda stundvísar og löghlýðnar með afbrigðum. Nei, þá opnar flugvöllurinn ekki check-in-ið fyrr en klukkan hálfellefu og við yrðum bara að hafa samband við Terra Nova um þetta þegar við kæmum heim. Já, við ætlum nefnilega að vera með hugann við þetta í heila viku úti í París, imbasílus. En það var opnað fyrr og okkur hleypt inn í stöðina. Þar var allt lokað nema barinn. Fríhöfnin er nefnilega ekki opnuð fyrr en tveimur tímum fyrir flug. Ó, júbbijei, við getum setið og hangið í þrjú korter að gera ekki neitt! Nema drekka, náttúrulega. Svo var hún nú opnuð og ég gat keypt kameru á tilboði og allt í orden. Nema hvað að ég hugsa mig sennilega tvisvar um áður en ég fer í ferð aftur með Terra Nova.
Vélin fór í loftið rétt fyrir eitt og við lentum á Orly rétt um hálf sjöleytið að staðartíma. Vegna slæmrar reynslu af frönskum leigubílum fyrir 15 árum síðan þá var ég mjög tortryggin á að taka leigubíl en við gerðum það nú samt. Ég fylgdist vel með gjaldmælinum og og bílstjóranum sem var af einhverjum brúnum uppruna. (Var þetta fordómafullt?) En bíllinn kostaði ekki nema 26 evrur á hótelið sem verður að teljast vel sloppið. Þar sem við vorum nánast ósofnar eftir flugferðina ákváðum við að demba okkur beint í bæinn og á Louvre. Þar voru öll helstu verk skoðuð (og fleiri til) eins og t.d. Móna Lísa sem er í nýjum sal
og fær hér harða samkeppni frá litlu frænku í sætleika og dularfullum brosum. Þá skoðuðum við Venus frá Míló, Þrælinn deyjandi og Frelsið eftir Delacroix.
Ferðafélagarnir urðu að gjöra svo vel að pósa við öll helstu verk.
Ég held ég fari rétt með að Dan Brown hafi sagt í Da Vinci lyklinum að það tæki mann sex vikur að skoða Louvre almennilega. Svo ég hef ástæðu til að fara aftur til Parísar! I love Louvre!
Þegar við komum út um Pýramídann
og á torgið þá vorum við nánast strax gripnar af stúlku að auglýsa Sight-seeing ferðir um borgina og þar sem bíllinn stoppaði rétt hjá þá skelltum við okkur með. Þetta var rándýr ferð og við dottuðum aðeins í henni en hva! Við sáum þetta helsta.
Þegar þessari ferð var lokið þá vissum við ekki alveg hvað við áttum að gera svo það var ákveðið að fara í Le Pere Lachaise kirkjugarðinn og heilsa upp á Jim Morrison. Við ætluðum í leiðinni að kíkja á Edith Piaf og Chopin þar sem þau hvíla þarna líka. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að við fórum allra okkar ferða í Metro og afgreiðslufólkið þar talar ekki ensku.
Þegar við komum að kirkjugarðinum þá sáum við að það er ísbúð við hliðina á honum og þar sem það er talsvert hlýrra í París en í Reykjavík þá fengum við okkur ís. Ég held reyndar að það hljóti að hafa verið hitabylgja í París því hitinn lá í 30 stigum og ég var við það að stikna á stundum. En alla vega. Við fengum okkur ís og röltum svo yfir í garðinn en þá stoppar eihver miðaldra karl okkur og blaðrar eitthvað á frönsku og vill að við förum annars staðar inn. Ég fatta þetta nú ekki alveg og segi að ég skilji hann ekki. Þá verður hann ferlega fúll og leiðinlegur og segir a ensku að þetta sé kirkjugarður og við eigum ekki að vera að borða ís yfir gröfunum heldur sýna virðingu og blabla þess vegna áttum við að ganga að aðalinnganginum á meðan við kláruðum ísinn. Ég stoppa hann af og segi að hann þurfi ekkert að patrónæsa mig, ég eigi látna ættingja og viti allt um virðingu í kirkjugörðum. ,,Nú,þú skildir mig ekki áðan" segir hann þá með einhverjum djö... svip. ,,Nei, ég skildi ekki frönskuna" segi ég en það var ljóst að hann skildi ekki sögnina to patronise. Þessi kallkúkur for alla vega í taugarnar á mér og það tók mig hálftíma að ná pirringnum úr mér. Ég skil heldur ekki hvernig hann borðar ís ef hann sullar honum út um allt. Ég er mjög fær ísborðari og sulla engu niður. Urr... Við gengum að aðalinnganginum og kláruðum glæpaísinn á meðan nema litla frænka sem er ekki enn komin í jafnmikla þjálfun. Hún gekk samt fram hjá öðrum verði með ísinn sinn og ekki sagði hann eitt einasta orð. Skipulagið í garðinum er frekar flókið og það tók okkur talsverðan tíma að finna gröfina. Á þeim tíma tókst okkur að ramba nokkrum sinnum fram og til baka, týna stóru systur og finna aftur. Þegar við fundum loksins gröfina hans Jim þá stóðu tveir lögregluþjónar við hana og það er búið að girða hana af. Ég gat þ.a.l. ekki látið smella mynd af mér við legsteininn. Hins vegar hafði verið hent ýmsu drasli á gröfina eins og t.d. tómum sígarettupakka. Það voru líka rusladallar út um allt ,,fyrir snakk" og fólk borðandi og drekkandi og reykjandi alls staðar. En það má ekki borða ís. Nei, þessi kall fór ekkert í taugarnar á mér. Ekkert! Ég réðist m.a.s. að öðrum verði og ætlaði að spyrja hvort það væri almenn regla að ís væri bannaður í garðinum en hann misskildi mig og hélt ég ætlaði að spyrja um gröfina hans Chopin. Ég ákvað að leiðrétta þann misskilning ekki. Hinbs vegar fundum við hvorki gröfina hans né Edith Piaf. Þetta er bara alltof flókinn og asnalegur garður. Grafirnar eru líka leigðar og verið að hóta því að segja Jim upp leigunni vegna ágangs aðdáenda. Fatta það nú ekki alveg þetta leigudæmi, hélt að ef einhvern tíma væri um permanent residence að ræða þá væri það í kirkjugarðinum.
Eftir þetta vorum við bara orðnar þreyttar, förum samt örugglega eitthvað að borða þótt ég muni ekki alveg í svipinn hvert, en vorum komnar á hótelið um níuleytið og rotuðumst.
Fimmtudagur 16. júni. Dagur I.
Stóra systir var búin að ákveða að fara til Parísar með dæturnar í sumar og panta ferð þegar sú hugmynd kom allt í einu upp að ég færi með. Ég fór til Parísar fyrir 15 árum síðan á Evrópuflakki með Völu vinkonu en var alveg til í að smella mér aftur. Þetta kallaði á dálitlar breytingar á skipulagi. Í staðinn fyrir eitt 3ja manna herbergi þá var breytt í tvö 2ja manna og svoleiðis. Undarlegt nokk þá bara varð að bóka aðra stelpuna a mínu nafni af því að hún yrði í herbergi með mér. Þrátt fyrir að hafa margspurt konuna á Terra Nova af hverju í ósköpunum það mætti ekki bóka bæði börnin með mömmu sinni þá var eina svarið það að: ,,Þetta hefur alltaf verið svona." Skýrt og greinargott svar, eða þannig.
Þann 15. júní átti að fara í flugið. Það brottför var áætluð 23.55 en var í rauninni 0.55. Við áttum samt að vera mættar um tíuleytið eins og við gerðum auðvitað enda stundvísar og löghlýðnar með afbrigðum. Nei, þá opnar flugvöllurinn ekki check-in-ið fyrr en klukkan hálfellefu og við yrðum bara að hafa samband við Terra Nova um þetta þegar við kæmum heim. Já, við ætlum nefnilega að vera með hugann við þetta í heila viku úti í París, imbasílus. En það var opnað fyrr og okkur hleypt inn í stöðina. Þar var allt lokað nema barinn. Fríhöfnin er nefnilega ekki opnuð fyrr en tveimur tímum fyrir flug. Ó, júbbijei, við getum setið og hangið í þrjú korter að gera ekki neitt! Nema drekka, náttúrulega. Svo var hún nú opnuð og ég gat keypt kameru á tilboði og allt í orden. Nema hvað að ég hugsa mig sennilega tvisvar um áður en ég fer í ferð aftur með Terra Nova.
Vélin fór í loftið rétt fyrir eitt og við lentum á Orly rétt um hálf sjöleytið að staðartíma. Vegna slæmrar reynslu af frönskum leigubílum fyrir 15 árum síðan þá var ég mjög tortryggin á að taka leigubíl en við gerðum það nú samt. Ég fylgdist vel með gjaldmælinum og og bílstjóranum sem var af einhverjum brúnum uppruna. (Var þetta fordómafullt?) En bíllinn kostaði ekki nema 26 evrur á hótelið sem verður að teljast vel sloppið. Þar sem við vorum nánast ósofnar eftir flugferðina ákváðum við að demba okkur beint í bæinn og á Louvre. Þar voru öll helstu verk skoðuð (og fleiri til) eins og t.d. Móna Lísa sem er í nýjum sal
og fær hér harða samkeppni frá litlu frænku í sætleika og dularfullum brosum. Þá skoðuðum við Venus frá Míló, Þrælinn deyjandi og Frelsið eftir Delacroix.
Ferðafélagarnir urðu að gjöra svo vel að pósa við öll helstu verk.
Ég held ég fari rétt með að Dan Brown hafi sagt í Da Vinci lyklinum að það tæki mann sex vikur að skoða Louvre almennilega. Svo ég hef ástæðu til að fara aftur til Parísar! I love Louvre!
Þegar við komum út um Pýramídann
og á torgið þá vorum við nánast strax gripnar af stúlku að auglýsa Sight-seeing ferðir um borgina og þar sem bíllinn stoppaði rétt hjá þá skelltum við okkur með. Þetta var rándýr ferð og við dottuðum aðeins í henni en hva! Við sáum þetta helsta.
Þegar þessari ferð var lokið þá vissum við ekki alveg hvað við áttum að gera svo það var ákveðið að fara í Le Pere Lachaise kirkjugarðinn og heilsa upp á Jim Morrison. Við ætluðum í leiðinni að kíkja á Edith Piaf og Chopin þar sem þau hvíla þarna líka. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að við fórum allra okkar ferða í Metro og afgreiðslufólkið þar talar ekki ensku.
Þegar við komum að kirkjugarðinum þá sáum við að það er ísbúð við hliðina á honum og þar sem það er talsvert hlýrra í París en í Reykjavík þá fengum við okkur ís. Ég held reyndar að það hljóti að hafa verið hitabylgja í París því hitinn lá í 30 stigum og ég var við það að stikna á stundum. En alla vega. Við fengum okkur ís og röltum svo yfir í garðinn en þá stoppar eihver miðaldra karl okkur og blaðrar eitthvað á frönsku og vill að við förum annars staðar inn. Ég fatta þetta nú ekki alveg og segi að ég skilji hann ekki. Þá verður hann ferlega fúll og leiðinlegur og segir a ensku að þetta sé kirkjugarður og við eigum ekki að vera að borða ís yfir gröfunum heldur sýna virðingu og blabla þess vegna áttum við að ganga að aðalinnganginum á meðan við kláruðum ísinn. Ég stoppa hann af og segi að hann þurfi ekkert að patrónæsa mig, ég eigi látna ættingja og viti allt um virðingu í kirkjugörðum. ,,Nú,þú skildir mig ekki áðan" segir hann þá með einhverjum djö... svip. ,,Nei, ég skildi ekki frönskuna" segi ég en það var ljóst að hann skildi ekki sögnina to patronise. Þessi kallkúkur for alla vega í taugarnar á mér og það tók mig hálftíma að ná pirringnum úr mér. Ég skil heldur ekki hvernig hann borðar ís ef hann sullar honum út um allt. Ég er mjög fær ísborðari og sulla engu niður. Urr... Við gengum að aðalinnganginum og kláruðum glæpaísinn á meðan nema litla frænka sem er ekki enn komin í jafnmikla þjálfun. Hún gekk samt fram hjá öðrum verði með ísinn sinn og ekki sagði hann eitt einasta orð. Skipulagið í garðinum er frekar flókið og það tók okkur talsverðan tíma að finna gröfina. Á þeim tíma tókst okkur að ramba nokkrum sinnum fram og til baka, týna stóru systur og finna aftur. Þegar við fundum loksins gröfina hans Jim þá stóðu tveir lögregluþjónar við hana og það er búið að girða hana af. Ég gat þ.a.l. ekki látið smella mynd af mér við legsteininn. Hins vegar hafði verið hent ýmsu drasli á gröfina eins og t.d. tómum sígarettupakka. Það voru líka rusladallar út um allt ,,fyrir snakk" og fólk borðandi og drekkandi og reykjandi alls staðar. En það má ekki borða ís. Nei, þessi kall fór ekkert í taugarnar á mér. Ekkert! Ég réðist m.a.s. að öðrum verði og ætlaði að spyrja hvort það væri almenn regla að ís væri bannaður í garðinum en hann misskildi mig og hélt ég ætlaði að spyrja um gröfina hans Chopin. Ég ákvað að leiðrétta þann misskilning ekki. Hinbs vegar fundum við hvorki gröfina hans né Edith Piaf. Þetta er bara alltof flókinn og asnalegur garður. Grafirnar eru líka leigðar og verið að hóta því að segja Jim upp leigunni vegna ágangs aðdáenda. Fatta það nú ekki alveg þetta leigudæmi, hélt að ef einhvern tíma væri um permanent residence að ræða þá væri það í kirkjugarðinum.
Eftir þetta vorum við bara orðnar þreyttar, förum samt örugglega eitthvað að borða þótt ég muni ekki alveg í svipinn hvert, en vorum komnar á hótelið um níuleytið og rotuðumst.
fimmtudagur, júní 23, 2005
Þar sem við komum ekki heim fyrr en eftir miðnætti í nótt þá hef ég verið frekar sljó í dag. Þannig að ég hef aðallega legið í leti í dag. Og náttúrulega loadað inn myndum úr nýju digital kamerunni minni! Rosalega eru þetta dýrar græjur. Samt á annar hver kjaftur eitt stykki. Ég fékk eina á 15 þús. í Fríhöfninni og er bara ánægð með það. En alla vega. Ferðasagan verður náttúrulega sett hér inn af því að þetta er mitt blogg og ég velti mér bara upp úr minni sjálfumgleði eins og mér sýnist og skrifa það sem mér finnst skemmtilegt. En það eru komnar myndir úr ferðinni á myndasíðuna. Oh, það var svo gaman!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...