laugardagur, desember 04, 2004
Digital Ísland. Þetta er allt í hassi. Fólk sem er búið að borga áskriftina sína situr sjónvarpslaust og missir af Idolinu og allt og öllu. Það er ekki nokkur leið að ná sambandi við einn eða neinn og svo þegar einhver svarar loksins í öðrum síma en þjónustusíma þá er sagt að ,,einn og einn" afruglari sé ekki að ná sambandi. Hvaða djöfuls kjaftæði. Það myndu ekki allar línur loga hjá þeim ef þetta væri í lagi. Afsláttur af áskrift kannski? Eða bara laga þetta rugl.
föstudagur, desember 03, 2004
,,Óskin skærasta, er að eignast kærasta."
Hólí mólí. Held ég sé hætt við að vilja nýju Birgittu plötuna í jólagjöf. Er hins vegar alvarlega að íhuga að gefa litlu systur ballettskólann fyrir My Little Pony. Man ekki hvað hún átti mikið af þessu fyrir... ca. hundrað... árum síðan.
Svo er spurning að einhenda sér í jólaljósasamkeppnina í ár. Þyrfti reyndar að setja nokkrar seríur í hvern glugga en hva!
Hólí mólí. Held ég sé hætt við að vilja nýju Birgittu plötuna í jólagjöf. Er hins vegar alvarlega að íhuga að gefa litlu systur ballettskólann fyrir My Little Pony. Man ekki hvað hún átti mikið af þessu fyrir... ca. hundrað... árum síðan.
Svo er spurning að einhenda sér í jólaljósasamkeppnina í ár. Þyrfti reyndar að setja nokkrar seríur í hvern glugga en hva!
fimmtudagur, desember 02, 2004
miðvikudagur, desember 01, 2004
Vil bara koma því á framfæri vegna færslunnar hennar Pullu að Fellaskóli hélt upp á 1. des. með virktum.
Það eru miklar pestir í gangi núna og ég er ekki frá því að ég sé enn með pestarslæðing í skrokknum. Mér líður alla vega: ,,ekki jafnglæsilega og venjulega" eins og litla frænka mín orðaði það svo skemmtilega nýverið.
Það eru miklar pestir í gangi núna og ég er ekki frá því að ég sé enn með pestarslæðing í skrokknum. Mér líður alla vega: ,,ekki jafnglæsilega og venjulega" eins og litla frænka mín orðaði það svo skemmtilega nýverið.
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Satt best að segja þá hélt ég að þessi á síðustu stundu skúffusamningsdula yrði samþykkt. En nú er ég farin að efast. Ég heyri fólk sem ég var alveg viss um að myndi segja já, vera að tala um að kannski ætti það að segja nei. Mesta rólyndisfólki er nefnilega misboðið. Því finnst vera á sér traðkað og er ekki tilbúið að samþykkja eitthvað at a gunpoint. Að samþykkja eitthvað svo maður fái ekki eitthvað verra í hausinn er ekki sá rökstuðningur sem maður vill hafa fyrir vali sínu. Þetta gæti bara orðið tvísýnt.
mánudagur, nóvember 29, 2004
Nei, nei. Aldrei þess vant þá tókst mér að troða mér í sjónvarpið. Dökkhærð í appelsínugulri flíspeysu ef þið hafið misst af mér. Það er þá alltaf hægt að fara á ruv.is og horfa aftur. Og aftur. Og aftur... Tók mig náttúrulega alveg sérstaklega vel út.
Annars sat ég sveitt yfir þessum prófum til 17:30 í dag. Ég næ því bara ekki að fara yfir þetta í dagvinnunni. Æ, minnir mig á það, ég á eftir að undirbúa tónlistartímann sem ég lofaði hátíðlega að hafa á morgun.
Annars sat ég sveitt yfir þessum prófum til 17:30 í dag. Ég næ því bara ekki að fara yfir þetta í dagvinnunni. Æ, minnir mig á það, ég á eftir að undirbúa tónlistartímann sem ég lofaði hátíðlega að hafa á morgun.
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Þegar maður er kennari í grunnskóla þá má maður eiga von á hinum ýmsustu uppákomum og að lenda í hinum ýmsustu aðstæðum. Maður þarf t.d. að kunna að synda, skauta og skíða. Svo er skorað á mann í körfubolta og koddaslag á jafnvægisslá.
Og svo þarf maður að vera tilbúinn að bregða sér í hin ýmsustu hlutverk.
Reynið svo að halda því fram að kennarastarfið sé ekki krefjandi.
Og svo þarf maður að vera tilbúinn að bregða sér í hin ýmsustu hlutverk.
Reynið svo að halda því fram að kennarastarfið sé ekki krefjandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...