Við hjónin erum með net frá gamla emax sem 365 eiga núna. Frá því í vor er netið búið að vera rétt slarkandi en hræðilegt í nánast allt haust.
Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki.
Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel.
Ég segi Daníel að þetta sé ekki í lagi, ég se búin að marghringja og ekkert gerist, og síðast hafi ég beðið um að yrði hringt í númer mannsins en það ekki gert. Hann biður um númer mannsins. Ég gef honum það. Svo rek ég aðeins söguna til að hann átti sig á því að þetta sé ekki í lagi. Þá biður hann aftur um númer mannsins. Þá segi ég að það skipti í rauninni ekki máli því maðurinn minn var búinn að ná í einhvern tæknimann hjá 365. Hins vegar sé staðan þannig að ég fái netið á ágætum kjörum hjá þeim vegna þess að það stendur sendir í landinu okkar og ef ég þurfi að skipta um fyrirtæki af því að þetta er "drulluléleg" þjónusta hjá þeim þá muni ég að sjálfsögðu rukka þá fyrir leigu á landinu. Þá segir Daníel:
Ég segi að ég sé bara orðin langþreytt á því að fá enga úrbót minna mála. Þá segir Daníel að ég sé bara að æsa mig, hann sé að reyna að liðsinna mér. "Hvernig?" spyr ég. "Nú með því að taka niður númerið sem við eigum að hringja í." Aðaltæknimaðurinn fái númerið og muni hringja. Þessi sem reyndi að hringja um daginn en hringdi ekki í rétt númer. "Þessi sem hringdi í heilt eitt skipti um daginn," segi ég. "Sumir myndu nú hringja til baka," segir þjónustulundaði starfsmaðurinn á 365.
Ég sagði Daníel, sem vildi ekki gefa mér upp fullt nafn , að ég myndi kvarta undan honum. Það fannst Daníel mjög skrítið þar sem hann hefði bara reynt að aðstoða mig en ég væri búin að "margblóta" í símann! Mér þætti gaman ef samtalið hefur verið tekið upp að einhver teldi blótsyrðin sem ég lét út úr mér.
En þar sem 365 gefa ekki upp netfang til kvörtunar þá kem ég henni á framfæri hér. Það er líka svo lélegt hjá mér netið að það eru takmörk fyrir hvað það hangir lengi inni.
Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki.
Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel.
Ég segi Daníel að þetta sé ekki í lagi, ég se búin að marghringja og ekkert gerist, og síðast hafi ég beðið um að yrði hringt í númer mannsins en það ekki gert. Hann biður um númer mannsins. Ég gef honum það. Svo rek ég aðeins söguna til að hann átti sig á því að þetta sé ekki í lagi. Þá biður hann aftur um númer mannsins. Þá segi ég að það skipti í rauninni ekki máli því maðurinn minn var búinn að ná í einhvern tæknimann hjá 365. Hins vegar sé staðan þannig að ég fái netið á ágætum kjörum hjá þeim vegna þess að það stendur sendir í landinu okkar og ef ég þurfi að skipta um fyrirtæki af því að þetta er "drulluléleg" þjónusta hjá þeim þá muni ég að sjálfsögðu rukka þá fyrir leigu á landinu. Þá segir Daníel:
"Viltu að ég gefi þér samband við reikningsdeildina?"Þetta eru svo mikil hortugheit að það kemur á mig. Honum Daníel er sem sagt alveg skítsama þótt að kúnni sem borgar hlutdeild í laununum hans fái almennt og yfirleitt einhverja þjónustu eða ekki.
Ég segi að ég sé bara orðin langþreytt á því að fá enga úrbót minna mála. Þá segir Daníel að ég sé bara að æsa mig, hann sé að reyna að liðsinna mér. "Hvernig?" spyr ég. "Nú með því að taka niður númerið sem við eigum að hringja í." Aðaltæknimaðurinn fái númerið og muni hringja. Þessi sem reyndi að hringja um daginn en hringdi ekki í rétt númer. "Þessi sem hringdi í heilt eitt skipti um daginn," segi ég. "Sumir myndu nú hringja til baka," segir þjónustulundaði starfsmaðurinn á 365.
Ég sagði Daníel, sem vildi ekki gefa mér upp fullt nafn , að ég myndi kvarta undan honum. Það fannst Daníel mjög skrítið þar sem hann hefði bara reynt að aðstoða mig en ég væri búin að "margblóta" í símann! Mér þætti gaman ef samtalið hefur verið tekið upp að einhver teldi blótsyrðin sem ég lét út úr mér.
En þar sem 365 gefa ekki upp netfang til kvörtunar þá kem ég henni á framfæri hér. Það er líka svo lélegt hjá mér netið að það eru takmörk fyrir hvað það hangir lengi inni.