Já, það er dottin í mig einhver bloggleti. Kannski vegna þessarar hægu nettengingar en annars er bara allt meinhægt og lítið að gerast.
Hér kom ljúfur vorforboði með 10 stiga hita og yndislegu veðri. Litli bekkurinn minn hafði mig út en ég stóðst þrýsting frá krökkunum í skólanum og er ógurlega stolt af sjálfri mér:) Mig vantar reyndar bráðnauðsynlegt kennslutæki á meðferðarheimilið. Það er nefnilega ekki til neinn fótbolti þar. Þetta stendur okkur stórkostlega fyrir þrifum og við erum bara alltaf úti í fjósi. Það er að vísu ekkert leiðinlegt, fullt af nýjum og sætum kálfum.
Það imprað nett a því um daginn að það væri komið að mér að halda boð á torfunni. Við sem búum hér a skólalóðinni erum reglulega í mat og kaffi hjá hvert öðru. Ég vissi alveg að það væri komið að mér svo nú er ég að reyna að gera partýhæft. Veit samt ekki alveg hvort ég á að hafa mat eða kaffi.
Ó, og nú veit maðurinn að ég er skotin í honum.
laugardagur, mars 18, 2006
mánudagur, mars 13, 2006
sunnudagur, mars 12, 2006
Brá mér í menningarreisu í höfuðstaðinn. Sá Öskubusku og skemmti mér vel. Aðaltilgangur reisunnar var samt að skoða þennan
sem er nýjasti meðlimur reykvísku kattafjölskyldunnar. Hann kemur í kjölfar Jósefínu og heitir þ.a.l. auðvitað Napóleon. Honum hefur tekist að hoppa á lyklaborði tölvunnar með þeim afleiðingum að takkarnir skrifa flestir eitthvað annað en á þeim stendur.
Snotra er svo ósátt við mig að hún vll ekkert við mig tala.
Þetta er erfitt líf.
sem er nýjasti meðlimur reykvísku kattafjölskyldunnar. Hann kemur í kjölfar Jósefínu og heitir þ.a.l. auðvitað Napóleon. Honum hefur tekist að hoppa á lyklaborði tölvunnar með þeim afleiðingum að takkarnir skrifa flestir eitthvað annað en á þeim stendur.
Snotra er svo ósátt við mig að hún vll ekkert við mig tala.
Þetta er erfitt líf.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...