föstudagur, janúar 13, 2006
fimmtudagur, janúar 12, 2006
mánudagur, janúar 09, 2006
Eiginmannsleitin ógurlega bar á góma einu sinni sem oftar á kennarastofunni i dag. Sérstaklega þar sem ,,ekkert gekk" á barkvöldinu. Svo var bent á einhvern mann en ákveðnar áhyggjur viðraðar af því að hann væri kannski of gamall. Ég sagðist nú ekki setja svoleiðis smáatriði fyrir mig og sagði þeim tvær fyrstu línurnar i einkamálaauglýsingunni sem ég er að semja en hef ekki komist lengra með. Stuttu seinna var samkennari minn búinn að botna þetta fyrir mig. Svo nú er komið:
Baða' og skeina kona kann,
kjörin fyrir gamlan mann.
Klár og hress í hverri raun
Kennari með súperlaun.
Kemur upp úr dúrnum að hún (kennarinn sem botnaði) er formaður kvæðamannafélagsins í sveitinni svo við fórum að ræða um ljóð og ljóðagerð og ég sýndi henni ýmislegt sem ég hef verið að brasa. Ekki nóg með að hún byðist til að lesa yfir fyrir mig og hjálpa mér með hrynjandina heldur bauð hún mér líka inngöngu í félagið!
Baða' og skeina kona kann,
kjörin fyrir gamlan mann.
Klár og hress í hverri raun
Kennari með súperlaun.
Kemur upp úr dúrnum að hún (kennarinn sem botnaði) er formaður kvæðamannafélagsins í sveitinni svo við fórum að ræða um ljóð og ljóðagerð og ég sýndi henni ýmislegt sem ég hef verið að brasa. Ekki nóg með að hún byðist til að lesa yfir fyrir mig og hjálpa mér með hrynjandina heldur bauð hún mér líka inngöngu í félagið!
sunnudagur, janúar 08, 2006
Barkvöldið í gær var bara ágætlega skemmtilegt. Þar sem ég er tiltölulega nýkomin þá þekki ég ekki alveg allar ættir og tengsl né höfuðból svo sumar sögurnar fóru dálítið fram hjá mér. Verst var samt að maðurinn mætti ekki. Og fáir piparsveinar. Einn af fáum piparsveinum sem mættu reyndist m.a.s. genginn út. Hins vegar held ég að koma mín og karlmannsleit fari nú að berast um sveitir. Fólk var svona að skjóta saman nefjum og spá í hver ég væri. Og spyrja þau sem mig þekkja. Svo fór náttúrulega ekki fram hjá neinum þegar gifti maðurinn bauð mér upp og bað hljómsveitina um að spila Love me tender. Fyrir okkur. Ég vil ekkert eiga við gifta menn, það síðasta sem mig vantar í lifið er brjáluð eiginkona með haglara á hælana! Sem betur fer er enginn alvara á bak við þetta hjá honum. Hann er bara einn af þessum mönnum sem sinnir þeirri skyldu að dansa við allar konur og reyna við þær. Hann meinar ekkert með því og allir vita það. En fólk var alla vega að forvitnast aðeins um mig og samstarfsfólk mitt var mjög ötult að koma því á framfæri að mig vantaði mann svo núna ætti þetta að vera komið til skila.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...