föstudagur, nóvember 19, 2004
Þá er ég komin með launaútreikninginn.
Núna í dag er ég í grunnröðun 232, þrep 4 (30+). Það eru 170.250,- á mánuði. Af því að skólastjórinn minn er svo góður við mig þá fæ ég 4 potta (fór rangt með pottafjölda fyrir einhverju síðan, biðst afsökunar á því) og er því í launaflokki 236 þrepi 4. Það gefur mér laun upp 191.617,- Ég er að vísu með tvo yfirvinnukennslutíma á viku og félagsstarf sem eg fæ greitt fyrir skv. ÍTR taxta. Síðustu útgreiddu mánaðarlaun hljómuðu upp á 160.000,- (Ég er nefnilega með minni yfirvinnu núna en síðasta vetur.)
Skv. nýja samningnum hækka ég upp í 202.157,- í mánðarlaunum. Hey, kúl, það þó alla vega hækkun. Þann 1. janúar 2005 hækka ég í 208.222,- Úlla-laa. 35 ára með 120 háskólaeiningar upp á vasann. Nei, það er ekki nema von að efnahagslífið taki kollsteypu þegar það er verið að borga mér svona kóngalaun.
En, bíðum nú hæg. Þann 1. ágúst 2005 detta skólastjórapottar út og ég þá niður í mína grunnröðun 232. Að vísu kemur rosa hækkun upp á rúm 9% á móti. Ef ég verð með minna en 20 nemendur í bekk þá helst grunnröðun 232 og launin verða 202.152,- En ef ég verð með meira en 20 nemendur í bekk þá fer ég í grunnröðun 233 og launin heil 208.216,- Spurningin er sem sagt, hversu mikið lækka ég 1. ágúst, um 6 krónur eða 6.070,-
1. jan. 2006 hækka ég upp í 207.206,- skv. grunnröðun 232 eða í 213.422,- skv. grunnröðun 233.
1. jan. 2007 232 fer í 211.869,- en 233 í 218.224,-
1. jan. 2008 232 216.636,- 233 223.135,-
Ég er ekki viss um að þegar ég verð orðin 38 ára, enn með mínar 120 einingar og 6 ára kennslureynslu á bakinu að ég verði sátt við 216.636,-
Núna í dag er ég í grunnröðun 232, þrep 4 (30+). Það eru 170.250,- á mánuði. Af því að skólastjórinn minn er svo góður við mig þá fæ ég 4 potta (fór rangt með pottafjölda fyrir einhverju síðan, biðst afsökunar á því) og er því í launaflokki 236 þrepi 4. Það gefur mér laun upp 191.617,- Ég er að vísu með tvo yfirvinnukennslutíma á viku og félagsstarf sem eg fæ greitt fyrir skv. ÍTR taxta. Síðustu útgreiddu mánaðarlaun hljómuðu upp á 160.000,- (Ég er nefnilega með minni yfirvinnu núna en síðasta vetur.)
Skv. nýja samningnum hækka ég upp í 202.157,- í mánðarlaunum. Hey, kúl, það þó alla vega hækkun. Þann 1. janúar 2005 hækka ég í 208.222,- Úlla-laa. 35 ára með 120 háskólaeiningar upp á vasann. Nei, það er ekki nema von að efnahagslífið taki kollsteypu þegar það er verið að borga mér svona kóngalaun.
En, bíðum nú hæg. Þann 1. ágúst 2005 detta skólastjórapottar út og ég þá niður í mína grunnröðun 232. Að vísu kemur rosa hækkun upp á rúm 9% á móti. Ef ég verð með minna en 20 nemendur í bekk þá helst grunnröðun 232 og launin verða 202.152,- En ef ég verð með meira en 20 nemendur í bekk þá fer ég í grunnröðun 233 og launin heil 208.216,- Spurningin er sem sagt, hversu mikið lækka ég 1. ágúst, um 6 krónur eða 6.070,-
1. jan. 2006 hækka ég upp í 207.206,- skv. grunnröðun 232 eða í 213.422,- skv. grunnröðun 233.
1. jan. 2007 232 fer í 211.869,- en 233 í 218.224,-
1. jan. 2008 232 216.636,- 233 223.135,-
Ég er ekki viss um að þegar ég verð orðin 38 ára, enn með mínar 120 einingar og 6 ára kennslureynslu á bakinu að ég verði sátt við 216.636,-
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Þegar maður á um tvennt að velja, vont eða verra, hvort velur maður þá? Ef við höfnum þessari MT2 þá lendum við undir gerðardómi sem er með skýrar forsendur í lögum um engar launahækkanir. Ef við samþykkjum þetta þá fáum við að hlusta á að við höfum valið þetta. Grunnskólakennarar eiga ekki að fá neina leiðréttingu á launum sínum. Undarlegt alveg að það sé hægt að dragast aftur úr en engan veginn hægt að komast á fyrri stað. Ef við höfnum þessu verður þá ekki sagt að við höfum valið gerðardóm? Það er náttúrulega ekki hægt að velja það sem er búið að neyða yfir mann með lögum. En eins og málflutningurinn hefur verið þá er von á öllu. Þetta er ömurleg staða.
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Annað kvöldið á Da Vinci lykils námsskeiðinu. Ég komst hvorki í það að lesa bókina aftur né senda prestinum fullt af spurningu,. Ég var svo gjörsamlega slegin út af laginu núna um helgina. Sessunautur minn tók upp spjall og nefndi þann möguleika að kannski hefði frumkirkjan sjálf tekið upp á því að fela fjölskyldu Jesú þeim til varnar. Hefur ekki verið gott að eiga ættir að rekja til hans þegar ofsóknirnar miklu stóðu yfir. Þetta finnst mér góður punktur. Svo varð mér það á að nefna að ég væri grunnskólakennari. Bad mistake. Ég er nú samt ekki mikið slösuð.
Ég var að muna það núna áðan þegar ég var að norpa úti í kuldanum í korter af hverju ég keypti bíldrusluna í vor. Það er gjörsamlega óþolandi að vera upp á annað fólk komin. Það væri nú gott að eiga eins og eina milljón í vasanum núna og geta keypt sér almennilegan bíl. Hmmmm.....
Ég var að muna það núna áðan þegar ég var að norpa úti í kuldanum í korter af hverju ég keypti bíldrusluna í vor. Það er gjörsamlega óþolandi að vera upp á annað fólk komin. Það væri nú gott að eiga eins og eina milljón í vasanum núna og geta keypt sér almennilegan bíl. Hmmmm.....
Ó júbbí jei! Það eru kannski að takast samningar í Karphúsinu! Byggðir á MT. Ó, vei, en æðislegt! En frábært! Ég fæ kannski ekki alveg jafnmikla launalækkun í kjölfarið á 7 vikna verkfalli og MT bauð upp á. Ég er svo glöð! Ég er svo hamingjusöm! Og svo fæ ég líka bein! Það er hent í mig 4 beinum! Ó þetta er svo mikil sæla! Ég bara snýst í hringi og elti á mér dillandi skottið!
Yeah right. Eat shit and fucking die.
Yeah right. Eat shit and fucking die.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
O, sei, sei. Þar var hégómagirndin kitluð. Ég á ljóð dagsins á Ljóð punktur is. Ég er nú bara pínu montin. Það þarf nú alveg ótrúlega lítið oft til að gleðja mig. Minnir mig á hvað ég var ánægð að fá vaðstígvél í sumarvinnunni.
Dálítið merkilegt að heyra það í fréttunum að Menntamálaráðuneytið er að vinna í því að bæta nemendum upp kennslu sem þeir misstu í verkfallinu. Í gær var menntamálaráðherra búinn að ræða þetta við sveitastjórnirnar. Þetta hefur að vísu ekkert verið rætt við kennara. Ætla Þorgerður Katrín og Stefán Jón að sinna þessu sjálf eða á að smella smá nauðungarvinnuákvæði við refsingarlögin?
Ég hlustaði á kennara í útvarpinu um daginn sem ég held að heiti Birna. Þar sagði hún að hún skuldaði þessari þjóð ekki neitt. Ég tek undir það. Ég skulda þessari þjóð ekki neitt.
Ég hlustaði á kennara í útvarpinu um daginn sem ég held að heiti Birna. Þar sagði hún að hún skuldaði þessari þjóð ekki neitt. Ég tek undir það. Ég skulda þessari þjóð ekki neitt.
mánudagur, nóvember 15, 2004
Það leynir sér ekki að foreldrar eru reiðir í dag. Börn þeirra eru vanrækt í skólum landsins með grátstafinn í kverkunum. Þurfa að fara ein heim í kafaldsbyljum a milli húsa. Allt í lagi,ég skil reiði foreldra upp að vissu marki. Hins vegar þá var það í öllum fréttatímum á öllum stöðvum í gær að grunur léki á undarleg kennaraflensa væri að breiða úr sér. Þannig að í rauninni skil ég ekki alveg af hverju þetta kemur foreldrum svona a óvart.
Hins vegar skil ég ekki ámælið sem kennarastéttin situr undir. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera það ljóst að þetta eru svívirðileg ólög sem snerta alla verkalýðsbaráttu í landinu. Kennarar nýttu sér lögbundinn rétt sinn og höfnuðu vondri miðlunartillögu. Þá grípur Alþingi í taumana og setur verri lög. Það sem felst í lögunum er minna en það sem fólst í tillögunni. Okkar er refsað fyrir að nýta okkur lögbundinn rétt okkar. Lögin eru með níðþunga sveitastjórnaslagsíðu. Svo þunga að það er ekki hægt að tala um neitt annað en samráð ríkis og sveita til að brjóta á launþegum. Svo er talað um virðingu fyrir lögunum.
En hvað segir þetta þeim stéttum eru að fara í sína kjarabaráttu? Að það sé betra að samþykkja vont tilboð en fá á sig enn verri refsingarlög. Er þetta lýðræðið sem við viljum búa við? Er þetta ,,samningsrétturinn" sem við viljum að ríki í landinu?
Hins vegar skil ég ekki ámælið sem kennarastéttin situr undir. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera það ljóst að þetta eru svívirðileg ólög sem snerta alla verkalýðsbaráttu í landinu. Kennarar nýttu sér lögbundinn rétt sinn og höfnuðu vondri miðlunartillögu. Þá grípur Alþingi í taumana og setur verri lög. Það sem felst í lögunum er minna en það sem fólst í tillögunni. Okkar er refsað fyrir að nýta okkur lögbundinn rétt okkar. Lögin eru með níðþunga sveitastjórnaslagsíðu. Svo þunga að það er ekki hægt að tala um neitt annað en samráð ríkis og sveita til að brjóta á launþegum. Svo er talað um virðingu fyrir lögunum.
En hvað segir þetta þeim stéttum eru að fara í sína kjarabaráttu? Að það sé betra að samþykkja vont tilboð en fá á sig enn verri refsingarlög. Er þetta lýðræðið sem við viljum búa við? Er þetta ,,samningsrétturinn" sem við viljum að ríki í landinu?
Það er vont að vera veik og geta ekki mætt í vinnu. Er að horfa á Ísland í bítið. Mikið rosalega fær Jónína Bjartmars að mala. ,,Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði." Það eina merkilega sem hún er að segja frammi fyrir alþjóð er að það stóð aldrei til að semja. Fulltrúar sveitafélaganna nefndu það ekki einu orði að það vantaði fjármuni. Af hverju ekki? Af því að það stóð aldrei nokkurn tíma til að teygja sig einn sentimetra í átt að kröfum kennara. Undarlegt líka að hlusta á það kjaftæði að ,,við vorum bara að skera á hnútinn. Við komum ekkert nálægt þessum samningum." Hvern ertu að reyna að blekkja? Það er lögfest láglaunastefna gagnvart kennurum í þessum lögum. Alþingi getur ekki vikið sér undan ábyrgð. Allur kjaftavaðall heimsins getur ekki firrt þá þeirri ábyrgð.
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Steinn Steinarr er eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Hann lýsir betur líðan minni þessa dagana en ég get sjálf.
Ræfilskvæði
Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.
Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.
En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.
Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.
Ræfilskvæði
Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.
Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.
En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.
Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...