Færslur

Sýnir færslur frá maí 31, 2015

Besti vinur aðal

Mynd
Lengi getur vont versnað. Miðað við þetta er ekki hægt að draga neina aðra ályktun en að fráfarandi skólastjóri verði á einu og hálfu kaupi næsta starfsár við Þingeyjarskóla.  

Opið bréf til Inga Freys

Mynd
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega.   Pistillinn er hreint ágætur eins og flestir þínir pistlar. Hins vegar finnst mér bera á ákveðnu þekkingar og/eða skilningsleysi gagnvart veruleika fólks sem býr í fámennum samfélögum. Núna skulum við setja upp ímyndaðar aðstæður. Setjum upp lítið þorp sem í búa um 1500 manns. Í þorpinu er rekin fiskvinnsla og segjum kaupfélag þótt það sé óheppileg tenging. Fiskvinnsluna á sama fjölskyldan og stofnaði hana 1940. Kaupfélagið er í almenna eigu en einhverra hluta vegna hefur sami ættboginn stjórnað því nánast frá stofnun. Þetta er eitt af því fyrsta sem þú myndir frétta ef þú flyttir í þorpið. Ef þú býrð einhverja stund á staðnum kemstu að því að stórbóndi fyrir utan bæinn hefur líka talsvert að segja um það sem gerist í þorpinu. Svo kemstu allt í einu að því að ættartengsl skipta talsvert meira máli í þorpinu en í Reykjavík. Tengsl sem fólk í