Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 10, 2014

Áhugaverð ritgerð

Mynd
Á Skemmunni er að finna lokaverkefni háskólanema og jafnvel rannsóknarverkefni. Þetta gnægtarbrunnur upplýsinga en samt fann ég bara eina ritgerð (opna) um vanhæfi skv. sveitarstjórnarlögum. Ritgerðin heitir Hæfisreglur 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og er eftir Ólaf Pál Vignisson. Nú er rétt að benda á að ný sveitarstjórnarlög töku gildi 2012 en hæfiákvæðin eru svo keimlík að mér finnst ritgerðin alveg jafngild þrátt fyrir það. ( Hægt að sjá ákvæðin hér. ) Ritgerðin er 112 síður og ég veit að fáir nenna að lesa svo langan texta. Hún er engu að síður mjög fróðleg og skrifuð á mannamáli. Því miður hefur óyfirlesna eintakið slæðst á vefinn svo einstaka ásláttarvillur eru í textanum. Er það miður. Ég tók mér það bessaleyfi að taka út nokkra kafla sem mér þykir eiga við. Um þetta sagði Ólafur (Jóhannesson)  einnig: ,,Nú sýnir reynslan, að dómgreind stjórnvalds er varlega treystandi, þegar það sjálft eða nánir vandamenn þess eru við mál riðnir og eiga hagsmuna a