miðvikudagur, september 24, 2008

mánudagur, september 22, 2008

Hugsið ykkur

..ef það hefði verið kynjajafnrétti í veröldinni undanfarin árhundruð.
Öll listaverkin sem konur fengu ekki að skapa.
Allar rannsóknirnar sem konur fengu ekki að sinna.
Allar uppgötvanirnar sem konur fengu ekki að gera.
Öll stjórnmálin sem konur fengu ekki að koma nálægt.

Heimurinn hlýtur að tapa miklu þegar helmingur hugarafls mannkynsins er algjörlega vannýttur.