Færslur

Sýnir færslur frá september 27, 2015

Leikur að tölum

Mynd
Í gærkvöldi benti fréttamiðillinn 641.is á ansi látlausa og lítt uppgefandi klásúlu í fundargerð sveitarstjórnar frá 1. okt. sl. Þar reynist leynast upphæð starfslokasamninga sem gerðir voru við þrjá kennara og tvo skólastjórnendur Þingeyjaskóla í vor. Samanlögð er upphæðin 30,5 milljónir. Núna væri auðvelt að deila þessari upphæð í 5 hluta en við vitum að henni er ekki skipt jafnt á milli. Ég fór þá leið að leggja saman mánuðina sem eru skv. mínum útreikningum 56   (6+8+12+12+18). Mér skilst að einn einstaklingur hafi verið í 70% starfi svo miðað við það er verið að borga 53.7 heila mánuði. (8x0,7=5,6) Ef við deilum svo 30,5 milljónum í 53,7 fáum við meðaltalið (rétt tæplega) 568 þús. per einstaklingur á mánuði brúttó. Þessu er að sjálfsögðu ekki skipt svona en ef við gefum okkur að kennararnir séu með 420 þús á mánuði til að vanætla ekki þá eru skólastjórnendurnir tveir með um 600 þús. á mánuði. Þetta eru svo sem engar óskaplegar tölur og eðlilegt að fólk fái bætur fyrir atvinnumis