föstudagur, maí 27, 2005
Ég er yfir mig hneyksluð. Fór út að borða með nemendaráðinu á Pizza Hut og þá var einn drengurinn að segja mér það að hann hefði sótt um í bakaríinu í hverfinu. En hann fékk neitun af því að Bakarameistarinn ræður ekki drengi til afgreiðslustarfa, einungis stúlkur. Þegar ég fer að hugsa um það þá get ég fullyrt með 99% vissu að það hefur aldrei afgreitt mig drengur í einu einasta bakaríi en alveg aragrúi stúlkna á aldrinum 14-18 ára. Svo slæðist ein og ein kona inn á milli. Þetta er náttúrulega ekkert nema kynjamisrétti og ég hef fullan hug á að kvarta undan þessu. Veit ekki alveg hvert ég á að leita. VR eða jafnréttisráð...?
fimmtudagur, maí 26, 2005
Það hafðist loksins að sækja um nýtt vegabréf. Var að komast á seinasta snúning með þetta og er stórum létt. Það kom ónefnd ljósmyndastofa í skólann fyrir ca. tveimur mánuðum síðan og tók myndir af öllum, nemendum, bekkjum og starfsfólki. Myndirnar eru ekki komnar. Ég pantaði að vísu ekki myndir en hélt ég gæti fengið þær núna þegar þetta vegabréfavesen kom upp á. Búin að hringja og senda email á tvö netföng en ekkert svar. Að vísu skilst mér að samband hafi verið haft við skólastjórnendur og myndirnar eigi að koma á föstudaginn. En mínar verða auðvitað ekki þar í því það er ekki hægt að panta eftir á greinilega. Svo ég fór bara niður á Hlemm og í Svipmyndir á svipstundu og fékk alveg ágætis mynd af mér. Er með opin augun og lít ekki út eins og drunk skunk. Það fellur undir afrek.
Ég er að verða svo örvæntingarfull í þessu megrunarmáli að mér datt í alvöru í hug að fara á Herbalife. Hætti nú samt snarlega við það og hef nú ákveðið að fara í Trimform í staðinn. Við skulum hafa það á hreinu að ég ætla ekki að hafa fyrir þessu!
Börnin ultu ekki ofurölvi út úr tímanum hjá mér en nú þekkja þau vínglösin og kunna að umhella og láta rauðvínið anda og svona. Kæla hvítvínið ekki rauðvínið. Ekki blanda kók í viskíið! Ég fór nú samt aðallega í almenna borðsiði og siðvenjur á veitingastöðum. Hnífapörin og sérvétturnar og svoleiðis dót. Var ekki bara að tala um vín:)
Bíð spennt eftir svari frá utanbæjarskólanum.
Ég er að verða svo örvæntingarfull í þessu megrunarmáli að mér datt í alvöru í hug að fara á Herbalife. Hætti nú samt snarlega við það og hef nú ákveðið að fara í Trimform í staðinn. Við skulum hafa það á hreinu að ég ætla ekki að hafa fyrir þessu!
Börnin ultu ekki ofurölvi út úr tímanum hjá mér en nú þekkja þau vínglösin og kunna að umhella og láta rauðvínið anda og svona. Kæla hvítvínið ekki rauðvínið. Ekki blanda kók í viskíið! Ég fór nú samt aðallega í almenna borðsiði og siðvenjur á veitingastöðum. Hnífapörin og sérvétturnar og svoleiðis dót. Var ekki bara að tala um vín:)
Bíð spennt eftir svari frá utanbæjarskólanum.
Þá er Titlaballið búið. Fullt af titlum í boði og verðlaun. Ég fékk m.a.s. titil. Besti kennarinn. Það held ég nú. Var í öðru sæti í fyrra og var svo heppin að sá sem var í fyrsta sæti þá tók sér ársfrí. Steingrímur sagði reyndar:
Orður og titlar, úrelt þing-
eins og dæmin sanna-
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikann.
Það má vera en ég get ekki neitað að mér finnst þetta ekkert leiðinlegt.
Fékk kreditkortareikninginn í dag. Það var ekki gaman. Ekki mjög skynsamlegt greinilega að kaupa sér utanlandsferð og fara til tannlæknisins í sama mánuði.
Ég er tilbúin með kennsluefni morgundagsins. Ætla að kenna Etiquette.
Orður og titlar, úrelt þing-
eins og dæmin sanna-
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikann.
Það má vera en ég get ekki neitað að mér finnst þetta ekkert leiðinlegt.
Fékk kreditkortareikninginn í dag. Það var ekki gaman. Ekki mjög skynsamlegt greinilega að kaupa sér utanlandsferð og fara til tannlæknisins í sama mánuði.
Ég er tilbúin með kennsluefni morgundagsins. Ætla að kenna Etiquette.
miðvikudagur, maí 25, 2005
þriðjudagur, maí 24, 2005
Það er merkilegt hvernig vaninn og utanbókarlærdómurinn fer með mann. Nú hef ég aðallega kennt islensku og ensku og hef talað um það við nemendur að enskan sé ekki skrifuð eins og hún er borin fram. Hins vegar hefur mér alltaf fundist íslenskan vera þannig. Í dag kom ég aðeins að því að kenna lestur og það er bara miklu meira en að segja það að læra að lesa. Fyrst fórum við í gegnum hvað stafirnir hétu og hvað þeir segðu. Það var alveg á kristaltæru svo þá var byrjað að lesa. Setningin: ,,Hvað varstu að segja?" hljómar nógu einföld en fyrir barn sem er að læra að lesa þá er hún dálítið snúin. Hún er nefnilega borin fram : ,,Kvað vastu að seija?" Og það eru fleiri orð sem eru til vandræða. Er búin að öðlast aðeins meiri skilning á lestrarörðugleikum.
Gö-vöð! Sat bara í makindum hjá mútter að glápa á Survivor og CSI og þá er klukkan bara að verða tólf! Hvað á þetta að þýða? Þessi tvöfaldi Suvivor þáttur ruglar tímaskynið hjá manni. Gott að Tom skyldi vinna btw. fyrst Steph var dottin út. Samstöðuleysið hjá kvenfólkinu fer samt í taugarnar á mér.
Ferilskráin er tilbúin með dyggri aðstoð. Það er samt ekki sniðugt að hafa tvö controlfrík við eina tölvu þótt það hafi sloppið í þetta skiptið. Þá er ekkert eftir en að senda umsóknina og krossleggja fingur. Er sennilega búin að eignast hvolp:)
Ferilskráin er tilbúin með dyggri aðstoð. Það er samt ekki sniðugt að hafa tvö controlfrík við eina tölvu þótt það hafi sloppið í þetta skiptið. Þá er ekkert eftir en að senda umsóknina og krossleggja fingur. Er sennilega búin að eignast hvolp:)
mánudagur, maí 23, 2005
sunnudagur, maí 22, 2005
I was on fire last night. Ég beygði mig yfir kerti og kveikti í hárinu á mér. Ekki nógu mikið samt til að leysa dilemmuna sem ég er í um hvort ég eigi að klippa mig stutt eður ei. To cut or not to cut. Mikið svakalega er vond lykt af brenndu hári annars.
Úrslitin í Júró voru svo sem allt í lagi. Mér hafði einhvern veginn tekist að heyra ekki gríska lagið fyrr en í verðlaunaflutningnum en það er svo sem bara allt í lagi. Ég er ánægð með hvað rokkið er að læða sér inn í kepnnina en keppendur mega ekki verða mikið fáklæddari en orðið er. Hálf asnalegt að banna Júróvissíonn innan 18. Fer þessi nektar- og klámvæðingarbóla ekkert að springa bráðlega? Þetta hlýtur að vera að ná hámarki.
Af því að ég er að lesa um siðferðisboðskap í Disney þá er ég dró ég fram Beauty and the Beast.
-Lafou, I have been thinkin.
-A dangerous passtime
-I know.
Dásamleg alveg.
Úrslitin í Júró voru svo sem allt í lagi. Mér hafði einhvern veginn tekist að heyra ekki gríska lagið fyrr en í verðlaunaflutningnum en það er svo sem bara allt í lagi. Ég er ánægð með hvað rokkið er að læða sér inn í kepnnina en keppendur mega ekki verða mikið fáklæddari en orðið er. Hálf asnalegt að banna Júróvissíonn innan 18. Fer þessi nektar- og klámvæðingarbóla ekkert að springa bráðlega? Þetta hlýtur að vera að ná hámarki.
Af því að ég er að lesa um siðferðisboðskap í Disney þá er ég dró ég fram Beauty and the Beast.
-Lafou, I have been thinkin.
-A dangerous passtime
-I know.
Dásamleg alveg.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...