Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 18, 2007

Hið daglega líf

Það hefur lítið verið bloggað undanfarið og svo sem engu um að kenna nema almennri leti. Ég er byrjuð að vinna og demdi mér strax í árshátíðarvinnu og hafði gaman af. Það er afskaplega gaman að heyra fullan sal af fólki hlæja að bröndurunum sínum:) Núna er ég að reyna að þrífa (þess vegna sem ég er að blogga) af því að á morgun verður pottakynning hjá mér. Jájá, við sambýlisfólkið (lögskráð) keyptum ægilega dýra og fína potta nýverið og pottakynning fylgdi sem skilyrði með kaupaukanum. Ég er að verða svo mikil kerling það er ekki einu sinni fyndið:) Í gær fór Kvenfélagið í laufabrauð og ég með. Skar út eins og ég ætti lífið að leysa. Það var fullt af konum, spiluð jólalög og lítil börn að leik. Jólin verða greinilega erfið. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.