Það hefur lítið verið bloggað undanfarið og svo sem engu um að kenna nema almennri leti. Ég er byrjuð að vinna og demdi mér strax í árshátíðarvinnu og hafði gaman af. Það er afskaplega gaman að heyra fullan sal af fólki hlæja að bröndurunum sínum:)
Núna er ég að reyna að þrífa (þess vegna sem ég er að blogga) af því að á morgun verður pottakynning hjá mér. Jájá, við sambýlisfólkið (lögskráð) keyptum ægilega dýra og fína potta nýverið og pottakynning fylgdi sem skilyrði með kaupaukanum. Ég er að verða svo mikil kerling það er ekki einu sinni fyndið:)
Í gær fór Kvenfélagið í laufabrauð og ég með. Skar út eins og ég ætti lífið að leysa. Það var fullt af konum, spiluð jólalög og lítil börn að leik. Jólin verða greinilega erfið.
Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.
föstudagur, nóvember 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...