laugardagur, júní 04, 2005

Þá er óvissuferð starfsmannafélagsins um suðurlandsundirlendið lokið og slapp ég tiltölulega heilu höldnu í gegnum hana. Datt að vísu af hestbaki í fyrsta skipti á ævinni en það var ósköp pent og nett fall og hjálmurinn tók höggið. Hins vegar er stoltið ákaflega sært svo ég er að íhuga multimilljónkróna lögsókn á hendur hestaleigunni vegna andlegs álags.Það er náttúrulega algjörlega henni að kenna að girða hnakkinn ekki betur þótt ég hafi fundið það áður en lagt var af stað og farið svo í kappreið. Algjörlega þeim að kenna. Algjörlega!
Jæja, best að koma sér í vinnuna og klára yfirferð og einkunnagjöf.

föstudagur, júní 03, 2005

Nú eru prófin búin og við bara að eyða tímanum í eitthvað. 10. skellti sér því í menningarferð í miðbæinn og skoðaði hina ýmsustu staði. Mig vantaði brjóstahaldara og notaði tækifærið og fór í Lífstykkjabúðina. Það vildi nú enginn koma með mér þangað en atburðurinn þótti nógu merkilegur til að festa á filmu (eh, disk eða digital eða eh...)

Mér fannst rosa gaman í bænum og hefði helst viljað vera lengur. Æðislegt veður og bara lovely.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Það saxast á prófin. Það verður að vísu mega djammdagur á morgun svo það verður varla mikið úr vinnu. Ég hef hins vegar fengið góðfúslegt leyfi til að mæta um helgina og mun nýta mér það. Þetta er að verða búið svo mig munar ekkert um það.
Það er búið að hafa samband við meðmælendur frá umsóknarskólanum. Ég túlka það auðvitað sem svo að þetta sé allt í farvegi. Trúi því staðfastlega að bændur landsins bíði prúðbúnir eftir mér við þjóðveginn með blómvendi. Eina ástæðan fyrir því að ég vil fara út á land:) Ekki alveg, ég er dreifbýlistútta inn við beinið. Þetta kemur allt í ljós. (Krossa fingur.)

You scored as Cultural Creative. Cultural Creatives are probably the newest group to enter this realm. You are a modern thinker who tends to shy away from organized religion but still feels as if there is something greater than ourselves. You are very spiritual, even if you are not religious. Life has a meaning outside of the rational.

Cultural Creative

81%

Existentialist

69%

Postmodernist

50%

Idealist

44%

Modernist

38%

Materialist

38%

Romanticist

31%

Fundamentalist

25%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

Nelson De La Nuez

þriðjudagur, maí 31, 2005

To fear love is to fear life, and those who fear life are already three parts dead.
Bertrand Russell
Ég hef lúmskt gaman af Allt í Drasli þáttunum. Kannski aðallega að vita að það séu fleiri en ég sem standa sig ekki í Lilla Hausfrau-actinu. Hins vegar var ég að frétta það að þetta er hálfpartinn sviðsett. Fólkið má ekki taka til í hálfan mánuð áður en þau koma. Ef eitthvað dettur þá á það bara að liggja. Mér hefur dottið í hug að kalla þau til en mér finnst maður fá lítið í staðinn fyrir það að láta gera sig að fífli fyrir alþjóð. Þetta er bara þrif og tiltekt sem maður fær. Það eru engin húsgögn eða endurbætur inni í dílnum eins og í Queer eye for the straight guy.

PS.
I hate housework. You make the beds, you wash the dishes and six months later you have to start all over again.
Joan Rivers
Did you know that those who appear to be very strong in heart, are real
weak and most susceptible?

Did you know that those who spend their time protecting others are the ones that really need someone to protect them?

Did you know that the three most difficult things to say are:

I love you, Sorry and help me


Did you know that those who dress in red are more confident in themselves?


Did you know that those who dress in yellow are those that enjoy their
beauty?


Did you know that those who dress in black, are those who want to be
unnoticed and need your help and understanding?


Did you know that when you help someone, the help is returned in two folds?


Did you know that it's easier to say what you feel in writing than saying
it to someone in the face? But did you know that it has more value when you
say it to their face?


Did you know that if you ask for something in faith, your wishes are
granted?


Did you know that you can make your dreams come true, like falling in love,
becoming rich, staying healthy, if you ask for it by faith, and if you
really knew, you'd be surprised by what you could do.

mánudagur, maí 30, 2005

Smá nöldur.
Survivor er alltaf í hitabeltinu. Af hverju demba þeir ekki einum hóp á Grænland eða í kulda einhvers staðar og sjá hvernig hann spjarar sig?
Eins og mér finnst gaman að kenna þá finnst mér ferlega leiðinlegt að fara yfir próf. Að vera bundin við skrifborð er bara leiðinlegt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju skólinn þarf að vera svona lengi. þetta fer í taugarnar á öllum. Svo hver vildi þetta?
Ég vil að utanbæjarskólinn fari að svara af eða á um umsóknina mína. Veit ekki hvernig ég á að undirbúa næsta vetur. Ég ætlaði að gera breytingar en get varla hent breytingum í hausinn á einhverjum öðrum.


My feeling exactly.

sunnudagur, maí 29, 2005





You Belong in 1971



1971





If you scored...

1950 - 1959: You're fun loving, romantic, and more than a little innocent. See you at the drive in!

1960 - 1969: You are a free spirit with a huge heart. Love, peace, and happiness rule - oh, and drugs too.

1970 - 1979: Bold and brash, you take life by the horns. Whether you're partying or protesting, you give it your all!

1980 - 1989: Wild, over the top, and just a little bit cheesy. You're colorful at night - and successful during the day.

1990 - 1999: With you anything goes! You're grunge one day, ghetto fabulous the next. It's all good!


Shut up
Just shut up shut up.
Shut up
Just shut up, shut up
Shut up
Just shut up, shut up
Shut it up, just shut up, shut up.
Shut up
Just shut up, shut up.
Shut up
Just shut up, shut up.
Shut up
Just shut up, shut up.
Shut it up, just shut up, shut up.
Black Eyed Peas

Ég gæti öskrað.
Loksins komst það á hreint að það á að stytta framhaldsskólann. Langar að benda á smá pistil sem ég skrifaði á kennaraspjallið fyrir talsvert löngu síðan. Er reyndar um ýmislegt en m.a. þessa styttingu. Þorgerður sagði í fréttunum að þetta hafi staðið til í lengri tíma. Já, af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Nobody else wants this. Ein af röksemdafærslunum er sú að það er verið að samræma okkur við önnur lönd. Ég sat málfund hjá Vinstri-Grænum þar sem ýmislegt kom fram. Samkvæmt fólki sem hefur stundað háskólanám í öðrum löndum og þekkir til, eins og t.d. í Bandaríkjunum, þá þarf fólk að byrja á undirbúningsári. Nema Íslendingar, þeir koma svo vel menntaðir upp úr framhaldsskólanum.
Nú þegar gengur frekar illa að fá réttindakennara til starfa í framhaldsskólum úti á landi (sjá t.d. umræðuna um Menntaskólann á Ísafirði) af því að það er ekki hægt að bjóða fólki fullar stöður. Stöðugildin rýrna í kjölfarið á styttingunni og enn erfiðara verður að fá réttindakennara út á land.
Það á að þrýsta meira námi niður í grunnskólanna sem er auðvitað bóklegt nám svo verk-og listgreinum verður ýtt enn lengra út í horn. Það er náttúrulega rosa sanngjarnt gagnvart þeim nemendum sem eru ekki mjög sterkir á bóknámssviðinu, þá er hægt að útiloka algjörlega að þeir njóti sín einhvers staðar. það vill nefnilega dálítið gleymast að grunnskólinn hýsir alla, ekki bara þá sem eru sterkir bóknámslega og fara í framhaldsskóla. Samkvæmt Fræðslumiðstöð á að miða að einstsaklingsmiðuðu námi og koma til móts við alla. Hvernig það samrýmist enn meiri áherslu á bóknámsgreinar er svo auðvitað allt önnur saga. Svona álíka gáfulegt og öll þessu samræmdu próf sem er verið að troða alls staðar.
Ég er sammála Elnu Katrínu um það að mörkin mega vera meira fljótandi. Börn mættu koma upp í grunnskólana 5 ára eða jafnvel bíða þar til þau yrðu 7. Fólk mætti taka samræmdu prófin í 9. bekk eða jafnvel vera árinu lengur. Það eru nefnilega fullt af nemendum sem fara ekki í framhaldsskóla af hinum ýmsu ástæðum. Þá mætti auka veg verkgreina í grunnskólum og jafnvel búa svo um hnúta að nemendur gætu fengið það metið í iðnnámi og lokið sveinsprófi á tveimur árum. Þá mætti alveg endurskoða kröfurnar í ýmsum greinum. Ég á t.d. kunningja sem er mjög flinkur bifvélavirki en getur ekki klárað prófið af því að hann er með enskufötlun. Það má alveg endurskoða menntakerfið og lagfæra það en ég held að flatur niðurskurður á framhaldsskólum sé ekki það besta fyrir ungmenni landsins.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...