Jemundur eini hvað það er auðvelt að plata gömlu frænku. Litla skvísa og vinkona komu hlaupandi á síðustu stundu af því þær voru sko að fara í bíó og báðar mömmurnar voru búnar að leyfa það sko, en hvorug mamman var heima sko, þannig að þær voru eiginlega að missa af myndinni. Svo Ásta idijót drífur sig auðvitað af stað og keyrir skvísurnar í bíó. Suckeeeeerrrr.....
Neeii, þetta var allt í lagi. Ég ýki aðeins:)
laugardagur, október 09, 2004
Ég var andvaka í nótt og skildi bara ekkert í því. Alveg þangað til að ég var að laga mér kaffi núna áðan að mér datt í hug að þetta gæti staðið í einhverju sambandi við kaffibollana 15 sem ég drakk í gærkvöldi. O, jæja, ég las bara reyfarann minn. Það er ekki eins og það skipti einhverju máli á hvaða tíma sólarhringsins ég vaki eða sef.
föstudagur, október 08, 2004
Deilan er í hnút og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn endist ekki endalaust og hvað er þá til ráða? Ég neyðist væntanlega til að fá mér vinnu. Þar sem ég hef tilhneigingu til að brenna brýrnar að baki mér þá verð ég væntanlega að reyna eitthvað nýtt. Einu sinni var mikið auglýst eftir ráðskonum í sveit, ætli að það sé alveg hætt? Ég gæti alveg hugsað mér að verða sveitamaddama og slár tvær flugur í einu höggi. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að krækja í bóndann.
reyndar bý ég svo vel að hafa unnið í sumar fyrir bárujárni sem reyndist síðan skemmtilega ódýrara en ég hélt það yrði svo ég ligg enn á smá sumarhýru. Ég er líka ógift og barnlaus og 90. þús duga til að halda mér uppi. Þ.e.a.s.ef ég geri ekkert annað en að halda mér á lífi. Mér finnst reyndar undarlegt að ég borga í verkalýðsfélagið af launinum mínum sem er tekinn skattur af og svo þarf ég að borga staðgreiðslu af verkfallsbótunum. Er þetta ekki tvísköttun? Og ná þessar bætur skattleysismörkum. Mér finnst þetta eitthvað undarlegt.
reyndar bý ég svo vel að hafa unnið í sumar fyrir bárujárni sem reyndist síðan skemmtilega ódýrara en ég hélt það yrði svo ég ligg enn á smá sumarhýru. Ég er líka ógift og barnlaus og 90. þús duga til að halda mér uppi. Þ.e.a.s.ef ég geri ekkert annað en að halda mér á lífi. Mér finnst reyndar undarlegt að ég borga í verkalýðsfélagið af launinum mínum sem er tekinn skattur af og svo þarf ég að borga staðgreiðslu af verkfallsbótunum. Er þetta ekki tvísköttun? Og ná þessar bætur skattleysismörkum. Mér finnst þetta eitthvað undarlegt.
America's next top model er mallandi hérna undir á meðan ég leik mér í tölvunni. Kíkti aðeins og sá einhvern homma að segja stelpunum til. Í síðustu syrpu var eitthvert hommafrík að kenna þeim að ganga á catwalkinu. Það er ekki skrýtið að það sé erfitt að vera kvenleg nú til dags þegar viðmiðið er karlmaður!
ps. Ég er ekkert á móti hommum. Ég er bara á móti óraunhæfum kröfum til kvenna.
ps. Ég er ekkert á móti hommum. Ég er bara á móti óraunhæfum kröfum til kvenna.
fimmtudagur, október 07, 2004
Ég er að reyna að láta þrifnaðaræði renna mér í brjóst en það er ekki að ganga. Svo ég bjó bara til myndasíðu í staðinn. Það skal viðurkennt strax að þetta eru allt stolnar myndir frá myndasíðum nemenda minna. Ég hef ekki efni á digital myndavél en um leið og ég hef það þá munu hrynja inn kattamyndir. (Dæmigerð piparjúnka, sko.) Nema náttla ég finni skanner einhvers staðar.
Oj bara, ég er að hlusta á eitthvað ótrúlega upp-prumpað og menningarlegt í sjónvarpinu. Mósaík held ég að þetta sé. Gvöð hvað þetta lið er ofboðslegt aristide! Gubb.
Ég sagði nefnilega upp Stöð 2. Sá ekki tilganginn með að borga offjár fyrir svona background noise.
Hins vegar er ég að leita að fleiri bloggurum. Búin að bæta við kisuvini, af því að hún er kisuvinur, goes without saying. Var búin að finna einhverja fleiri um daginn en tókst að týna þeim aftur. Auglýsi enn og aftur eftir fleiri grunnskólakennurum.
Ég sagði nefnilega upp Stöð 2. Sá ekki tilganginn með að borga offjár fyrir svona background noise.
Hins vegar er ég að leita að fleiri bloggurum. Búin að bæta við kisuvini, af því að hún er kisuvinur, goes without saying. Var búin að finna einhverja fleiri um daginn en tókst að týna þeim aftur. Auglýsi enn og aftur eftir fleiri grunnskólakennurum.
miðvikudagur, október 06, 2004
Fór með fína bílinn minn, Ford Orion '87, í skoðun. Hann flaug ekki í gegnum skoðun mér til mikillar furðu, nánast nýr úr kassanum. Hann hefur stundum tilhneigingu til að drepa á sér hist og her og þurfti akkúrat að vera þannig í morgun svo ég var búin að keyra stóran hring til að hita hann upp og gefa vel í á öllum ljósum. Svo talaði skoðunarmaðurinn um að það væri mikil bensínlykt af honum. Ég kom auðvitað alveg af fjöllum. En það er svona ýmislegt sem þarf að ditta að. Þarf að íhuga hvort það borgi sig eður ei.
Af því að ég er í verkfalli (ef það hefur farið fram hjá einhverjum) þá er ég að sinna ýmsum praktískum málum eins og í morgun. Hef verið að sinna hlutum sem lúta að húsinu enda gjaldkeri stigagangsins. Átti merkilegt samtal um daginn við mann sem skuldar. Nei, honum kemur það bara ekkert við að það séu útistandandi reikningar á hans nafni. Hverjum kemur það þá við, ég bara spyr. Þetta er ekki mitt vandamál heldur hans og hans að leysa það. Það eina sem kemur mér við er að mæta til lögfræðingsins og skrifa undir að ég vilji að þetta fari innheimtu. Sem ég mun að sjálfsögðu gera.
Af því að ég er í verkfalli (ef það hefur farið fram hjá einhverjum) þá er ég að sinna ýmsum praktískum málum eins og í morgun. Hef verið að sinna hlutum sem lúta að húsinu enda gjaldkeri stigagangsins. Átti merkilegt samtal um daginn við mann sem skuldar. Nei, honum kemur það bara ekkert við að það séu útistandandi reikningar á hans nafni. Hverjum kemur það þá við, ég bara spyr. Þetta er ekki mitt vandamál heldur hans og hans að leysa það. Það eina sem kemur mér við er að mæta til lögfræðingsins og skrifa undir að ég vilji að þetta fari innheimtu. Sem ég mun að sjálfsögðu gera.
þriðjudagur, október 05, 2004
Ætti ég að vera statisti í bíómynd? Vantar víst aukaleikara í umferðaslys. Kannski verð ég uppgötvuð, og svo fræg og rík með eindæmum. Af hverju ekki að daðra aðeins við kvikmyndastjörnudrauminn, ég er búin að daðra við poppstjörnudrauminn. Við kennararnir vorum með þvílíkt atriði á síðustu árshátíð að ég er bara yfir mig bit að við skyldum ekki komast á vinsældalista.
Ég er farin að rifja upp gamlar minningar. Þetta endar með því að ég skrifa ævisöguna hérna. Er ekki að finna mig í því að þrífa og taka til. Mér skilst að heimili grunnskólakennara landsins ilmi nú og glansi af skúripúlver og fínheitum.
Ég er farin að rifja upp gamlar minningar. Þetta endar með því að ég skrifa ævisöguna hérna. Er ekki að finna mig í því að þrífa og taka til. Mér skilst að heimili grunnskólakennara landsins ilmi nú og glansi af skúripúlver og fínheitum.
mánudagur, október 04, 2004
Intervention er þekkt fyrirbæri úr fíknarheiminum þegar einhverjir nánir ganga á fíkilinn og reyna að leiða honum fyrir sjónir vandann. Litla systir mín sá sig tilnúna til að grípa til slíkra örþrifaráða í gær þegar við vorum að koma úr sjoppunni.
Litla systir: Hérna, finnst okkur þetta ekkert vera farið að ganga út í öfgar?
Ég: Ja... Jú, það hefur reyndar hvarflað að mér.
,,Dópið" mikla er Extra sweet fruit sem ég er búin að tyggja af miklum móð síðan að ég uppgötvaði það í sumar.
Litla systir: Hérna, finnst okkur þetta ekkert vera farið að ganga út í öfgar?
Ég: Ja... Jú, það hefur reyndar hvarflað að mér.
,,Dópið" mikla er Extra sweet fruit sem ég er búin að tyggja af miklum móð síðan að ég uppgötvaði það í sumar.
sunnudagur, október 03, 2004
Ég er með algjört Egó æði í dag. Búin að brenna disk með lögunum sem voru spiluð í gær. Gleymdi samt Rækju-reggíinu! Ég á auðvitað allt sem goðið hefur gefið út. Fyrir utan örfáar smáskífur. Þau lög eru á safndiskum. Mér finnst goðið vera með æðislegt come-back. Mér fannst vera orðinn dálítið gamall en hann afsannaði það í gær. Og btw. það er tvennt ólíkt að vera gamall og gamall. Ég er ennþá í losti yfir ástandinu á George Michael. Verð að taka það fram núna að ég er rokkari inn við beinið, Michaelinn tilheyrir bara unglingsárunum svo sterkum böndum.
Talandi um það. Í sumar þegar vesenisdagarnir voru í skólanum þá var verið að grilla úti og litla fólkið úr barnadeildinni var á vafri í unglingadeildinni. Þá stillti einn lítill sér fyrir framan mig og sagði aðdáunarrómi: ,,Þú ert rokkari!" Ég var þvílíkt ánægð.
Heyrist á öllu að fólk sé farið að tala saman í Karphúsinu. Það er hið besta mál. Það verður samt greinilega ekki vinna á morgun svo ég er búin að draga vídeóspólur í hús. Ekkert dónalegt, bara Star Wars.
Talandi um það. Í sumar þegar vesenisdagarnir voru í skólanum þá var verið að grilla úti og litla fólkið úr barnadeildinni var á vafri í unglingadeildinni. Þá stillti einn lítill sér fyrir framan mig og sagði aðdáunarrómi: ,,Þú ert rokkari!" Ég var þvílíkt ánægð.
Heyrist á öllu að fólk sé farið að tala saman í Karphúsinu. Það er hið besta mál. Það verður samt greinilega ekki vinna á morgun svo ég er búin að draga vídeóspólur í hús. Ekkert dónalegt, bara Star Wars.
Var á Egó tónleikunum. Þeir voru æðislegir. Bubbi er langbestur. Bubbi rúlar!
Get ekki beðið eftir myndinni.
Get ekki beðið eftir myndinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...