Ég hef bloggað, mismikið, frá 2002. Ég tók ekki þátt í fyrstu bylgjunni en fljótlega eftir það. Á sínum tíma þótti þetta fyrirbæri, blogg, mjög skrítið, jafnvel hættulegt. Allir gátu bloggað, allir gátu tjáð sig um allt og alla.
Rétt er að taka fram að blogg er myndað af orðinu web-log. Fyrst í stað voru þetta einhvers konar dagbækur, kannski ekki ósvipað og facebook er í dag. Pólitískt þenkjandi fólk byrjaði fljótlega að tjá sig um skoðanir sínar og halda sínum málstað fram.
Mjög fljótlega fóru bloggarar að setja sér ákveðnar siðareglur. Aðallega fólst í þeim að ekki mátti nafngreina fólk. Það að fólk væri kannski persónugreinanlegt ákveðnum hóp þótti í lagi. Ég hef reynt að halda mig við þá reglu. Tjáningarfrelsið þykir þó mikilvægast.
Enn þann dag í dag eru margir sem skilja ekki fyrirbærið blogg. Þótt blogg sé vissulega opinbert og flest öllum opið (sumum bloggum er hægt að aðgangsstýra) þá gilda ekki um það sömu reglur og um t.d. fréttasíður. Þetta er allt annar handleggur.
Ég skrifa allt öðruvísi á bloggið en þegar ég skrifa greinar ætlaðar blöðum eða fréttamiðlum. Ég leyfi mér, innan ákveðinna marka, að láta gamminn geisa á blogginu enda ætlast ég til að öllum sé það ljóst að hér gilda ekki sömu reglur né gerðar sömu kröfur og gerðar eru á stærri miðlum. Ég er langt í frá ein um þessa skoðun. Mig minnir (finn þó ekki) að Arngrímur Vídalín skrifaði grein á Knúsið þar sem hann misminnti um ákveðið ljóð. Fólk gerði athugasemdir og krafði hann um útskýringar. Hann svaraði því til að fólk ætti vinsamlegast að átta sig á að um blogg væri að ræða. Mér datt í hug á sínum tíma að blogga á Smugunni sálugu en ákvað að gera það ekki einmitt af því að ég vildi njóta frelsis litla einkabloggsins. Þá þarf ég væntanlega ekki að taka fram að mér þykir það ósköp klén fréttamennska að taka ,,fréttir" af bloggi og facebook. Sérstaklega í leyfisleysi.
Sjálf les ég blogg ýmsra. Ég er ekki sammála öllum og sumir fara beinlínis í taugarnar á mér. Ég bregst við slíku með því að hætta að lesa viðkomandi blogg. Að reyna að ala upp fullorðið fólk hvað þá að reyna að breyta skoðunum þess er eitthvað sem ég nenni ekki að standa í. Það má stunda tjáningarfrelsi sitt mér að meinlausu, ég les bara annað.
Fyrir þau sem vilja taka upp blogg þá get ég alveg mælt með Blogger, ég hef ekki séð ástæðu til að færa mig. Mörg eru hrifin af WordPress.
Ég hvet sem flest til að byrja bara að blogga.
Rétt er að taka fram að blogg er myndað af orðinu web-log. Fyrst í stað voru þetta einhvers konar dagbækur, kannski ekki ósvipað og facebook er í dag. Pólitískt þenkjandi fólk byrjaði fljótlega að tjá sig um skoðanir sínar og halda sínum málstað fram.
Mjög fljótlega fóru bloggarar að setja sér ákveðnar siðareglur. Aðallega fólst í þeim að ekki mátti nafngreina fólk. Það að fólk væri kannski persónugreinanlegt ákveðnum hóp þótti í lagi. Ég hef reynt að halda mig við þá reglu. Tjáningarfrelsið þykir þó mikilvægast.
Enn þann dag í dag eru margir sem skilja ekki fyrirbærið blogg. Þótt blogg sé vissulega opinbert og flest öllum opið (sumum bloggum er hægt að aðgangsstýra) þá gilda ekki um það sömu reglur og um t.d. fréttasíður. Þetta er allt annar handleggur.
Ég skrifa allt öðruvísi á bloggið en þegar ég skrifa greinar ætlaðar blöðum eða fréttamiðlum. Ég leyfi mér, innan ákveðinna marka, að láta gamminn geisa á blogginu enda ætlast ég til að öllum sé það ljóst að hér gilda ekki sömu reglur né gerðar sömu kröfur og gerðar eru á stærri miðlum. Ég er langt í frá ein um þessa skoðun. Mig minnir (finn þó ekki) að Arngrímur Vídalín skrifaði grein á Knúsið þar sem hann misminnti um ákveðið ljóð. Fólk gerði athugasemdir og krafði hann um útskýringar. Hann svaraði því til að fólk ætti vinsamlegast að átta sig á að um blogg væri að ræða. Mér datt í hug á sínum tíma að blogga á Smugunni sálugu en ákvað að gera það ekki einmitt af því að ég vildi njóta frelsis litla einkabloggsins. Þá þarf ég væntanlega ekki að taka fram að mér þykir það ósköp klén fréttamennska að taka ,,fréttir" af bloggi og facebook. Sérstaklega í leyfisleysi.
Sjálf les ég blogg ýmsra. Ég er ekki sammála öllum og sumir fara beinlínis í taugarnar á mér. Ég bregst við slíku með því að hætta að lesa viðkomandi blogg. Að reyna að ala upp fullorðið fólk hvað þá að reyna að breyta skoðunum þess er eitthvað sem ég nenni ekki að standa í. Það má stunda tjáningarfrelsi sitt mér að meinlausu, ég les bara annað.
Fyrir þau sem vilja taka upp blogg þá get ég alveg mælt með Blogger, ég hef ekki séð ástæðu til að færa mig. Mörg eru hrifin af WordPress.
Ég hvet sem flest til að byrja bara að blogga.