laugardagur, febrúar 25, 2006

Það er búíð að vera mikið um að vera i skólanum þar sem Þorrablót eða öllu heldur Góugleði krakkanna var haldið í gær. Krakkarnir í 8.-9. bekk voru með skemmtiatriði sem ég fékk aðeins að koma að þessu og fannst ósköp gaman. Ég kenni náttúrulega mest litið i skólanum svo aðkoma mín er frekar erfið. En öll atriði heppnuðust vel og það var mjög gaman. Foreldrar voru með eins og á árshátíðinni. Ég er nú ekki frá því að það sé þrælsniðugt að börn og foreldrar skemmti sér svona saman.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

sunnudagur, febrúar 19, 2006Fékk heimsókn um helgina. Stóra systir og dæturnar. Þær drógu mig í laugina sem er í alvega 50 metra fjarlægð. Fyrsta skipti sem ég fer í hana. Ég hef reyndar alltaf verið illa synd en stóra systir sýndi mér þetta og merkilegt nokk þá gat ég bara synt nokkrar ferðir! Svo fórum við til Húsavíkur og skoðuðum okkur um. Því verður ekki nietað að staðurinn er fallegur.

PS. Sylvía Nótt rúlar.