laugardagur, júlí 16, 2005
Þetta er Latur laugardagur í sinni tærustu mynd. En þar sem ég er búin að búa til To-do list sem inniheldur hluti sem ég verð að klára áður en ég sting af þá er ég að reyna að vera productive. Á eftir að skila inn tveimur reikningur fyrir húsaframkvæmdina miklu til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt. Glætan að ég finni þá. Damn.
föstudagur, júlí 15, 2005
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Nettur pirringur.
Var að fá tilboð í búslóðaflutingana. Nema hvað að tilboðið er í einhverju and.. Office viðhengi og ég er með makka. Ekki málið, fer bara til litlu systur og downloada þessu þar. Nei. Tölvan hennar er eina and.. tölvan á jarðríki sem neitar að opna Hotmail. Ég downloadaði tveimur öðrum vöfrum. ,,Nei, mér hennar hátign (a.k.a. and.. helv..tölvufjan...!!!!) þóknast allra náðsamlegast ekki að opna Hotmail." Punktur og basta. Það fer ekkert jafn svakalega á taugarnar á mér og tölvuvesen. Þetta er það alversta sem ég veit. Og mér er það fullkomlega ljóst að pirringurinn stafar af því að ég veit að það er ég sem er ekki að fatta eitthvað. Ég rauk heim í fússi og skipaði litlu systur að vera við tölvuna þegar ég forwardaði tilboðinu til hennar. Það er líka dálítið vesen af því að hún er með StarOffice en ekki bara venjulegt Office svo þetta gat mögulega kallað á smá fifferí sem hún hefur aldrei staðið í. En tölvan var svo elskuleg að opna viðhengið strax fyrir hana. Hjúkk itt.
Var líka að komast að því að Fræðslumiðstöð var að snuða mig um eingreiðsluna. Hún byrjaði á því að snuða mig um helminginn af mánaðarlaununum. Svo beið ég bara stillt eftir eingreiðslunni sem aldrei kom enda átti hún að fylgja laununum! Urrr!!!!
En af því að þetta er búin að vera soddan pirringsfærsla þá ætla ég að enda hana á dálitlu sætu.
Litla sæta kisustelpan mín sem má ekki koma með mér í Aðaldalinn. Kettir eru víst með græna augnbotna en fólk með rauða. Það er ástæðan fyrir rauðum augum á myndum. Myndaforritið mitt býður upp á að laga rauð augu en ekki svona skærgræn.
Var að fá tilboð í búslóðaflutingana. Nema hvað að tilboðið er í einhverju and.. Office viðhengi og ég er með makka. Ekki málið, fer bara til litlu systur og downloada þessu þar. Nei. Tölvan hennar er eina and.. tölvan á jarðríki sem neitar að opna Hotmail. Ég downloadaði tveimur öðrum vöfrum. ,,Nei, mér hennar hátign (a.k.a. and.. helv..tölvufjan...!!!!) þóknast allra náðsamlegast ekki að opna Hotmail." Punktur og basta. Það fer ekkert jafn svakalega á taugarnar á mér og tölvuvesen. Þetta er það alversta sem ég veit. Og mér er það fullkomlega ljóst að pirringurinn stafar af því að ég veit að það er ég sem er ekki að fatta eitthvað. Ég rauk heim í fússi og skipaði litlu systur að vera við tölvuna þegar ég forwardaði tilboðinu til hennar. Það er líka dálítið vesen af því að hún er með StarOffice en ekki bara venjulegt Office svo þetta gat mögulega kallað á smá fifferí sem hún hefur aldrei staðið í. En tölvan var svo elskuleg að opna viðhengið strax fyrir hana. Hjúkk itt.
Var líka að komast að því að Fræðslumiðstöð var að snuða mig um eingreiðsluna. Hún byrjaði á því að snuða mig um helminginn af mánaðarlaununum. Svo beið ég bara stillt eftir eingreiðslunni sem aldrei kom enda átti hún að fylgja laununum! Urrr!!!!
En af því að þetta er búin að vera soddan pirringsfærsla þá ætla ég að enda hana á dálitlu sætu.
Litla sæta kisustelpan mín sem má ekki koma með mér í Aðaldalinn. Kettir eru víst með græna augnbotna en fólk með rauða. Það er ástæðan fyrir rauðum augum á myndum. Myndaforritið mitt býður upp á að laga rauð augu en ekki svona skærgræn.
Ef ég væri vinnuveitandi þá hefði ég gefið starfsfólkinu mínu frí í dag. Ég vona að flestir vinnuveitendur hafi bara gert það.
Sjálf fór ég með fullan bílfarm í Sorpu áðan úr kompunni minni. Ég er að búa til pláss fyrir þá hluti sem ég tek ekki með mér norður og er nú þegar einn bókakassi kominn niður. Teljast flutningar þar með formlega hafnir.
Sjálf fór ég með fullan bílfarm í Sorpu áðan úr kompunni minni. Ég er að búa til pláss fyrir þá hluti sem ég tek ekki með mér norður og er nú þegar einn bókakassi kominn niður. Teljast flutningar þar með formlega hafnir.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Það rifjast upp fyrir mér svona annað slagið að ég er að fara að flytja út á land í næsta mánuði. Hringdi núna áðan til að afla mér tilboða í búslóðaflutninginn. Þegar var spurt hvað þetta væri mikið gaf máladeildarmanneskjan upp þetta mjög nákvæma svar: ,,Þetta eru engin ægileg ósköp en slatti samt." Er þetta ekki skýrt og greinargott svar? Það held ég nú.
Hins vegar fékk ég einn til slumpa og það er dýrt að flytja út á land! Ái!
Hins vegar fékk ég einn til slumpa og það er dýrt að flytja út á land! Ái!
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Ég er í sumarfríi svo ég brá mér í heimsókn í morgunsárið og horfði á Oprhu þáttinn á Stöð 2. Queen Latifah var í heimsókn og Oprah spyr hana, meira samt í framhjáhlaupi en það hafi verið eitthvert umræðuefni, hvað hún sé gömul. 35 ára svarar hún. Þá segir Oprah að það sé ekki fyrr en um 32 ára aldurinn sem konur fari að vera ánægðar með sig og líða vel og um 35 ára aldurinn séu þær orðnar verulega sáttar og svo verði það bara betra. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég fór alla vega að verða miklu sáttari við lífið og tilveruna og sjálfa mig þegar ég var 32 ára. Núna þegar ég er 35 er allt í himnalagi.
Mér leiðist þessi endalausa æskudýrkun. Fólk getur verið mjög myndarlegt fram eftir aldri og mér finnst asnalegt að miða ,,fegurð" og ,,gott útlit" við hrukkuleysi og ógránað hár. Það er ægilegt hrós ef einhver segir að maður sé ,,unglegur." Þetta er bara asnalegt. Sérstaklega vegna þess að unga fólkið sem hefur æskuna og allt þetta góða útlit og æðislegheit sem fylgja henni líður yfirleitt ekkert alltof vel inni í sér. Ég held að samfélagið sé svo heilaþvegið af æskudýrkun að maður heldur að ef fólk sé ungt þá hljóti því að líða vel og svo er hamrað á eldra fólkinu sem líður vel að því eigi að líða illa af því að það er komið með hrukku og grátt hár. Stupid.
Mér leiðist þessi endalausa æskudýrkun. Fólk getur verið mjög myndarlegt fram eftir aldri og mér finnst asnalegt að miða ,,fegurð" og ,,gott útlit" við hrukkuleysi og ógránað hár. Það er ægilegt hrós ef einhver segir að maður sé ,,unglegur." Þetta er bara asnalegt. Sérstaklega vegna þess að unga fólkið sem hefur æskuna og allt þetta góða útlit og æðislegheit sem fylgja henni líður yfirleitt ekkert alltof vel inni í sér. Ég held að samfélagið sé svo heilaþvegið af æskudýrkun að maður heldur að ef fólk sé ungt þá hljóti því að líða vel og svo er hamrað á eldra fólkinu sem líður vel að því eigi að líða illa af því að það er komið með hrukku og grátt hár. Stupid.
mánudagur, júlí 11, 2005
Talaði við heimilislækninn minn í dag sem er ekki í frásögur færandi. Nema hvað að ég verð alltaf eins og imbasíl þegar ég tala við hann. Var að velta fyrir mér hvernig stæði á þessu og kemst að eftirfarnadi niðurstöðu: Hann var heimilislæknirinn hans pabba og er búinn að vera heimilislæknirinn minn frá því að ég var krakki. Ég held að ég hrynji alltaf í 11 ára aldurinn þegar ég tala við hann. Svo ég fór að velta fyrir mér hvort þetta væri tilfellið gagnvart fólki sem hefur þekkt mann frá því að maður var krakki. Held samt að þetta eigi ekki við gagnvart fólki sem maður umgengst reglulega. Nánir vinir og ætiingjar eru ekki vandamál. Held frekar að þetta dúkki upp gagnvart fólki sem maður hittir minna. Eins og þegar maður fer á reunion og dettur í far sem maður man ekkert eftir dags daglega.
Svo þurfti ég að fara og sækja lyfseðilinn minn (don't ask). Af því ég sótti hann sjálf þá þurfti ég að borga 700 krónur! Fyrst hélt afgreiðslustúlkan að ég væri að sækja fyrir einhvern annan og ætlaði ekkert að rukka. Ég fatta þetta ekki alveg, ef seðillinn er símsendur þá þarf ég ekkert að borga, ef ég sendi einhvern annan til að sækja hann fyrir mig þá þarf ekkert að borga en ef ég sæki hann sjálf þá þarf að borga! What!
Þegar ég ætlaði svo að sækja lyfin í apótekið þarna í Domus Medica þá var lokað tímabundið. Það hafði nefnilega verið framið rán. Úllala. Ég hef sko alveg örugglega verið næstum í hættu.
Svo þurfti ég að fara og sækja lyfseðilinn minn (don't ask). Af því ég sótti hann sjálf þá þurfti ég að borga 700 krónur! Fyrst hélt afgreiðslustúlkan að ég væri að sækja fyrir einhvern annan og ætlaði ekkert að rukka. Ég fatta þetta ekki alveg, ef seðillinn er símsendur þá þarf ég ekkert að borga, ef ég sendi einhvern annan til að sækja hann fyrir mig þá þarf ekkert að borga en ef ég sæki hann sjálf þá þarf að borga! What!
Þegar ég ætlaði svo að sækja lyfin í apótekið þarna í Domus Medica þá var lokað tímabundið. Það hafði nefnilega verið framið rán. Úllala. Ég hef sko alveg örugglega verið næstum í hættu.
sunnudagur, júlí 10, 2005
Sunnudagskvöld og allt meinhægt. Lítið í sjónvarpinu eins og venjulega. Dró bara upp Tribute tónleikana um Freddie Mercury og læt þá malla undir. Queen rúlar.
Gaman að heyra aðra syngja lögin en segir manni samt að Freddie var hörku söngvari. Það eru alls ekki allir sem ná að skila lögunum. Nema George Michael vinur minn, hann er miklu betri söngvari en margir vilja vera láta:)
Er að fatta að mér urðu á mistök að missa af Live 8 tónleikunum. Fullt af gömlum stjörnum sem komu fram. M.a.s. bönd sem ég hélt að væru búin að pakka saman. Eins og t.d. Pink Floyd og Guns'n'Roses*. Ég hafði kveikt á endursýningunni en svo fór ég til mæðgnanna og ég fæ ekki að ráða sjónvarpinu þar. Oh, well.
It's the terror of knowing
What this world is about
Watching some good friends
Screaming, let me out!...
*Update. Heyri það núna að útgáfa Elton John og Guns'n'Roses á Bohemian Rhapsody sem er merkt Live 8 á LimeWire er atriðið sem þeir tóku á Tribute tónleikunum. Er til of mikils mælst að fólk merki hlutina rétt í þessum steliforritum!
Gaman að heyra aðra syngja lögin en segir manni samt að Freddie var hörku söngvari. Það eru alls ekki allir sem ná að skila lögunum. Nema George Michael vinur minn, hann er miklu betri söngvari en margir vilja vera láta:)
Er að fatta að mér urðu á mistök að missa af Live 8 tónleikunum. Fullt af gömlum stjörnum sem komu fram. M.a.s. bönd sem ég hélt að væru búin að pakka saman. Eins og t.d. Pink Floyd og Guns'n'Roses*. Ég hafði kveikt á endursýningunni en svo fór ég til mæðgnanna og ég fæ ekki að ráða sjónvarpinu þar. Oh, well.
It's the terror of knowing
What this world is about
Watching some good friends
Screaming, let me out!...
*Update. Heyri það núna að útgáfa Elton John og Guns'n'Roses á Bohemian Rhapsody sem er merkt Live 8 á LimeWire er atriðið sem þeir tóku á Tribute tónleikunum. Er til of mikils mælst að fólk merki hlutina rétt í þessum steliforritum!
Af hverju er svona ógeðslega lélegt sjónvarp um helgar? Á maður að vera í sumarbústað eða á djamminu eða einhvers staðar sem mér er fyrirmunað að ímynda mér af því að það er sumar? Er sumar annars? Ég er ekki viss. Ef þú ert pipruð, prúð og pen þá ertu bara on your own með entertainment. Allt í lagi. Skjár 1 bauð að vísu upp á mynd með einu fullkomnasta eintaki af karlmanni sem búið hefur verið til.
Ohhh...
En svo fórum við bara á vídeóleiguna og náðum í Meet the Fockers. Ákveðinn aulahúmor en þegar maður var búinn að sætta sig við það þá var hún bara góð. Hló alla vega mikið.
Ohhh...
En svo fórum við bara á vídeóleiguna og náðum í Meet the Fockers. Ákveðinn aulahúmor en þegar maður var búinn að sætta sig við það þá var hún bara góð. Hló alla vega mikið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...