Færslur

Sýnir færslur frá janúar 2, 2005
Eftir að hafa langað til þess lengi lét ég það eftir mér að fara í BT í gær og kaupa sjónvarpið mitt , (löngu búin að finna það, sko) og leikstjóraútgáfuna af Hringadróttinssögu . (Skítt með skuldina við Fræðslumiðstöð, den tid, den sorg). Sjónvarpið mitt var því miður uppselt í búðinni en ný sending á lagernum svo ég gat fengið það daginn eftir. Þar sem ég þarf hjálp við að bera það vil ég fá það sent. Ungi maðurinn sem afgreiddi mig sagði þá að þar sem ég þyrfti að bíða þá fengi ég sendinguna ókeypis. Ókey, very nice. Svo fór hann með mér á kassann til að borga og þá sá hann ég ég hélt á löngu útgáfunni í stykkjatali og spurði hvort ég vildi ekki kassann. Ég hafði bara ekki fattað það og þá sagði hann að kassinn væri nákvæmlega sama útgáfan og sama settið bara í öskju og 2-3 þúsund kalli ódýrari. Svo fór hann og sótti fyrir mig kassa. Þetta finnst mér alveg klassaþjónusta og afsakplega kurteis og elskulegur ungur maður og BT til sóma.
Syfjuð og þreytt út í eitt.
Ég lenti í því óláni að leggja mig í dag. (Hey, come on! Ef Árni Nonsense getur lent í því óláni að stela almenningsfé og einhver hárgreiðslugaur getur lent í því að halda fram hjá þá hlýt ég líka að geta lent í hlutum!) Sem ég skil ekki alveg því ég svaf ekkert voða lítið í nótt. Svaf kannski ekki alveg nóg en ekkert of lítið. Getur verið að það sé einhver janúardeyfð yfir manni? Annars er ég eiturhress í vinnunni. Ég er sem sagt ánægð í vinnunni. Ég hef tekið þá ákvörðun (eins og ég hef áður sagt, I know, ég er kennari, við höfum tilhneigingu til að endurtaka okkur) að halda áfram að vinna og fara aðra rússíbanaferð. Sumsé að taka að mér nýjan bekk og sennilega fylgja honum í gegn. Það passar ágætlega að hætta þá, þá lendi ég ekki í næsta verkfalli. Svo gæti ég dottið niður á einhverja frábæra vinnu einhvers staðar. Það kemur bara í ljós.
Mér gengur eitthvað illa að rétta af sólarhringinn eftir hátíðirnar. Asnaðist auðvitað til þess að leggja mig í gær og geta svo ekki sofnað um kvöldið. Ég er búin að berjast við lúrinn í allan dag og hef verið sljó eftir því. En nú er kominn lögboðaður háttatími og verður ljúft að skríða upp í og spjalla aðeins við Jón Hreggviðsson.
Mynd
Snotra er búin að jafna sig að mestu. Þegar ég kom í heimsókn í dag þá límdi hún sig á andlitið á mér en þar vill hún helst vera. Þetta er auðvitað voða kósý nema af því að ég er með kattaofnæmi. Heldur vægt sem betur fer en þetta er stundum fullmikið af hinu góða. Greyið litla. Vinkona mín átti Snotru en svo fluttu þau og þá gat kötturinn ekki farið með. Snotra hafði hins vegar tekið þann pól í hæðina löngu áður að ég væri mamma hennar og lá utan í mér alltaf þegar ég kom í heimsókn. M.a.s. þegar hún var kettlingafull þá gaut hún við hliðina á mér í sófanum. Þannig að ég gat ekki hugsað mér að láta svæfa hana (finally somebody that loves me!) heldur tók hana að mér og lét taka úr sambandi og eyrnamerkja og ætlaði að gefa hana. Nóg er nú af köttunum í Reykjavík svo það vildi hana enginn, sem betur fer, því ég tímdi auðvitað ekkert að láta hana. En þar sem hún er útiköttur og gat ekki farið út hjá mér þá leiddist henni mikið. Auk þess var ég lítið heima sem bætti ekki úr skák. Þann
Mynd
Látið ekki sakleysislegt útlitið blekkja! Já, við fyrstu sýn virðist þetta ósköp eðlilegur köttur. En hún er það ekki! Ég var hringd út um tvöleytið í dag því að þessi vargur, þessi glæpaköttur hafði ráðist á litlu, sætu kisustelpuna mína þar sem hún svaf í sakleysi sínu. Þær voru í fangbrögðum þegar litla systir sleit þær í sundur! Og litla, sæta kisustelpan mín var öll útklóruð með, ég er gjörsamlega miður mín, bitsár á bringunni. Svo það var brunað upp á Dýraspítala þar sem hún var sprautuð með pensilínsprautu. Það er ekki nóg með að verða fyrir svona svívirðulegu launsátri heldur þurfti hún að fara í bíl! Og fá sprautu! Á meðan skraðræðisgripurinn var heima og hrósaði sigri og þóttist aldeilis hafa tekist að hrekja keppinautinn að heiman. Þegar við komum aftur heim og Snotra litla, fórnarlambið, faldi sig uppi í glugga og rétt gjóaði einu auga í genum rifu til að fylgjast með ofbeldisseggnum, þá lá Kolfinna í leyni fyrir Dúlla. Ég ætlaði að taka hana upp og ræða þessa hegðun
Hvað er eiginlega í gangi með þetta veður? Ég man ekki eftir svona endalausu ofsafrosti og brjálviðri lon og don. Þetta eyðileggur alveg fyrir mér göngutúrana. Viss um að þetta tengist gróðurhúsaáhrifum á einhvern hátt. Eða með öðrum orðum: Þetta er á einhvern hátt eyðileggingu manna að kenna. Þarf ekki að fara að vinna fyrr en á morgun mér til nokkurrar furðu. Ekki svo að skilja að ég sé neitt ósátt enda önnum kafin við að lesa Íslandsklukkuna. Skrambi er hann góður kallinn. Þessi kall er líka góður. Fékk hana í jólagjöf og glugga í hana við og við.
Já, ókey. Nýja lífið átti náttúrulega að byrja í gær en það er ómögulegt ap láta freistingarnar liggja út um allt og reyna tækla mann í lengri tíma svo ég ákvað að þær þyrftu að hverfa. Sem fyrst. Til þess að nýja lífinu yrði ekki stefnt í hættu á fyrstu og viðkvæmustu dögum þess. Svo Machintoshið er búið. Auk þess þá er nýjársdagur ekkert alvöru dagur. Það er svona liggja-uppi-í-sófa-og-horfa-á-vídeó dagur. Hérna einu sinni sýndi Stöð 2 alltaf Sound of Music á nýjársdag og fannst mér það mjög skemmtilegt. En hún hætti því svo ég horfði bara á fyrstu myndina í Lord of the Rings í staðinn. Náði samt ekki alveg að klára hana þar sem ég varð innlyksa hjá mútter (nei, það var sko ekkert partýstand og þynnka í gangi hjá mér. Bara góð (og aldurhnigin!) mömmustelpa) og hún heimtaði að fá að horfa á fréttir í sjónvarpinu sínu á sínu heimili. Frekjan alltaf hreint í þessari konu. Hins vegar varð ég alveg sannfærð um að ég bara yrði að fá mér breiðtjaldssjónvarp svo Lord of the Rings njóti sín