Færslur

Sýnir færslur frá desember 8, 2013

Formleg uppgjöf

Mynd
Fyrirvari: Þessi færsla byggir á upplifun minni og tilfinningum samfara henni. Eins og margoft áður hefur komið fram þá tók ég mig upp með rótum árið 2005 og flutti landshorna á milli. Þar inni spiluðu ýmsar ástæður, aðallega þær að mér fannst lífið vera í ákveðinni kyrrstöðu. Þetta kyrrstöðulíf var samt á margan hátt ágætt, ég var t.d. í skemmtilegri kennslu í Fellaskóla. Þegar ég ákvað að leita annað fékk ég mjög góð meðmæli frá skólastjórnendum þar. Á þessum tímapunkti voru ekki margar kennarastöður lausar á landsbyggðinni, mig minnir að auglýst hafi verið eftir kennara á Kirkjubæjarklaustri sem og í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Einhverra hluta vegna sótti ég um stöðuna í Aðaldal. Ég man ekki hvað olli því, þetta var e.k. happa-glappa val. Ég var ráðin og varð heimakennari í Árbót auk þess sem ég kenndi ensku á unglingastigi í Hafralækjarskóla. Hér segja allir allt við alla Fljótlega varð mér ljóst að það var undarlegt andrúmsloft í Hafralækjarskóla. Það höfðu verið leiðind