fimmtudagur, júlí 02, 2020

Þjóðremba?

Ég starfa sem íslenskukennari og kenni Snorra-Eddu. 
Nú, eins og gengur þá nota ég glæru-sjó og hef gaman að því að myndaskreyta þau. Þá nota ég auðvitað myndir af norrænu goðunum. (Stel mikið frá Peter Madsen.)


Nýverið pantaði ég svo stuttermaboli með myndum úr Eddunni, Fenrisúlfi, Hata og Skolla og víkingabardaga. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að það hvarflaði að mér að einhverjir gætu haldið að ég væri nýnasisti. Ég er feit miðaldra kerling úti í sveit. Lifi ósköp rólegu lífi. Ef eitthvað fer í pirrurnar á mér þá eru það frekir, hvítir karlar. Svo ég ákvað að engum gæti mögulega dottið svona vitleysa í hug.  Þar fyrir utan þá ákvað ég í þessu eintali sálar minnar við sjálfa mig, að þetta væri menningararfur sem við ættum öll rétt á. Ég ætlaði ekki að leyfa einhverjum löngu dauðum nasista-vitleysingum að stela frá mér myndskreytingu menningararfsins.

Í dag birtist auglýsing frá KSÍ. Já, ókey, ég skil gagnrýnina. En...
Við höldum úti landsliðum, ekki rétt? Aðrar þjóðir halda úti landsliðum. Við erum land að keppa við önnur lönd, þjóð við aðrar þjóðir. Þetta byggist á þjóðrembu, við sameinumst um að standa með "okkar" liði, gegn "hinum." 
Við sem búum hér erum öll Íslendingar hvernig sem við erum á litinn og hverju sem við trúum. 

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...