Færslur

Sýnir færslur frá október 9, 2005
Flensan hangir enn í mér og nú er ég komin með hin undarlegustu útbrot. Ég fer nú bara bráðum að láta leggja mig inn.
Mynd
You scored as Carrot Ironfounderson . You are Captain Carrot Ironfounderson of the City Watch in the greatest city on the Disc â Ankh-Morprok! A truly good natured, honest guy, who knows everyone, and is liked by all. Technically a dwarf, but only by adoption. Youâd rather not be reminded that you are the true heir to the throne, but that does explain why people naturally follow your orders⦠Carrot Ironfounderson 81% Lord Havelock Vetinari 81% Commander Samuel Vimes 63% The Librarian 63% Cohen The Barbarian 56% Esmerelda (Granny) Weatherwax 56% Death 50% Rincewind 44% Greebo 44% Gytha (Nanny) Ogg 31% Which Discworld Character are you like (with pics) created with QuizFarm.com Ég veit reyndar ekkert hvað þetta discworld er...
Fékk nasasjón af norðlenskum vetri í morgun. Það hefur að vísu verið snjór hérna siðastliðinn mánuð en núna er allt á kafi. Í morgun skóf eg bílinn að venju en gat ómögulega brotið klakann af rúðunum. Og hann fór ekki þessa 13 kílómetra sem eru að meðferðarheimilinu og allur hiti og blástur á fullu. Svo komst ég því þegar ég var að reyna að brjóta klakann að puttarnir á mér væru orðnir stífir af kulda. Það er miður október! Oh my God, hvernig verður þetta! Hér er bæði skafið og samdað (stundum) en ekki vegurinn að heimilinu auðvitað. Það var alveg með naumundum að ég sæi hann og auk þess skóf snjórinn botninn á Subarunum. Hann komst þetta alveg, audda. (Mig langar samt í nýja Pajeroinn.)
Mynd
Dekurdýrið Mútta heldur því fram að Snotra leggi Kolfinnu í einelti. Ég held hún sé bara alveg óvart í gangveginum.
Greip til örþrifaráða í gær, strauk úr vinnunni og fór til læknis. Strokið var framið í hinu íslenska kraftaverkatrausti að ég fengi bara pillur sem ,,redduð'essu." Því var nú ekki að heilsa. Var sett í rannsóknir því lækninum fannst flensan orðin ansi langvinn og vildi tryggja að ég væri ekki alvarlega veik. Niðurstaðan var sú að ég er ekki alvarlega veik og svo var ég send heim. Ókey, allt gott að vita að maður sé ekki fárveikur en... I'm still bloody sick! Að vísu, og ég viðurkenni þetta með semingi, þá er það sálfræðilega gott að vita að þetta sé bara pest. Ég var reyndar búin að komast að því þegar ég sá að bloggrúnturinn er að veikjast og var farin að halda að þetta væri tölvuvírus (ha, ha, I'm so funny) því pestin var ekki komin á Norð-Austurlandið. En hún er komin núna. Ég er búin að dreifa henni.
Dröslaðist í vinnu í dag og hafði það þokkalegt fram eftir degi. Hef að vísu enga matarlyst sem er 0ryggt sjúkdómseinkenni. Það er bara eitthvað sjúkt við það að langa ekki til að borða. Keyrði svo á 20 til Húsavíkur til að fjarfesta í kóka kóla sem ég hef eftir öruggum heimildum að sé gott í maga. Hér er sem sagt hvorki skafið sandað né saltað. Doesn't seem like it alla vega. Þegar ég kom heim réðst pestin á mig og ég hörfaði undan upp í rúm. Þetta er búin að vera mjööög langvinn pest og ef mér batnar ekki á morgun gríp eg til örþrifaráða. Eins og leita læknis eða eitthvað svoleiðis. Veit ekkert hvað er um að vera í þjóðfélaginu en sýnist a því litla sem ég hef séð að sápuóperan sé á fullri fart. Þá hef ég ekki misst af miklu.
Það sem er merkilegast við þetta Baugsmál allt saman er einmitt hvað ákæruvaldið vinnur málið illa. Jón Ásgeir kom inn á þetta á Stöð 2. ,,Hvað með þá sem hafa ekki bolmagn til að standa uppi í hárinu á þessu fólki?" Þessi málatilbúnaður minnti mig óþægilega mikið á Geirfinnsmálið á sínum tíma og hvernig það var unnið. Hversu ofboðslega er búið að brjóta á fólki hérna? Þessu skyldu: Það var hreinlega erfitt að sitja undir þessu viðtali í nýja þættinum.
Ég er lasin. Það er gjörsamlega glatað. Búið að líða ömurlega alla helgina. Hélt mér væri batnað í morgun og var á leiðinni út um dyrnar þegar morgunmaturinn ákvað að benda mér á að mér væri hreint ekki batnað. Need I say more? þetta er eina pestin sem ekki er hægt að harka af sér eða dópa niður. Og það að vera veikur kennari er það sama og þjást af samviskubiti. Yfirleitt þegar ég er veik (sem er nú betur fer ekki oft) þá skreiðist ég heim til mömmu og læt hana hugsa um mig. Get það ekki núna. I miss my mummy!
Mynd
Gott að hafa rétt til þess að segja já . Ef myndin er skoðuð sést hversu stórt svæði þetta er. Hins vegar á Aðaldalur ekki að sameinast Laugum þótt þær séu í sama dalnum. Aðaldalur og Reykjadalur er sami dalurinn en nei, þeir eiga ekki að sameinast. Þetta eru fífl, með tveimur bjeum.
Ég hlýt að vera lasin. Ég hef nánast enga matarlyst.