Ég vildi bara benda á að við í Þingeyjarsveit höfum ýmislegt til að gleðjast yfir. Það má vel vera að hvorki Bárðardalur né Útkinnarvegur séu malbikaðir og að löggan reyni að svipta okkur bílprófinu alveg villivekk á Skjálfandabrúnni. Það má ekki alltaf einblína á þetta neikvæða, það verður líka að gleðjast yfir því sem við fáum. Og við fengum þetta líka fína himpigimpi á t-gatnamótin við Tjörn. Ég held ég hafi bara aldrei séð svona fínt skilti né vel föndraða eyju.
Hátækni umferðar-öryggisgræja. |