Færslur

Sýnir færslur frá mars 19, 2017

Huglægt mat á hæfni - Baksleikjuviðbit

Mynd
Í vikunni var ég á fræðslufundi um stofnanasamninga . Hafi ég skilið rétt þá voru stofnanasamningar teknir upp fyrir u.þ.b. 20 árum þegar ríkið ákvað að reka stofnanir sínar eins og fyrirtæki. Með stofnanasamningum átti að færa meira vald til stjórnenda og gefa þeim tækifæri á að "verðlauna" duglega starfsmenn. Inni í stofnanasamningum eiga að vera hvatakerfi og starfsþróunaráætlanir. Vandinn við verðlaunakerfið er hið huglæga mat. Þess vegna kallaði Ögmundur Jónasson þetta "baksleikjuviðbit " á sínum tíma. Ég vil taka fram að ég er hlynntari stofnanasamningum eftir fræðsluna en áður enda var komið inn á vandann við huglægt mat á hæfni og hvernig hægt væri að bregðast við honum. Nú mætti halda að það væri frekar auðvelt að meta það hver er góður starfsmaður og hver er síðri. Það má vel vera ef matskvarðarnir eru til staðar.   Um þetta hefur vissulega verið deilt en í nýlegum dómi Hæstaréttar nr. 376/2016 segir: Þótt ákvörðun um þetta ráðist þannig að

Tilgangur lífsins. Eða: Hvar eru lyklarnir?

Mynd
Fyrir einhverju síðan heyrði ég viðtal í útvarpinu við einn af þessum spekingum og var verið að ræða um miðla og trúna á þá. Þessum spekingi fannst trúin á miðla alveg fáránleg og helstu rökin sem hann setti fram voru þau að ef látið fólk gæti haft samband við lifendur þá væri það ekki að koma einhverjum ómerkilegum upplýsingum eins og þeim hvar lyklarnir væru á framfæri. Það myndi upplýsa lifendur um eitthvað stórkostlegt eins og innstu rök tilverunnar. Afstaða mín gagnvart hinu yfirnáttúrulega er talsvart sú sama og gagnvart draugum; ég hef alls enga trú á að þeir séu til en ég mun aldrei fara í draugahúsið á Tjörnesi að næturlagi. En hvað sem því líður þá fór þetta í taugarnar á mér. Hverfum til baka nokkur þúsund ár. Því hefur verið haldið fram að það fólk sem sóttist alltaf eftir einhverju betra hafi verið fólkið sem lifði af. Eins og t.d. indóevrópumaðurinn á sínu ferðalagi frá Kákasus. Fólkið sem leitaði betri lífsskilyrða og lifði því af. Þess vegna sé þörfin ef