Færslur

Sýnir færslur frá júní 2, 2013

Óformleg gagnbókun við gagnbókun.

Á fundi sveitarstjórnar þann 16. maí síðastliðinn var tekin fyrir fundargerð Fræðslunefndar frá 6. maí. Í fundargerðinni kemur fram að að skólahald Þingeyjarskóla eigi að halda áfram með óbreyttum hætti og jafnframt er farið fram á kennsluafslátt fyrir alla kennara og skólastjórnendur svo þeir geti átt samráð um samstarf starfsstöðvanna. Mér lýst ekki nema mátulega á hvort tveggja og tek þetta upp á fundinum. Undarlegt nokk þá erum við meirihlutinn ósammála og endar umræðan á að lagðar eru fram bókanir. Ég set fram þessa bókun:                   „Ég harma ákvörðun Fræðslunefndar og sveitarstjórnar um áframhaldandi rekstur tveggja starfstöðva Þingeyjarskóla. Reynsla síðasta vetrar sýnir að   nemendur og foreldrar eru óánægðir með núverandi fyrirkomulag. Tel ég affarsælast að skólahald skólans fari fram á einum stað með hagsmuni nemenda   að leiðarljósi. Þá tel ég þessi vinnubrögð ekki til marks um ábyrga fjármálastefnu með sérstöku tilliti til síðasta ársreikni