Húsvíkingar eru sannfærðir um að þeir séu að fá álver. Þ.a.l. er ekki lagt í neitt annað og ekkert annað skoðað, eins og t.d. heilsuþjónusta í Heiðarbæ.
Sjálf sé ég fyrir mér Spa-City á Þeistareykjum þar sem ríkir og feitir Ameríkanar koma í afvötnun og megrun en sú hugmynd nýtur ekki almennrar hylli.
Þeir sem eru á móti álverinu hafa mjög hljótt um það. Það er farið með það eins og mannsmorð. Eða eins og maður sé að taka matinn af diskum barnanna. Þess vegna hefur fólk mjög hljótt um það. Nema ég, það vita allir að ég er á móti álverinu. En ég er auðvitað aðflutt, við erum ekki að tala um ættingja eða aldagamla vini.
Ég hef hins vegar ekki lagst í harða baráttu því ég er ekkert viss um að þetta álver komi hér yfir höfuð. Það sem styrkir mig í þeirri skoðun núna er samfylkingin sem slær í og úr.
Í kosningabaráttunni setti Samfylkingin fram Fagra Ísland. Margt hefur nú verið rætt og ritað um það og Samfylkingin túlkar Fagra Ísland út og suður. Hins vegar skrifaðu Össur undir viljayfirlýsingu fyrir luktum dyrum og nú vill hann að Gjástykki fari í umhverfismat. Gott og blessað, ekki mótmæli ég. Skoðanakannanir sýna líka að meirihluti þjóðarinnar vill ekki frekari virkjanir og álver eru virkilega að hrapa niður vinsældalistann. Samfó verður að hugsa um fylgið. Hún verður líka að hugsa um grænu prósentin sem hún laðaði til sín frá Vinstri-Grænum í síðustu kosningum. Svo mér sýnist á öllu að Samfylkingin sé að reyna að koma sér undan álverinu án þess að segja það beint út. Og það þykir mér afar slæmt. Fólkið hérna treystir á þetta álver og að það leysi allan vanda. Ef það stendur til að slá þetta álver út af borðinu þá er rétt að það komi fram og hætt sé að draga fólk á asnaeyrunum. Ef það á að halda því til stefnu þá vil ég gjarnan vita það svo ég geti byrjað á mótmælaaðgerðum:)
föstudagur, júlí 18, 2008
þriðjudagur, júlí 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...