Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 8, 2015

"Af hverju kærirðu ekki?"

Mynd
Ég, eins og fleiri,   fór í uppnám í gær. Undanfarna daga hafa verið að birtast fréttir í fjölmiðlum um „meintar“ nauðganir á tveimur kvennemendum í Háskólanum í Reykjavík. Fréttirnar hafa allar verið á þá leið að brotin séu „gróf“ . http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nemandi-i-hr-grunadur-um-naudgun-a-tveimur-skolasystrum-sinum http://www.visir.is/grunur-um-naudgun-a-bekkjarskemmtun-hr/article/2015151109624   Í gær kastaði svo tólftunum þegar Fréttablaðið birti hrikalega frétt á forsíðu.   Þar var talað um íbúð „útbúna til nauðgana“ þar væru tæki og tól til ofbeldisverka og þeim hefði verið beitt við meintar nauðganir. Er það furða að almenningur fái áfall? Í lokin á þessari hryllingsfrétt, og þetta er svo sannarlega hryllingsfrétt, var tekið fram að ekki hefði verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Það var þarna sem almenningur fékk nóg. Það er hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir fólki við hina smásmugulegustu glæpi en ekki þessum mönnum.