Færslur

Sýnir færslur frá maí 4, 2008

Hið undarlega sálarástand

Ég er búin að vera kennari í 6 ár. Ég hef verið bitin, það hefur verið hent í mig bókum og mér og ástvinum mínum hefur verið hótað lífláti og öðru þaðan af verra. Um daginn átti t.d. að bíða heima hjá mér þekktur handrukkari. Vörpulegir drengir (rúmlega 180 cm og 100 kg) hafa stillt sér upp fyrir framan mig og spurt hvað ég myndi gera ef þeir berðu mig. ,,Ætli ég fari ekki bara að gráta" hef ég yfirleitt svarað. En núna get ég sagt: ,,Ég kæri þig og fæ 10 milljónir." Ég ætla að segja það beint út. Ég fagna þessum dómi. Hingað til hef ég ekki upplifað neitt nema algjört réttindaleysi. Ég hef komið inn á það á þessum vettvangi áður að aðstandendur geta farið hamförum í rógburði sínum og við getum ekkert gert okkur til varnar. Þessi kennari sem voru dæmdar 10 milljónir er 25% öryrki fyrir lífstíð. Hún má eiga von á því að fá höfuðverkjaköst alla ævi. Samt, samt dirfðist hún að fara fram á bætur! Þvílík frekja! Og það úr hendi forráðamanns barnsins sem slasaði hana! Þetta segir n

Úr borg í sveit.

Ég er fædd og uppalin í Reykjvík. Og það sem meira er, ég er þriðju kynslóðar Reykvíkingur. Ég á enga sveit. Ég get ekki farið á ákveðinn stað og sagt: ,,Hér er uppruni minn.” Hvort sem það er vegna þessa, sagna Laxness, söngva Bubba eða bara vegna taugatrekkjandi umferðar Reykjavíkur þá hefur lengi verið í mér löngun til að flytja út á land. Haustið 2005 lét ég verða af því. Ég flutti þvert yfir landið í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu. Aðaldalur er landbúnaðarhérað sem sækir flesta þjónustu til Húsavíkur og stærri aðgerðir til Akureyrar. Ég get í sjálfu sér ekki sagt að það sé einhver stórkostlegur munur. Að vísu heita áttirnar hér suður-norður-austur og vestur en heita í Reykjavík hægri-vinstri-fram og til baka. Ég er enn þá rugluð. Það eina sem ég veit er að ef ég stend við skólann þá eru Ýdalir í austur. Ýdalir eru bara ekki alltaf í nágrenninu. Það er náttúrulega ekki hægt að ,,skreppa” út í búð ef eitthvað gleymist því verslunarferð er 40 mínútna akstur. Ég er núna stoltur frys