Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 3, 2008

Hæstiréttur

Við vitum það vel að menn sitja í dómarasætum á Íslandi vegna tengsla og kunningsskapar. Ég hélt að mesta hættan væri pólitísk tengsl. Mér hreinlega bregður þegar ég les þetta: Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við þeirri beiðni 31. júlí síðastliðinn og þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur í gær. Meirihluti dómenda Hæstaréttur í málinu, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur til að ætla að maðurinn brjóti gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. Ég held að það sé orðið ljóst að hér þurfi að breyta leikreglum og velja hæfasta dómarann.

Dýravinurinn

Ég hló mikið þegar litla systir sagði mér þessa sögu um daginn.

Vannýtt auðlind Suður-Þingeyinga

Mikill fjöldi fólks hefur liðið matarskort á undanförnum árum. Núlifandi Vesturlandabúar þekkja hann aðeins af afspurn. Nú er svo komið að matarskortur og hækkandi matvælaverð gerir vart við sig í flestum löndum heims. Enn sem komið er finnum við aðeins fyrir þessu í léttari pyngju en sá möguleiki er alveg til staðar að skömmtun á hveiti og hrísgrjónum verði tilfinnanlegur. Ástæður þessa eru hlýnandi veðurfar, uppskerubrestur í Nýja-Sjálandi og Kína, ræktun lífræns eldsneytis og versnandi efnahagsástand á heimsvísu. Í svona ástandi er varhugavert að ætla að smáþjóð sitji að bestu bitunum á niðurgreiddu verði. Við erum eyþjóð, háð flutningum í lofti og láði. Flutningum sem knúðir eru af síhækkandi eldsneyti. Íslendingar verða að gæta að fæðuöryggi sínu og eina leiðin til að tryggja það er að tryggja matvælaframleiðslu innanlands. Það er alltaf betra að vera aflögufær en skorta. Okkar helstu matvælaframleiðendur eru bændur. Því miður eru margir þeirra að hrekjast frá búskap. Andstætt a

Dynasty

Mynd
Eftir að hafa velt málinu fyrir mér ákvað ég að vera í sumarfríi í sumar. Ég spurðist fyrir um sumarafleysingar á elliheimilinu. En nú er ég orðin vön því að ráða mér sjálf í vinnu og tilhugsunin um að vera undir hælnum á öðru fólki var bara einhvern veginn... Ekki freistandi. Þegar ég ræddi þetta við minn heittelskaða brosti hann og spurði hvort ég vildi ekki bara vera fjósakona hjá honum í sumar. Svo það varð úr. En þar sem ég fer yfirleitt í kvöldmjaltirnar (þegar ég fer) þá á ég frí á morgnana. Einn morguninn uppgötvaði ég að Skjár 1 var að endursýna Dynasty og datt ég svona nett inn í það. Það er búið að fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér hvað kvenfólkið gerir nákvæmlega ekkert í þessum þáttum nema vera sætar. Svo small í þáttaröð 3 (þetta gengur mjög hratt fyrir sig) og þá allt í einu var komin jafnréttisvakning. Fallon farin að vinna og Alexis tekin við Colbyco. Krystle hins vegar gerir ekkert nema að væla. Pirrar mig mikið. Það má náttúrulega spyrja af hverju ég er að horfa

Undarlega mikil traffík

Það er linkað á mig úr ýmsum áttum og ýmislegt sagt. Það er ágætt. Bara nokkur atriði sem ég vil að séu á hreinu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar fyrstu 35 ár ævinnar. Þá flutti ég út á land og bý í nágrenni Húsavíkur. Svo ég veit bæði hvernig það er að búa í Reykjavík og úti á landi. Það er mjög gott að búa hér. Það er ekki allt á heljarþröm. Hins vegar vantar okkur fólk. Fólk nefnilega skapar líka vinnu. Álverið á Bakka er ekki til að skapa atvinnu fyrir heimafólk. Ef heimafólk fer þangað í vinnu þá vantar fólk í aðra vinnu á Húsavík. Mínar spekúlasjónir snúast um hvernig við fáum annað fólk hingað á svæðið. Mér er fullkomin alvara með Listaháskólann. Það á hvort sem er að byggja nýtt hús. Það getur ekki verið mikið dýrara að byggja það á Húsavík en í Reykjavík. Einhvern tíma var sett sú stefna að flytja opinbera starfsemi út á land. Það hefur ekki gengið eftir. Hvað eru margir Háskólar í Reykjavík? Ef einhver iðja er ekki staðbundin þá er það list. Settar hafa verið upp