Jóla, jóla
Var örmagna úr þreytu í gær enda að vinna bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Ætlaði að leggja mig í gærdag en gat ekki sofnað og sofnaði ekki í neitt fyrr en seint og um síðir. Gat samt ekki sofið langt fram eftir degi. Fúlt.
Núna um helgina ætla ég að skrifa upp helgileik og búa til spurningar á ensku úr Forrest Gump og Mississippi Burning. Eða taka til fyrir jólin og setja upp jólaskraut. Í staðinn fyrir þetta rambaði ég út um allan bæ í dag í leit að bíl. Já, ég er að hugsa um að yngja upp bílaeignina. Bíllinn minn verður lögráða um áramótin. Fann engan bíl sem mig langaði í svo ég keypti bara Blindsker. Það var fínt. Vil samt endilega að músík myndböndin hans Bubba verði gefin út á disk.Langar að sukka í fortíðarþrá. Ekki fortíðarljóma, ojojoj.
Gerði heiðarlega tilraun til að fara í Hagkaup en þar sem mér leiðist mannfjöldi og og umferðastappa á bílastæðum þá keyrði ég bara fram hjá.
Langar líka í breiðtjaldssjónvarp.Svo auðvelt að fa neyslulán núna og velta þjóðarskútunni. Gallinn er bara að það er allt í lagi með sjónvarpið mitt. Það er að vísu árgerð '81 en það er alveg sama. Það er allt í lagi með það og engin ástæða til að kaupa nýtt.
Þetta er nú meiri blabla færslan.
laugardagur, desember 11, 2004
fimmtudagur, desember 09, 2004
Tónleikarnir voru bara ágætir í gær. Ég ar auðvitað í gæslu og var mest utan dyra að reka reykjandi fólk af skólalóðinni. Mammúth og Brain Police stóðu upp úr. Strákar og stelpur í Mammúth sem ég var mjög ánægð með. Svo frétti ég að söngvarinn er líklega ungfrú Pollock. Ekki verra auðvitað. Minnir að Raskatið hafi einhvern tíma verið að tala um þetta og hún sé dóttir Danny. Brain Police voru fínir. Gamaldags Rock'n'Roll og síðhærðir skeggjaðir gaurar. Söngvarinn og trommarinn voru með þvílík tilþrif. Söngvarinn fór m.a.s. úr bolnum í síðasta laginu. Hann er með risa-tattú á bakinu. Rokktaugin í gamla fólkinu í gæslunni fór óneitanlega aðeins að titra.
miðvikudagur, desember 08, 2004
Gvöööð minn góóóður! Endajaxlinn er að drepa mig! Ég hélt að ófétið væri vaxið upp en tekur sig svo til og fær vaxtakipp og er mig lifandi að drepa. Kippa honum úr! Med det samme!
Þarf samr fyrst að fara á tónleikana í Fellahelli, fullt af frægum hljómsveitum, Brain Police, Mammúth, Gay Parad og einhverjar fleiri. (Ég þekki þessar hljómsveitir ekki neitt. Orðin of gömul.)
Þarf samr fyrst að fara á tónleikana í Fellahelli, fullt af frægum hljómsveitum, Brain Police, Mammúth, Gay Parad og einhverjar fleiri. (Ég þekki þessar hljómsveitir ekki neitt. Orðin of gömul.)
þriðjudagur, desember 07, 2004
Í kirkjugarði
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku,
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
Steinn Steinarr
Já, ég var að hugsa um vin minn, hjartkæran.
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku,
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
Steinn Steinarr
Já, ég var að hugsa um vin minn, hjartkæran.
What a marvelous person! You are the splendid
Christmas tree! You are a spirited person who
almost always in a great mood. Your smiles and
laughter are some things that people usually
look forward to in you. You are someone who is
full of energy and ready for a good time. Most
likely you are a social butterfly. All of these
characteristics make you a beautiful person
inside and out. People just really enjoy to be
around you. Merry Christmas =)
What Christmas Figure Are You?
brought to you by Quizilla
Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá niðurstöðuna var að ég hlyti að hafa fært eitthvað í stílinn einhvers staðar en sá svo að allar niðurstöðurnar eru voða sætar. Oh..
Var að lesa um draumabúðina hjá Þórdísi áðan. Langar í framhaldi að koma þeirri skoðun minni á framfæri að ef bjór og léttvín væri ódýrara og aðgengilegra þá myndi drykkjumenning okkar gjörbreytast. Þessi geðveiku helgarfyllerí myndu hætta og fólk færi meira út í það að sötra gott rauðvín með kvöldmatnum sínum. Ef við skoðum glæpatölur á Íslandi þá er ég nokkuð sannfærð (en ekki viss því ég hef ekki skoðað glæpatölur á Íslandi) að flest allir glæpir eru framdir um helgar á fylleríi. Bara mín skoðun á málinu.
mánudagur, desember 06, 2004
Gerði ekkert um helgina, nema sofa auðvitað. Fann samt bók uppi í hillu, Dumasarfélagið. Hún er ágæt og minnir dálítið á Da Vinci lykilinn. Nema hvað að mér finnst málfarið á henni heldur uppskrúfað og leiðinlegt. Veit ekki hvort það á að vera svona eða hvort það sé kristinn R. Ólafsson þýðandi sem er svona leiðinlegur.
Keypti samt sem áður jólaseríur sem ég þarf að troða upp í glugga. Ég reyndi þetta fyrir tveimur árum og þá setti ég seriuna alla á skakk og skjön. Ég er svo ómöguleg í öllu heimilishaldi að það er bara ekki fyndið.
Er að bíða eftir úrslitum úr atkvæðagreiðslunni miklu. Þau eiga að koma á milli 17:00 0g 18:00.
Fékk tvær vondar fréttir í dag. Þetta er ekki gott. Alls ekki nógu gott.
Keypti samt sem áður jólaseríur sem ég þarf að troða upp í glugga. Ég reyndi þetta fyrir tveimur árum og þá setti ég seriuna alla á skakk og skjön. Ég er svo ómöguleg í öllu heimilishaldi að það er bara ekki fyndið.
Er að bíða eftir úrslitum úr atkvæðagreiðslunni miklu. Þau eiga að koma á milli 17:00 0g 18:00.
Fékk tvær vondar fréttir í dag. Þetta er ekki gott. Alls ekki nógu gott.
sunnudagur, desember 05, 2004
Var með Silfur Egils sem undirspil þegar ég greini einhvern snilling segja að helmingur þjóðarinnar sé á Prósak og það dugi að éta þorskalýsi. Hann er ægilega hneykslaður á þessu sem og því að börn séu látin taka Ritalin.
Prósak er ákveðinn brautryðjandi sem gerði mörgum gott en hafði aukaverkanir. Það orðið gríðarleg þróun á þunglyndislyfjum þar sem aukaverkunum var eytt og Prósak nánast dottið upp fyrir. Ég vann á geðdeild í 3 ár og ég horfði á lyfin virka. Það kom inn fólk sem var svipbrigðalaust með hægar hreyfingar og leið djöfullega og gekk út tiltölulega hresst. Lyf virka ekki nema það sé unnið með þeim. Það að éta pillur og halda áfram að liggja inni í rúmi virkar að sjálfsögðu ekki. Lyfin gefa kraftinn til að rísa upp úr rúminu en einstaklingurinn sjálfur verður auðvitað að fara á fætur. Persónulega efast ég um að hálf þjóðin sé á þunglyndislyfjum en miðað við skammdegið sem við búin við finnst mér ekkert óeðlilegt að mörgum líði illa á sálinni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Hvað viðkemur Ritalini þá hafa líka orðið framfarir í þeim lyfjageira. Ég er jú grunnskólakennari og ofvirkni er raunverulegur sjúkdómur. Og í Guðs bænum, við þekkjum muninn á óþekkt og ofvirkni. Það gera foreldrar líka og að sjálfsögðu gera lækanarnir það líka. Það er ekki verið að gefa óþekkum börnum Ritalin. Ofvirkni lýsir sér nefnilega líka í einbeitingarskorti og athyglisbresti. Þetta hamlar að sjálfsögðu námi mjög mikið. Ég hef séð börn byrja á Ritalini og líða betur. Ég hef spurt þau, af því að innst inni er ég á móti því að gefa börnum lyf, og þau segja oftast að sér líði betur. En þessi lyf eins og öll önnur virka misjafnlega á fólk. Lyf eru hækjur, þau hjálpa á tíma sem er erfiður. Það er ekki meiningin að fólk sé á lyfjum alla ævi. Það er líka mikilvægt að fólk læri að eiga við sinn sjúkdóm og læra inn á sjálft sig.
En að bölsótast út í lyf í sjónvarpssal. Ég frábið mér svona helvítis heimsku.
Prósak er ákveðinn brautryðjandi sem gerði mörgum gott en hafði aukaverkanir. Það orðið gríðarleg þróun á þunglyndislyfjum þar sem aukaverkunum var eytt og Prósak nánast dottið upp fyrir. Ég vann á geðdeild í 3 ár og ég horfði á lyfin virka. Það kom inn fólk sem var svipbrigðalaust með hægar hreyfingar og leið djöfullega og gekk út tiltölulega hresst. Lyf virka ekki nema það sé unnið með þeim. Það að éta pillur og halda áfram að liggja inni í rúmi virkar að sjálfsögðu ekki. Lyfin gefa kraftinn til að rísa upp úr rúminu en einstaklingurinn sjálfur verður auðvitað að fara á fætur. Persónulega efast ég um að hálf þjóðin sé á þunglyndislyfjum en miðað við skammdegið sem við búin við finnst mér ekkert óeðlilegt að mörgum líði illa á sálinni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Hvað viðkemur Ritalini þá hafa líka orðið framfarir í þeim lyfjageira. Ég er jú grunnskólakennari og ofvirkni er raunverulegur sjúkdómur. Og í Guðs bænum, við þekkjum muninn á óþekkt og ofvirkni. Það gera foreldrar líka og að sjálfsögðu gera lækanarnir það líka. Það er ekki verið að gefa óþekkum börnum Ritalin. Ofvirkni lýsir sér nefnilega líka í einbeitingarskorti og athyglisbresti. Þetta hamlar að sjálfsögðu námi mjög mikið. Ég hef séð börn byrja á Ritalini og líða betur. Ég hef spurt þau, af því að innst inni er ég á móti því að gefa börnum lyf, og þau segja oftast að sér líði betur. En þessi lyf eins og öll önnur virka misjafnlega á fólk. Lyf eru hækjur, þau hjálpa á tíma sem er erfiður. Það er ekki meiningin að fólk sé á lyfjum alla ævi. Það er líka mikilvægt að fólk læri að eiga við sinn sjúkdóm og læra inn á sjálft sig.
En að bölsótast út í lyf í sjónvarpssal. Ég frábið mér svona helvítis heimsku.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...