laugardagur, febrúar 28, 2015

Samningaumleitanir

6. liður fundargerðar síðasta sveitarstjórnarfundar heitir Ráðning skólastjóra við Þingeyjarskóla og er svohljóðandi með styttingum:
 
Tekin fyrir ráðning skólastjóra við Þingeyjarskóla. [...] Oddviti gerði grein fyrir að samkomulag hafi náðst um starfslok við núverandi skólastjóra en hann mun gegna starfi fram til 31. júlí n.k. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í umboði sveitarstjórnar. Starfslokasamkomulag þetta er eingöngu til komið sem liður í þeim skipulagsbreytingum sem fyrirhugaðar eru á starfsemi Þingeyjarskóla á næsta skólaári. Sveitarstjórn þakkar fráfarandi skólastjóra fyrir gríðarmikið og óeigingjarnt starf í þágu skólans frá stofnun hans.

[...]

Eftir viðtöl og gagnaöflun er það niðurstaða okkar að leggja til að Jóhanni Rúnari Pálssyniverði boðin staðan. Þessi niðurstaða byggir á mati okkar á reynslu hans, menntun og hæfni.
[...]

Reiknað er með að Jóhann geti hafið störf þann 15. mars, að hluta til og að fullu þann 1. apríl n.k.

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að Jóhanni Rúnari Pálssyni verði boðin staðan og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hann.

Fulltrúar T lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við fulltrúar T-lista í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar sitjum hjá í atkvæðagreiðslu um ráðningu skólastjóra Þingeyjarskóla. Við getum ekki tekið afstöðu til umsækjenda þar sem við höfum ekki fengið tækifæri á að sjá og meta umsóknir þeirra er sóttu um stöðuna.“

Venju samkvæmt er ýmislegt sem  mér þykir undarlegt.

1) Liðurinn heitir Ráðning skólastjóra sem ég skil sem svo að verið sé að ráða manninn. Hins vegar segir að honum verði boðin staðan og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við hann. Nú er ég alveg hætt að skilja. Staðan var auglýst og hann sótti um hana. Þetta er opinber staða hjá sveitarfélagi um hana hljóta að gilda kjarasamningar. Um hvað þarf að semja? Ekki þó einhverja bitlinga?
Vil taka fram að gagnrýni mín beinist ekki að umsækjandanum, geri ráð fyrir að eins hefði verið að farið hver sem hefði verið ráðin(n).

2) Starfslokasamningur við fráfarandi skólastjóra. Afsakið.. What?! Gilda ekki bara lög og reglur hér eins og annars staðar? Hafi viðkomandi verið sagt upp þá hlýtur uppsagnarfrestur að gilda. Vilji þau halda sig við skipulagsbreytingarnar* þá hlýtur biðlaunaréttur að koma hér inn. Ég skil ekki að hér þurfi að semja eitthvað sérstaklega um starfslok.
Þá hlýt ég að spyrja hvort aðrir starfsmenn munu njóta sömu kjara þegar þeim verður rétt uppsagnarbréfið í vor? Eða gilda einhverjar aðrar reglur um höfðingjana?**
Má ég minna, aftur og enn, á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

3) Ef ákveðið er að sveitarstjórn ráði einstakling til starfa þá hlýtur öll sveitarstjórnin að eiga að koma að því. Minnihlutinn líka.


*Þessar "skipulagsbreytingar" eru samt ákvörðun sveitarstjórnar. Þær eru ekki nauðsynlegar sbr. lög 72/2002 sem þau beittu fyrir sig 2012.
**7. gr. Upplýsingalaga: Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:[...]  4. launakjör æðstu stjórnenda,

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...