föstudagur, september 06, 2024

Haustmyrkrið

 


Þegar húmar haustið að

hugur tapar áttum.

Rúm og tími ráfa um

ryðst úr öllum gáttum.

 

Gamlir skuggar skríða fram

skaka kvísl og kyndlum.

Glámskyggn greina þykist þó

glóð í Churchill vindlum.

 

Reykfyllt stofa rís nú upp

á radar sýna minna.

Dáin von og drukkið fólk

drauma hvergi finna.

 

“Löngu liðið” hvísla ég

læðist fram úr vöknuð.

Finn í hjarta ást og eymd,

undarlegan söknuð.

 

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...