sunnudagur, október 30, 2016

Litlu konurnar

Einhvern tíma þegar ég var í bókmenntafræðinni var talað um rýran hlut kvenna í bókmenntakanónunni og loks þegar einhver konan gaf út ljóðabók þá hét hún "Ein lítil kvæðabók" eða eitthvað þvíumlíkt. Hún var alla vega "lítil" á einhvern hátt. Kennarinn sagði að þetta væri dæmigert, konur reyndu að láta lítið fyrir sér fara og ef þær gerðu það ekki sjálfar þá sæi samfélagið um það.

Þessi tími rifjaðist upp fyrir mér nýverið því ég sé alveg ítrekað í kommentakerfum talað um Katrínu Jakobsdóttur, formann næststærsta stjórnmálaflokks Íslands sem "Kötu litlu." 

Það má vera að Katrín sé heldur lágvaxin en ég fæ ekki séð að t.d. Birgitta Jónsdóttir sé mikið hærri. Samt dettur engum í hug að tala um "Gittu litlu."



Enda er fáránlegt að uppnefna fólk eftir útlitseinkennum eða aldri. Aldrei var Davíð Oddsson uppnefndur "Eyrnastór" eða Óttarr Proppé "Ljóska." Engum dettur í hug að tala um "Simma litla" þótt hann sé aðeins ári eldri en Katrín.(Og afsakið að ég setji þetta á prent I'm just trying to make a point.)
Því miður er það enn viðurkennd aðferðafræði að gera lítið úr konum, t.d. með því  að höggva í útlit eða aldur.  En hvorugt á við því Katrín er, eins og áður sagði, hvorki sérstaklega lágvaxin né mikið yngri en almennt gengur og gerist með stjórnmálamenn. Þá hafa sumir skeytt því við að "Gráni gamli" stjórni enn á bak við tjöldin því að sjálfsögðu getur kona ekki stjórnað stjórnmálaflokki svo vel sé.
Þetta snýst að sjálfsögðu um það eitt að gera lítið úr einstaklingi sem sumir upplifa sem hættulegan pólitískan einstakling. 
Katrín Jakobsdóttir er mjög fær stjórnmálamaður og það er nákvæmlega ekkert lítið við hana. Hættið þessari kvenfyrirlitningu.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...