Færslur

Sýnir færslur frá október 30, 2016

Litlu konurnar

Mynd
Einhvern tíma þegar ég var í bókmenntafræðinni var talað um rýran hlut kvenna í bókmenntakanónunni og loks þegar einhver konan gaf út ljóðabók þá hét hún "Ein lítil kvæðabók" eða eitthvað þvíumlíkt. Hún var alla vega "lítil" á einhvern hátt. Kennarinn sagði að þetta væri dæmigert, konur reyndu að láta lítið fyrir sér fara og ef þær gerðu það ekki sjálfar þá sæi samfélagið um það. Þessi tími rifjaðist upp fyrir mér nýverið því ég sé alveg ítrekað í kommentakerfum talað um Katrínu Jakobsdóttur, formann næststærsta stjórnmálaflokks Íslands sem "Kötu litlu."  Það má vera að Katrín sé heldur lágvaxin en ég fæ ekki séð að t.d. Birgitta Jónsdóttir sé mikið hærri. Samt dettur engum í hug að tala um "Gittu litlu." Enda er fáránlegt að uppnefna fólk eftir útlitseinkennum eða aldri. Aldrei var Davíð Oddsson uppnefndur "Eyrnastór" eða Óttarr Proppé "Ljóska." Engum dettur í hug að tala um "Simma litla" þótt h