Færslur

Sýnir færslur frá apríl 28, 2024

Heterósexismi

Mynd
Ég er einlægur George Michael aðdáandi. Ég fylgdist með honum á hátindinum og ég fylgdist með honum í botnfallinu síðustu æviárin. Hann misnotaði eiturlyf og lifði ekki heilbrigðu lífi og dó að lokum langt fyrir aldur fram. Að sjálfsögðu var ég og svo mörg önnur algjörlega sannfærð um að hann hefði verið mjög óhamingjusamur. Af hverju? Jú, af því að öll viljum við eiga maka og börn. George Michael hins vegar, þótt hann ætti maka, var á stöðugu karlafari út um alla koppagrundir og átti ekki börn. Augljóst, ekki satt? En svo gerðist tvennt; ég rakst á viðtal við goðið á Youtube þar sem hann er bara fokvondur yfir því að hann fái ekki að lifa lífi sínu í friði og svo heldur hann því fram að samkynhneigðir karlmenn hafi aðrar skoðanir tryggð í samböndum.  Mér finnast þessar skoðanir þarna dálítið karlrembulegar en ef makinn hans er sáttur við þetta hver er ég þá að dæma? Kemur mér þetta yfir höfuð eitthvað við? Svo gerðist hitt. Ég las Kynjafræði fyrir byrjendur og þar segir:  Judith Butl