laugardagur, júní 21, 2008

Hávaðinn

Ég er búin að vita það alla mína ævi að það eru skemmtistaðir í miðborginni. Ævi mín er talin í nokkrum tugum svo þetta er ekkert nýtt fyrirbrigði. Það hefur aldrei nokkurn tíma hvarflað að mér að kaupa mér húsnæði í miðbænum einmitt vegna þess að ég veit að drukkið fólk er hávaðasamt og getur verið til vandræða. Þess vegna finnst mér svolítið sérstakt að kaupa sér íbúð í miðbænum þar sem er vitað að eru skemmtistaðir, kvarta svo undan hávaða og ætlast til að skemmtistaðirnir loki. En það er kannski bara ég.

sunnudagur, júní 15, 2008

Snati og frisbí-diskurinn


Við Snati eigum frisbídisk sem við leikum okkur oft með. Við erum yfirleitt ekki að leika sama leikinn, ég er að leika leikinn: Ég kasta, þú sækir og kemur með til mín. Hann er að leika leikinn: Þú kastar, ég sæki, svo reynir þú að ná disknum af mér. Í gær var yndislegt veður og við vorum að leika okkur. Ég var með hundanammi í vasanum sem hann átti að fá í hvert skipti sem hann kæmi með diskinn. Það virkaði ekki. Hann og Lubba sleiktu bara nánast gat á buxnavasann. Í eitt skiptið sækir hann diskinn og leggst svo niður með hann í seilingarfjarlægð. Lubba kemur og leggst við fæturna á mér til að fá klapp. Snati þolir það mjög illa þegar Lubba fær athygli svo ég sest á hækjur mér og klappa Lubbu. Hann stekkur á fætur og kemur með diskinn. Gengur fram hjá mér, sleppir disknum á jörðina og mígur á hann.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...