Það er þetta með lífið...
Ég fór á jólaball um daginn með fjölskyldunni. Við skemmtum okkur öll konunglega. Hring eftir hring í kringum sama jólatréið og sama staðnum.
Ég ætla ekki að halda því fram að árið hafi verið auðvelt en vitiði, það var ekkert erfitt heldur. Tengdapabbi dó sem var erfitt en hann var að verða níræður með parkison inni á dvalarheimili svo hann var sáttur. Ég held honum líði miklu betur í Sumarlandinu með Tótu sinni.
Fyrsti kaffibolli dagsins er unaðslegur. Að fara út að ganga með hundinn er góð stund. Það er fólk í lífinu mínu sem ég elska og það elskar mig. Það er hamingjan.
Að ganga hring eftir hring. Syngja hástöfum með. Stundum klappa, stundum stappa. Snúa sér í hring. Að vera til. Þetta er allt frábært.
Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.