Það gengur illa með kettlingana. Þeir eru orðnir 10 vikna gamlir og við erum búin að auglýsa þá í þrjár vikur út um allt Norðurland. Það er einn farinn og það var fjölskylduvinur sem tók hann. Það hefur enginn hringt. Ekki ein einasta fyrirspurn.
Níu kettir á heimilinu er of mikið. Fólk er farið að hafa áhyggjur. Ef þeir ganga ekki út þá getur þetta ekki endað nema á einn veg.
Það er eins og Lilla, mamma þeirra, skynji þetta einhvern veginn. Um daginn kom hún inn með fugl, setti hann á gólfið og kallaði á kettlingana. Síðan hefur verið fuglafiður út um öll gólf á hverjum einasta morgni og iðulega verið komið að kettlingunum að borða. Í dag sátum við tengdafaðir minn að hádegisverði að borða fisk. Lilla sat og mændi og betlaði bita. Tengdapabbi gaf henni að lokum. Hún tók bitann í skoltinn, hoppaði niður af stólnum, setti bitann á gólfið og kallaði á kettlingana. Það er eins og hún sé að segja við okkur: ,,Sjáið. Ég get alveg gefið þeim að borða. Þeir mega líka borða matinn minn."
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...