Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 16, 2014

Ég biðst afsökunar

Við búum í samfélagi. Forfeður okkar og –mæður komust að því einhvern tíma í fyrndinni að það væri illskárra að samþykkja einhvers konar reglur sem hefðu í för með sér vonandi meiri ávinning en fórnirnar sem þyrfti að færa. Hefur þetta oft verið nefnt samfélagssáttmálinn. Við færum e.k. yfirstjórn í hendur ákveðið vald yfir okkur og borgum einnig til þessarar yfirstjórnar í formi skatta s.s. útsvars. Við treystum þessari yfirstjórn til þess að nýta þessa fjármuni á sem skynsamlegastan hátt. Því miður hefur það reynst mörgum erfitt að kunna sér hóf þegar þeir komast í sameiginlega sjóði. Einhverra hluta vegna virðast þeir halda að þetta séu eigendalausir fjármunir sem ofgnótt sé af. Því fer fjarri; þetta eru peningar okkar allra sem á að nýta til góðra hluta. M.a. til að jafna lífsgæði. Það er því eðlileg krafa að þeir sem umsjón hafa með sameiginlegum sjóðum okkar geri það af virðingu og sýni ábyrgð. Nýverið birtist á vef Þingeyjarsveitar skýrsla unnin af hagfræðingnum Haral

Að mismuna börnum

Um daginn var skoðanakönnun í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Fyrst átti að vera íbúakosning sem hluti íbúa átti að taka þátt. Það var að sjálfsögðu ólöglegt. Þá var haldin skoðanakönnun og tekið fram sérstaklega að skoðanir íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla skiptu meira máli en skoðanir íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla. Þetta er fúlt en við erum fullorðið fólk. Nú berast af því fregnir að nemendur unglingadeilda Þingeyjarskóla hafi fengið mini-ipada í hendur. Ég óska þeim til hamingju með það. En það eru tveir skólar í Þingeyjarsveit. Þegar Reykjanesbær ákvað að ipad-væða unglingana sína gerðu þeir það í öllum skólunum sínum. Ég veit ekki hvað nemendur unglingadeildar Stórutjarnaskóla eru margir. Sennilega í kringum 10. Kannski vildu kennarar ekki ipad-væðast, ég veit það ekki. Kannski sýndi engin/n frumkvæði. Ég veit það ekki heldur. En ég er með óbragð í munninum. Mér finnst þetta ljótt.