Guði sé lof og dýrð, það er að koma helgi. Planið er að snúa tám upp í loft og lesa eitthvað skemmtilegt og dorma þess á milli. Ég er ekki svona party animal eins og sumir. Það gæti verið að mér þóknaðist að undirbúa kennslu og fara yfir verkefni en það verður væntanlega ekki fyrr en á sunnudagskvöld ef ég þekki mig rétt.
Annars hlotnaðist mér sá vafasami heiður að vera kosinn formaður húsfélagsins á sínum tíma og verð að halda fund eftir helgi. Á ég að taka til í íbúðinni eða ekki? Er ekki viss um að ég meiki það að vera umtöluð subba. Það væri líka illt til afspurnar í hinni örvæntingarfullu eiginmannsleit minni. Aldrei að sýna sína réttu hlið fyrr en eftir brúðkaupið.
föstudagur, nóvember 15, 2002
fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Það er bara fimmtudagur og ég er gjörsamlega búin á því. Þessi börn eru algjörar orkusugur, ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug að hafa þetta heima hjá sér líka. Annars held ég að ég hafi verið að upplifa eggjahljóð í fyrsta skipti í gær. (Enda tími til kominn, ég fer brátt að renna út á aldri.) Var að horfa á menningarþáttinn 3rd Watch og þar er komið lítið stúlkubarn til sögunnar. Upp í huga minn skaust: ,,Ohhh.. gúdsí, gúdsí." Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessu, vona bara að það líði hjá. Það vill mig jú enginn.
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Að eilífu ung.
Ég hef alltaf verið óskaplega hneyksluð á konum sem vilja ekki eldast. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að hlaupa í hormónasprautur og eru ekki bara sáttar við að vera lausar við þessi mánaðarlegu óþægindi. Svo eru þær að lita á sér hárið, sparsla upp í hrukkurnar og eyða of fjár í vita gagnslaus yngingarlyf. Þær eru að hlaupa eftir heimskulegum kröfum vanþroska siðmenningar sem þjáist af æskudýrkun. Fussum svei! Auðvitað var það alltaf undirliggjandi í röksemdarfærslunni að ég var ung og falleg (lesist: ung) og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir að vera það alltaf.
Einn fagran dag í vor var ég að skoða fílapensabúskapinn (ég er nefnilega svo ung). Í speglinum blasti við einhver undarlegur glampi í hárinu á mér. Það var alveg sama hvernig ég sneri, alltaf var hann á sama stað. Eftir mjög nákvæma skoðun undir flóðljósum reyndist meintur glampi vera eitt hár undurfurðulegt á litinn. Öllu heldur, það var enginn litur á því. Í skelfingarfáti reif ég óþverrann upp með rótum. Samanburður við hvítt blað staðfesti gruninn: það var samlitt. Þegar hér var komið við sögu var mig farið að svima og sortna fyrir augum og varð að leggjast fyrir. Þegar ég var farin að anda eðlilega aftur og gat hugsað skynsamlega komst ég að einu rökréttu niðurstöðunni; þetta gat bara ekki verið.
Þegar glæpakvikindinu hafði verið sturtað út í sjó fór ég að reifa málið við klanið. Það var sameiginleg niðurstaða að í okkar ætt eldist fólk vel og heldur sínum háralit langt fram á sextugsaldur. Langlíklegasta skýringin var að sjálfsögðu að einhvern tíma hefði ég særst á höfði og væri með ör í hársverðinum og þess vegna yxi þetta hár litlaust. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug?
Það var því afskaplega ánægð og ung kona sem skoppaði út í vorið. Þó var einhver illur grunur á sveimi í undirmeðvitundinni sem olli miklu heilsuátaki. Reykingum var snögghætt og mikið af bætiefnum keypt, sérstaklega B-vítamín fyrir hárið, og E sem er andoxunarefni. (Það er sérstaklega mælt með andoxunarefnum í Hættum að eldast.) Er þá ónefnt rakakremið sem er orðið daglegur gestur á mínu skinni, nuddað vel í kringum augun. Einnig er ég algjörlega hætt að hnykla brúnir gáfulega og bregð ekki upp brosi nema bráðfyndið sé.
Eins og hára er siður óx óskapnaðurinn upp aftur. Sem væri í lagi ef það væri ekki gróft eins og gaddavír og stendur því beint upp í loftið svo það sjáist nú örugglega úr öllum áttum. Verra er að albinóinn minn er ekki einstæðingur lengur heldur er að selflytja ættingja sína á höfuðplánetuna. Og ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki stutt kurteisisheimsókn. Hvert nýtt hár olli svitakófi, fyrirbæri sem var ekki til að bæta líðanina. Seinna var mér sagt að ef ég fyndi hvítt hár þá mætti ég alls ekki slíta það því þá fengi ég tíu í staðinn. Það hefði verið gott að vita það áður en morðið var framið! Það styður enn örakenninguna að boðflennurnar eru allar hvítar. Hins vegar átta ég mig ekki á hvernig öll þessi ör gátu allt í einu dottið ofan á hausinn á mér þar sem ég man ekki til þess að hafa dottið á hausinn síðastliðin tuttugu ár. En ef höfuðáverkarnir hafa verið mjög slæmir þá er kannski ekki nema von að ég muni ekki eftir þeim? Reyndar er ég að verða afhuga örakenningunni. En eitthvað er það. Og nú færðist grunurinn á sjampóið. Ég er búin að prófa allar fáanlegar tegundir en þessi hvítu láta ekki bugast. Hvað sem þessu veldur virðist skynja söknuð minn eftir dökkum hárum og færir mér sárabætur. Nýverið fann ég eitt dökkt á efri vör. Mikið varð ég glöð.
Ég virðist ekki eiga um marga kosti að velja í stöðunni en að viðurkenna staðreyndir. Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum. Ég er búin að vera ung alla ævi svo nú er tímabært að prófa eitthvað nýtt. Það skal þó viðurkennt að það er hægara sagt en gert. Nú orðið fer ég ekki inn í apótek öðruvísi en að gjóa augum á pakkningar sem á stendur Just for the Gray. Gallinn er bara að þau eru ekki grá. Það er verið að snuða mig um millistig. Ég fer beint frá því að vera ung í það að vera gamalmenni. Svo ég er aðallega að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ég eigi að fá mér bláan eða lillaðan tón í hvíta hárið mitt.
Ég hef alltaf verið óskaplega hneyksluð á konum sem vilja ekki eldast. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að hlaupa í hormónasprautur og eru ekki bara sáttar við að vera lausar við þessi mánaðarlegu óþægindi. Svo eru þær að lita á sér hárið, sparsla upp í hrukkurnar og eyða of fjár í vita gagnslaus yngingarlyf. Þær eru að hlaupa eftir heimskulegum kröfum vanþroska siðmenningar sem þjáist af æskudýrkun. Fussum svei! Auðvitað var það alltaf undirliggjandi í röksemdarfærslunni að ég var ung og falleg (lesist: ung) og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir að vera það alltaf.
Einn fagran dag í vor var ég að skoða fílapensabúskapinn (ég er nefnilega svo ung). Í speglinum blasti við einhver undarlegur glampi í hárinu á mér. Það var alveg sama hvernig ég sneri, alltaf var hann á sama stað. Eftir mjög nákvæma skoðun undir flóðljósum reyndist meintur glampi vera eitt hár undurfurðulegt á litinn. Öllu heldur, það var enginn litur á því. Í skelfingarfáti reif ég óþverrann upp með rótum. Samanburður við hvítt blað staðfesti gruninn: það var samlitt. Þegar hér var komið við sögu var mig farið að svima og sortna fyrir augum og varð að leggjast fyrir. Þegar ég var farin að anda eðlilega aftur og gat hugsað skynsamlega komst ég að einu rökréttu niðurstöðunni; þetta gat bara ekki verið.
Þegar glæpakvikindinu hafði verið sturtað út í sjó fór ég að reifa málið við klanið. Það var sameiginleg niðurstaða að í okkar ætt eldist fólk vel og heldur sínum háralit langt fram á sextugsaldur. Langlíklegasta skýringin var að sjálfsögðu að einhvern tíma hefði ég særst á höfði og væri með ör í hársverðinum og þess vegna yxi þetta hár litlaust. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug?
Það var því afskaplega ánægð og ung kona sem skoppaði út í vorið. Þó var einhver illur grunur á sveimi í undirmeðvitundinni sem olli miklu heilsuátaki. Reykingum var snögghætt og mikið af bætiefnum keypt, sérstaklega B-vítamín fyrir hárið, og E sem er andoxunarefni. (Það er sérstaklega mælt með andoxunarefnum í Hættum að eldast.) Er þá ónefnt rakakremið sem er orðið daglegur gestur á mínu skinni, nuddað vel í kringum augun. Einnig er ég algjörlega hætt að hnykla brúnir gáfulega og bregð ekki upp brosi nema bráðfyndið sé.
Eins og hára er siður óx óskapnaðurinn upp aftur. Sem væri í lagi ef það væri ekki gróft eins og gaddavír og stendur því beint upp í loftið svo það sjáist nú örugglega úr öllum áttum. Verra er að albinóinn minn er ekki einstæðingur lengur heldur er að selflytja ættingja sína á höfuðplánetuna. Og ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki stutt kurteisisheimsókn. Hvert nýtt hár olli svitakófi, fyrirbæri sem var ekki til að bæta líðanina. Seinna var mér sagt að ef ég fyndi hvítt hár þá mætti ég alls ekki slíta það því þá fengi ég tíu í staðinn. Það hefði verið gott að vita það áður en morðið var framið! Það styður enn örakenninguna að boðflennurnar eru allar hvítar. Hins vegar átta ég mig ekki á hvernig öll þessi ör gátu allt í einu dottið ofan á hausinn á mér þar sem ég man ekki til þess að hafa dottið á hausinn síðastliðin tuttugu ár. En ef höfuðáverkarnir hafa verið mjög slæmir þá er kannski ekki nema von að ég muni ekki eftir þeim? Reyndar er ég að verða afhuga örakenningunni. En eitthvað er það. Og nú færðist grunurinn á sjampóið. Ég er búin að prófa allar fáanlegar tegundir en þessi hvítu láta ekki bugast. Hvað sem þessu veldur virðist skynja söknuð minn eftir dökkum hárum og færir mér sárabætur. Nýverið fann ég eitt dökkt á efri vör. Mikið varð ég glöð.
Ég virðist ekki eiga um marga kosti að velja í stöðunni en að viðurkenna staðreyndir. Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum. Ég er búin að vera ung alla ævi svo nú er tímabært að prófa eitthvað nýtt. Það skal þó viðurkennt að það er hægara sagt en gert. Nú orðið fer ég ekki inn í apótek öðruvísi en að gjóa augum á pakkningar sem á stendur Just for the Gray. Gallinn er bara að þau eru ekki grá. Það er verið að snuða mig um millistig. Ég fer beint frá því að vera ung í það að vera gamalmenni. Svo ég er aðallega að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ég eigi að fá mér bláan eða lillaðan tón í hvíta hárið mitt.
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Ég þurfti að breyta útlitinu til að geta tengt linkana. (Alla þessa tvo sem eru ættmenni mín. Ég á enga vini.) Hitt var bara alltof flókið fyrir svona einfalda sál eins og mig. Þetta er náttúrulega ekki alveg nógu smart, fyrirsögnin kafnar í auglýsingum og álíka dónaskap. Verst er þó að stór hluti snilldarinnar týndist í umbreytingunum og það er auðvitað ómögulegt. Ég þarf augljóslega að republish-a eitthvað.
mánudagur, nóvember 11, 2002
Strætóbílstjórar eru yfirleitt alveg ágætis fólk.Nema hvað, nokkrir þurfa endilega að sýna vald sitt. Ef maður situr fremst þá er náttúrulega þægilegast að fara út um fremstu dyrnar þó svo að þær séu formlega inngangur. Í morgun tek ég mér þetta bessaleyfi og mannfýlan opnar ekki nema aðra hurðina svo ég þurfi nú alveg örugglega að bíða eftir öllu fólkinu sem er að koma inn! Ég get bara ekki séð hvað er svona erfitt. Og hvaða kikk fær maðurinn út úr þessu? Til að bæta gráu ofan á svart þá var ég næstum búin að drepa mig þegar ég hljóp yfir götuna. Leit til vinstri en klikkaði alveg á því að líta til hægri. Klukkan rétt orðin átta og dagurinn byrjaði svona.
Krakkarnir í bekknum mínum tóku upp á þeim óskunda að vera óþekkir svo ég er bæði hás af öskrum og með harðsperrur í handleggjum eftir dvergakastið út úr stofunni.
Hinir bekkirnir tóku náttúrulega eftir því að ég var alveg hvínandi og höfðu mjög gaman af. Ég deildi þeirri gleði ekki með þeim. Ætla sko að kenna þeim eitthvað voðalega erfitt.
Var að lesa Kular af degi eftir Kristínu Marju. Hún skrifar líka Mávahlátur sem ég er löngu búin að lesa en börnin varla byrjuð á. (Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér.) Þórsteina Þórsdóttir er héðan í frá hetja mín og fyrirmynd. Stefni að því með öllum ráðum að verða virðuleg kennslukona eins og hún. Í tilefni þess reyndi ég að moka flórinn heima hjá mér en gafst fljótlega upp á því. Ég er gjörsamlega vonslaus húsmóðir. Hins vegar tók ég Íslenska málfræði með mér í rúmið, legg ekki alveg í orðabækurnar strax. Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðina og ég rakst á þessa setningu: ,,Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf." Algjör dásemd.
Krakkarnir í bekknum mínum tóku upp á þeim óskunda að vera óþekkir svo ég er bæði hás af öskrum og með harðsperrur í handleggjum eftir dvergakastið út úr stofunni.
Hinir bekkirnir tóku náttúrulega eftir því að ég var alveg hvínandi og höfðu mjög gaman af. Ég deildi þeirri gleði ekki með þeim. Ætla sko að kenna þeim eitthvað voðalega erfitt.
Var að lesa Kular af degi eftir Kristínu Marju. Hún skrifar líka Mávahlátur sem ég er löngu búin að lesa en börnin varla byrjuð á. (Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér.) Þórsteina Þórsdóttir er héðan í frá hetja mín og fyrirmynd. Stefni að því með öllum ráðum að verða virðuleg kennslukona eins og hún. Í tilefni þess reyndi ég að moka flórinn heima hjá mér en gafst fljótlega upp á því. Ég er gjörsamlega vonslaus húsmóðir. Hins vegar tók ég Íslenska málfræði með mér í rúmið, legg ekki alveg í orðabækurnar strax. Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðina og ég rakst á þessa setningu: ,,Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf." Algjör dásemd.
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Indælis helgi. Svaf allan laugardaginn og ligg bara í leti núna. Enda dauðþreytt, hef ekkert hvílst í hálfan mánuð því ég eyddi síðustu helgi í tóma tjöru. (Dauði og djöfull!!!) Jæja, það þýðir ekkert að gráta yfir því núna. Var að glápa á viltu vinna milljón. Mikið voðalega fara þessir kallar í taugarnar á mér sem halda að þeir séu alveg óskaplega fyndnir og eyða tíma í endalaust kjaftæði. Það á sko aldeilis að nýta sér þessar 15 mínútur. Halda þeir að þeir verði uppgötvaðir eða eitthvað?
Sá í Fréttablaðinu að Árni Nonsense er í alvöru að spá í framboð. Hefur maðurinn enga sómatilfinningu?
Nenni ekki að skrifa meira núna, þarf að skila spólu á leiguna.
Sá í Fréttablaðinu að Árni Nonsense er í alvöru að spá í framboð. Hefur maðurinn enga sómatilfinningu?
Nenni ekki að skrifa meira núna, þarf að skila spólu á leiguna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...