Færslur

Sýnir færslur frá apríl 17, 2016

Dvalarheimilið á Bessastöðum

Mynd
Nei, ég er ekki aðdáandi Ólafs, ég dreg engan dul á það og mér finnst tímabært að hann hætti. Hann má vissulega bjóða sig fram, þ.e. alla vega ekkert sem bannar það. Það eru nokkur atriði sem ég geri athugasemdir við, bæði við manninn sjálfan og málflutning hans. Sú hefð hefur skapast að fólk býður sig ekki fram gegn sitjandi forseta. Sú hefð hefur verið brotin og var í síðustu kosningum gerð heiðarleg tilraun til að koma manninum frá. Sú tilraun tókst ekki sem skyldi og er það trúa mín að hefði Ólafur tilkynnt um framboð í áramótaávarpi sínu síðast þá hefði eitthvað af því fólki sem bauð sig fram (tveir búnir að draga sig baka svo ég viti) ekki gert það. Mér finnst hann hreinlega hafa dregið fólk á asnaeyrunum. Maðurinn er fæddur 14. maí 1943, hann er því að verða sjötíu og þriggja ára og formlegur eldri borgari. Kjörtímabilið er fjögur ár. Hann verður því sjötíu og sjö ára þegar því lýkur. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins , sem gilda vissulega ekki um