Færslur

Sýnir færslur frá desember 25, 2016

George Michael, öll hin og æskan.

Mynd
Í minningunni eru unglingsárin böðuð töfraljóma sem er mjög skrítið því mér fundust unglingsárin hvorki sérstaklega góð né skemmtileg. Níundi áratugurinn var örugglega ekkert merkilegri en aðrir áratugir þótt í minningunni hafi aldrei verið gerðar skemmtilegri bíómyndir né betri tónlist. Reyndar hafa mér orðið á þau mistök að horfa á myndir seinna meir frá þessum tíma og sitja agndofa yfir draslinu. Ég hef því áttað mig á eins og auðvitað allir gera að töfrarnir sem lifa í minningunni voru töfrar sálar minnar sem var að komast til vits og ára og uppgötva heiminn. Það hafa því ekki öll átrúnaðargoðin komist í gegnum fullorðinssíuna, Limahl situr t.d. eftir og núna langar mig nánast að gráta yfir vinsældum Working Girl . George Michael hins vegar fylgdi mér stöðugt, alveg frá sumrinu 1984. Í minningunni er þetta ótrúlega gott sumar. Ég var í unglingavinnunni sem hafði aðsetur í Langholtsskóla. Við hlustuðum á vinsældapoppið og spiluðum Kana. Snickers kostaði 35 krónur. Wake me up b