fimmtudagur, mars 23, 2006
Það viðurkennist formlega hér og nú: Ég hef gefist upp. Þrátt fyrir að hafa svarið þess dýran eið að láta aldrei nudda á mer rassinn þá hef ég gefist upp. Ég er lika búin að vera með þennan verk ansi lengi. Ég sumsé gafst upp og pantaði tíma hjá lækni. Timinn var í dag og ég tilkynnti lækninum formlega að yfirlýst markmið mitt með heimsókinni væri að væla út sjúkraþjálfun. Hann var voða ánægður að heyra það, sjúklingar eiga víst stundum efitt með að koma út sér hvað þeir vilja. Þetta var voða næs læknir. Það er að vísu talsverð bið í sjúkraþjálfun en hann skrifaði upp a töflur fyrir mig. Ég hef fengið Voltaren Rapid við þessu áður en þótt þær slægju a verkinn þá kom hann bara aftur þegar þær voru búnar. Þessi læknir lét mig fá einhverjar aðrar svo ég prófa að éta þær. Það er enginn rauður þríhyrningur á þeim svo þær hljóta að vera meinlausar. En alla vega, rassinn minn er kominn á biðlista í sjúkraþjálfun.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Fyrir rúmum þremur mánuðum siðan pantaði ég boli frá Cafepress.com. Einhvern veginn æxlaðist það að einn bolurinn var sendur stakur. Ég fékk stærri pakkann, tollaðan og allt í orden. Svo fékk ég tilkynningu um staka bolinn en mér fannst tollurinn grunsamlega hár á einum bol. Þegar ég fór að grennslast um þetta kom í ljós að ég var tolluð aftur um alla upphæðina. Var því tekið til ráðs í samráði við Pósthúsið á Húsavík að senda bolinn aftur suður í endurmat. Síðan eru liðnir tveir mánuðir. Ég hringdi fyrir nokkru í þjónustuver Íslandspósts og talaði þá við ungan mann sem sagðist ætla að athuga málið. Ég sendi Tollmiðlun síðan email um verð bolnum upp á $12.99. Í dag ákveð ég að spyrjast aftur fyrir um bolinn og hringi í þjónustuver Íslandspósts. Svarar einhver kona. Ég segist hafa beðið lengi eftir þessu og hvað sé um að vera. Kemur upp úr dúrnum að sendingin er týnd. Jahá. Ég segi að mér finnist það nú ekkert voða sniðugt en er frekar svona brosandi yfir þessu. ,,Það er verið að vinna í þessu” svarar konan. Ég endurtek það að ég sé nú búin að bíða ansi lengi. ,,Já, þú varst búin að segja það. Það er verið að vinna í þessu.” Jájá. Ég er bara búin að bíða núna í tvo mánuði. Þau eru búin að týna sendingunni og það er ekki hægt að segja eins og t.d. ,,Okkur þykir þetta leitt” eða ,,afsakaðu þetta ónæði” eða eitthvað þvíumlíkt. Neinei. Ég er bara voða mikið að ónáða þau í vinnunni. Og svo voga ég mér að pirra þessa önnum köfnu konu með endurtekningum út af einhverju ómerkilegu eins og því að pósturinn er búinn að týna sendingu. Flokkast það ekki hreinlega undir afglöp í starfi? Þetta er svo sem ekkert stórmál fyrir mér þótt þessi bolur tefjist eitthvað á leiðinni en fólk í þjónustustarfi má alveg vera kurteist.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...