föstudagur, mars 06, 2015

Ógegnsæja gegnsæið

Fréttamiðillinn 641.is hefur sent sveitarstjóra og oddvita fyrirspurn um það hvernig starfslokum fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla sé háttað. Hér má sjá bæði spurningar og svör í leiðara ritstjóra.
Skv. 7. grein laga 140/2012 (nýju upplýsingalögin) hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum.

7. gr. Upplýsingar um málefni starfsmanna.
Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.
Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:
   1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,
   2. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,
   4. launakjör æðstu stjórnenda,
   5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.
Enn fremur er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.
Með sama hætti ber að veita almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir lög þessi skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr.:
   1. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.
Almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.


Hins vegar er það rétt hjá sveitarstjóra og oddvita að eldri upplýsingalög gilda enn um Þingeyjarsveit.
Sé skoðað nefndarálit Allsherjarnefndar með eldri upplýsingalögum, 50/1996, sem sveitarstjóri og oddviti vísa í segir:

   Í 5. gr. frumvarpsins er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, þar með talið vegna fjárhagslegra hagsmuna einstaklinga. Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæða laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl.

Þykir mér augljóst að það var ekki vilji löggjafans að opinberir starfsmenn nytu einkahagsmunaákvæðisins.
Það væri óneitanlega áhugavert að fá þetta álitamál til úrskurðar.


Auk þess má ætla að einkahagsmunaákvæðið eigi þá helst við ef einstaklingur stendur höllum fæti. Magnús Salvarsson segir í BA ritgerð sinni í Lagadeild HÍ Takmörkun á upplýsingarétti almennings sökum einkamálefna 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga 2014:

Páll Hreinsson fjallar um í riti sínu Stjórnsýsluréttur, málsmeðferð, að þegar um er að ræða mál er varða veitingu styrks eða bóta til einstaklinga er oft um að ræða takmarkanir á aðgangi að gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Helgast það í fyrsta lagi af því að sjálf tilvist þeirra mála eða greiðslur af fyrrnefndu tagi afhjúpi félagsleg vandamál eða aðrar viðkvæmar upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um. Í öðru lagi geta upplýsingar um fjárhæð bóta veitt með óbeinum hætti upplýsingar um tekjur eða eignastöðu viðkomandi einstaklings..40 13

Verður því ekki annað séð en þessi túlkun sveitarstjóra og oddvita á lagaákvæðinu standist ekki.

Vilji sveitarstjóri og oddviti hengja sig á hugtakið föst laun má benda á úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingar, ÚNU 26. maí 2009 (A-303/2009) sem byggir á eldri lögunum þar sem segir:

Hvað varðar viðauka frá 12. febrúar 2007, um réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunna að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu, ber til þess að líta að þar koma ekki fram beinar upplýsingar um föst launakjör forstjórans. Á hinn bóginn verður að telja efni hans nátengt starfskjörum hans að öðru leyti, auk þess sem þar koma fram upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Með vísan til þess verður að telja að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að umræddum samningsviðauka séu, með vísan til meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum, ríkari en einstaklingsbundnir hagsmunir forstjóra Fjármálaeftirlitsins af því að þeim upplýsingum sem þar koma fram sé haldið leyndum.


Hvað varðar 5. spurningu þá er henni svarað með orðhengilshætti og ekki svarað í raun.

Í fyrrnefndri ritgerð Magnúsar Salvarssonar segir:

Páll Hreinsson fjallar um þetta í Upplýsingalögin, skýringarrit og vísar m.a. í skrif þeirra en þar segir:
Eitt af markmiðum upplýsingalaga er að veita almenningi möguleika á að fylgjast með störfum stjórnvalda. Af þeim sökum er meginreglan sú að störf opinberra starfsmanna verða almennt ekki talin til einkamálefna þeirra í skilningi 5. gr.56 uppl.. Þannig verður sennilega að telja að almenningi sé heimill aðgangur að upplýsingum í gögnum starfsmannamála sem snerta það hvort opinber starfsmaður hefur sýnt af sér óstundvísi, vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi eða hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi. Hið sama gildir um samstarfserfiðleika á milli opinberra starfsmanna. Komi til þess að starfsmanni verði veitt áminning, honum vikið frá um stundarsakir eða að fullu sagt upp störfum af framangreindum ástæðum er almenningi yfirleitt heimill aðgangur að gögnum í slíkum málum.57

Hafi fráfarandi skólastjóra beinlínis verið vikið frá störfum þá á almenningur rétt á að vita það. Við getum haft hvaða siðferðisskoðun á því sem við viljum en lögin eru skýr.

Ég skal alveg viðurkenna eftir það sem á undan er gengið þá langar mig að vita þetta. Ekki vegna viðkomandi heldur verndaranna.  Lái mér hver sem vill.

Ég deili ekki þeirri skoðun með ritstjóra 641.is að það sé réttur fráfarandi skólastjóra að fá starfslokasamning. Starfslokasamningar eru uppfinning einkafyrirtækja til að losa sig við stjórnendur sem eru ekki lengur í náðinni. Þeir eru ekki lögfestir neins staðar og ég tel ekki gott að þeir nái fótfestu innan hins opinbera kerfis. Ég tel mun eðlilegra að farið sé eftir kjarasamningum og lögum frekar en stjórnvald geti samið um hvað sem er og greitt hverjum sem er hvað sem er úr sameiginlegum sjóðum. Og neita svo að upplýsa um athafnir sínar eins og nú er gert.  Þá virðist sem topparnir einir fái starfslokasamninga, fólkið sem hefur þegar fengið hvað mest. Skapist sú hefð að allir geti samið um starfslok sín, sem mér finnst nú réttlátast fyrst þessi vegferð er hafin, þá er sú hætta til staðar að fólk semji á mismunandi hátt og sumir fái meira en aðrir. Þá er vert að benda á að sumir hafa samið svo herfilega af sér að þeir fengu minna en réttur þeirra stóð til. Vara ég alveg sérstaklega við þessari aðferð.

Hvað varðar svar við spurningu 7 þá er það vægast sagt hrokafullt. Það er svo sem ekkert öruggt að nýr dagur rísi á morgun. Það eru hins vegar mjög miklar líkur til þess. Að neita að svara því til hvað standi til að gera á morgun vegna þess að morgundagurinn er ekki enn kominn er því ekkert nema hjákátlegur útúrsnúningur í besta falli. Standi ekki til að segja fólki upp ber sveitarstjóra og sveitarstjórn að upplýsa það hið fyrsta.

Að oddviti og hans handvaldi sveitarstjóri leyfi sér að gera lítið úr ótta og óvissu skjólstæðinga sinna með vísan til þess að fyrirhugaðar uppsagnir þeirra séu ekki komnar til framkvæmda er með ólíkindum.





sunnudagur, mars 01, 2015

Blóm í garðinum

Um daginn fór ég í tag-a-long heimsókn með vinkonu minni. Húsið er tiltölulega nýtt svo húsráðandi bauð okkur í skoðunarferð. Í svefnherberginu er innangengur skápur. Þegar ég sé skápinn segi ég umsvifalaust: „Ah, walk-in-closet“  alveg með það á hreinu að þau vissu í hvað ég væri að vísa. Þau vissu það samt greinilega ekki svo ég fór að reyna að útskýra að þetta væri sko, í gamalli bíómynd og... Það útskýrði að sjálfsögðu ekki neitt. Það veit nefnilega enginn um hvað ég er að tala nema litla systir mín.
Ætli það hafi ekki verið frá svona ca. 1995-2005 þar sem við systur vorum báðar (meira eða minna) pipraðar, bjuggum í sama hverfi og deildum kvikmyndaáhuga. Við þóttum og þykjum enn nokkuð líkar svo okkur hefur verið ruglað saman. Eitt sinn vorum við spurðar að því tvisvar sama daginn hvort við værum tvíburar. Við gerðum iðulega grín að því að við værum eins og Patty og Selma systur Marge Simpson og við myndum síðar meir fá okkur íbúð í Spinster City Apartments.



Við systur höfðum sem sagt gaman að því að horfa á bíómyndir og spá og spekúlera í þeim. Ein af þessum myndum var The Client með Susan Sarandon, Tommy Lee Jones og hinum unga Brad Renfro. 
Myndin segir frá ungum dreng, Mark, sem verður vitni að morði, hvernig glæpamennirnir elta hann og lögfræðingurinn Reggie verndar hann og fjölskyldu hans.
Eitt af því sem kemur inn eru draumar mömmunnar sem er föst í fátæktargildrunni:



Í lokin þegar lögfræðingurinn er búin/n að semja um vitnavernd setur hún mjög ákveðin skilyrði:


Roy: Okay... what do you want?
Reggie: You have access to a private jet?
Roy: I do.
Reggie: Send it to Memphis, have it pick up Diane and Ricky Sway, bring them here. The whole family enters the Witness Protection program. Well, how are we doing so far?
Roy: [writing] Nothing I can't live with.
Reggie: The program sets them up with a fair income, and a nice little house. White, with a walk-in closet.
[off Roy's look]
Reggie: Well, write it down. "Walk-in closet."
Roy: [sarcastic] Is "walk in" hyphenated? 
Fyrir okkur systrum varð þessi innangengni skápur tákn raunsæju draumanna og þess að hamingjan felst sennilega ekki í því að bjarga heiminum, frægð eða ríkidæmi. Þetta varð tilvitnun á tímabili. Önnur sagði „walk-in-closet“ og hin vissi nákvæmlega hvað hún meinti.

Við tókum nokkuð góðan sprett yfir kvikmyndasöguna og horfðum að sjálfsögðu á Star Trek myndirnar. Sama dag og ég fór í heimsókn dó Leonard Nimoy sem lék dr. Spock. Í síðasta tvítinu sínu sagði hann:



Þetta bíó-tímabil skrýtnu tvibbana er blóm í garðinum.
LLAP (Live long and prosper.)

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...