Are you givin' me some lip?
Jósefína er að verða 15 ára og hefur verið útiköttur alla sína tíð. Kattalífið er engan veginn hættulaust og hún hefur komið nokkrum sinnum inn skrámuð og jafnvel slösuð. Fyrir ekki svo löngu klóraði einhver hana í vörina svo það þurfti að sauma. Eftir það hefur hún verið með svona silikon varir eins og er vinsælt í Hollywood. Svo tekur maður hana upp og er að knúsa hana og horfir á þessa vör þá kemur þessi spurning að sjálfsögðu upp í hugann. Are you givin' me some lip?
laugardagur, janúar 22, 2005
Ég vil endilega halda í þjóðlegar hefðir og vera þjóðrækin og allt það. En... Ég er ekki alveg viss um þetta Þorra dæmi. Reyndi að borða svið áðan og þetta er svo feitur matur að ég get bara rétt borðað neðri hlutann. Svo er mér hálfilla við að horfast í augu við matinn minn. Allt súrsað finnst mér vont svo þá er frekar lítið eftir. Styð það samt alltaf að þetta sé keypt einu sinni á ári en núna er maturinn nánast ósnertur. Á ég að skipta um skoðun og hafna þorramat næsta ár? Ég bara hreinlega veit ekki. En ég hef auðvitað ár til ð velta því fyrir mér.
föstudagur, janúar 21, 2005
Idol-kvöld heima hjá mútter.
,,Og nú kemur Hildur Vala og syngur I love the night life, I love to boogie. NNNEEEIIII!!!!!!.....
Hildur Vala????? Stúlkan við hliðina á mér, sem ég þekki ekki í sjón, heitir Hildur. Ætli að það sé ástæðan fyrir að mamma hennar, sem ég þekki í sjón, hafi verið á Smáralindinni í síðustu viku???? Og ég sem tjúnaði græjurnar á móti henni um daginn. Úúúpppssss....
,,Og nú kemur Hildur Vala og syngur I love the night life, I love to boogie. NNNEEEIIII!!!!!!.....
Hildur Vala????? Stúlkan við hliðina á mér, sem ég þekki ekki í sjón, heitir Hildur. Ætli að það sé ástæðan fyrir að mamma hennar, sem ég þekki í sjón, hafi verið á Smáralindinni í síðustu viku???? Og ég sem tjúnaði græjurnar á móti henni um daginn. Úúúpppssss....
Samstarfsfólk mitt ákvað í dag að deila með mér sjúkdómsgreiningu sinni á mér. Það hefur komist að því að ég þjáist af andstöðu-þrjósku-röskun. Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti sem ég heyri einhvern ávinning að þessu. Þetta var rætt nýlega en kallað eitthvað annað, man ekki alveg hvað. Þá sagði ég þeim að fyrir nokkrum árum hefði sérhæfður aðili greint mig á mótþróaskeiði-hinu-síðara. Þau vildu ekki viðurkenna það, ég væri of ung til að vera á því síðara, ég væri enn þá á því fyrra. Ég er að sjálfsögðu miklu hrifnari af því enda þessi sérhæfði aðili bara idjót.
Ég er líka alveg sátt við andstöðu-þrjóku-röskunina enda samheitið yfir þetta fyrirbæri heilbrigð skynsemi. Það er bara tilhneiging til þess að smella greiningum á alla sem fljóta ekki með straumnum né vilja láta traðka á sér möglunarlaust. Og hananú!
Ég er líka alveg sátt við andstöðu-þrjóku-röskunina enda samheitið yfir þetta fyrirbæri heilbrigð skynsemi. Það er bara tilhneiging til þess að smella greiningum á alla sem fljóta ekki með straumnum né vilja láta traðka á sér möglunarlaust. Og hananú!
fimmtudagur, janúar 20, 2005
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Pain and suffering all the time.
Ég er með krónískan bakverk eins og ég er búin að nefna margoft. Hef prufað alls konar hita- og bólgueyðandi krem og teygjuæfingar en gengur ekki sem skyldi. En núna um daginn frétti ég kvennahópi í jógaeinkatímum og tróð mér með. Var sem sagt í fyrsta tímanum í dag og ÁIIII!!! Það er þvílíka spennan og sársaukinn þarna í bakinu á mér að það er bara ekki fyndið. Svo ég ætla náttúrulega aftur. Auddaa... (Svo er kannski smá von til þess að ég grennist. Pínu pons, agnarögn, smá. Það var nefnilega áramótaheitið mitt í ár að gera lítið úr mér.)
Ég er með krónískan bakverk eins og ég er búin að nefna margoft. Hef prufað alls konar hita- og bólgueyðandi krem og teygjuæfingar en gengur ekki sem skyldi. En núna um daginn frétti ég kvennahópi í jógaeinkatímum og tróð mér með. Var sem sagt í fyrsta tímanum í dag og ÁIIII!!! Það er þvílíka spennan og sársaukinn þarna í bakinu á mér að það er bara ekki fyndið. Svo ég ætla náttúrulega aftur. Auddaa... (Svo er kannski smá von til þess að ég grennist. Pínu pons, agnarögn, smá. Það var nefnilega áramótaheitið mitt í ár að gera lítið úr mér.)
þriðjudagur, janúar 18, 2005
Ford Orion '87 fór til Hringrásar í dag. Hann fraus á aðfangadag og ég hef ekki komið honum í gang síðan. Ég verð eitthvað fáránlega sentimental yfir bílum. Held þetta komi til af Plymouth-num sem pabbi átti.
Þetta var fyrsti og eini bíllinn sem pabbi keypti nýjan úr kassanum og hann tímdi aldrei að láta hann. Afturhjóladrifinn dreki sem stóð heilan vetur uppi á plani því hann komst ekkert í snjónum. Þá keypti pabbi negld á hann og hann var fær í flestan sjó. fyrirtækið sem pabbi vann hjá setti jeppa undir rassinn á honum og þá stóð plimminn aftur uppi á plani með ónýtan vatnskassa. Ég var búin að finna verkstæði (ferlega fínt verkstæði) og kom bílnum þangað og lét laga hann og mátti vera á honum eftir það. Svo þegar pabbi karlinn dó '96 þá gaf mamma mér bílinn. Ég fór á honum út um allt á nagladekkjunum og spamderaði viðgerðum á hann eftir þörfum. En hann þjálfaði auðvitað upp hjá sér persónuleika með árunum. '02 var eitthvað vesen á honum, ég þurfti að bíða eftir varahlut í lengri tíma og þá gaf bremsan sig. það var gert við það en þá hafði eitthvað frosið á honum annað. Ég kom honum yfirleitt í gang á endanum eða kom honum á verkstæðið mitt sem bjargaði málunum en... Í þetta skipti hafði ég asnast til að ná mér í kærasta. Og kærastinn fullyrti að hann gæti gert við bílinn. Svo leið og beið. Og beið og leið. Og leið og beið. Og svo slitnaði upp úr hjá mér og kærastanum. Eftir það kom ég drossíunni ekki í gang. En nokkrum mánuðum seinna var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og þar var kominn miðaldra maður sem langaði í bílinn því fyrir honum eru engir bílar til nema amerískir. Svo ég gaf gaurnum bara bílinn og hann fiktaði í honum eitt síðdegi og kom honum í gang með einhverjum tilfæringum. Ég var voða ánægð að burrinn minn hefði fengið nýja pabba svo ég þyrfti ekki að fleygja honum.
En Fordinn blessaður var tímabundin lausn og stóð alveg undir væntingum.
(þessi færsla varð miklu lengri en hún átti að verða þegar ég byrjaði.)
Þetta var fyrsti og eini bíllinn sem pabbi keypti nýjan úr kassanum og hann tímdi aldrei að láta hann. Afturhjóladrifinn dreki sem stóð heilan vetur uppi á plani því hann komst ekkert í snjónum. Þá keypti pabbi negld á hann og hann var fær í flestan sjó. fyrirtækið sem pabbi vann hjá setti jeppa undir rassinn á honum og þá stóð plimminn aftur uppi á plani með ónýtan vatnskassa. Ég var búin að finna verkstæði (ferlega fínt verkstæði) og kom bílnum þangað og lét laga hann og mátti vera á honum eftir það. Svo þegar pabbi karlinn dó '96 þá gaf mamma mér bílinn. Ég fór á honum út um allt á nagladekkjunum og spamderaði viðgerðum á hann eftir þörfum. En hann þjálfaði auðvitað upp hjá sér persónuleika með árunum. '02 var eitthvað vesen á honum, ég þurfti að bíða eftir varahlut í lengri tíma og þá gaf bremsan sig. það var gert við það en þá hafði eitthvað frosið á honum annað. Ég kom honum yfirleitt í gang á endanum eða kom honum á verkstæðið mitt sem bjargaði málunum en... Í þetta skipti hafði ég asnast til að ná mér í kærasta. Og kærastinn fullyrti að hann gæti gert við bílinn. Svo leið og beið. Og beið og leið. Og leið og beið. Og svo slitnaði upp úr hjá mér og kærastanum. Eftir það kom ég drossíunni ekki í gang. En nokkrum mánuðum seinna var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og þar var kominn miðaldra maður sem langaði í bílinn því fyrir honum eru engir bílar til nema amerískir. Svo ég gaf gaurnum bara bílinn og hann fiktaði í honum eitt síðdegi og kom honum í gang með einhverjum tilfæringum. Ég var voða ánægð að burrinn minn hefði fengið nýja pabba svo ég þyrfti ekki að fleygja honum.
En Fordinn blessaður var tímabundin lausn og stóð alveg undir væntingum.
(þessi færsla varð miklu lengri en hún átti að verða þegar ég byrjaði.)
mánudagur, janúar 17, 2005
Nokkur atriði:
Ég komst að þeirri niðurstöðu að sælgætisfíkn mín stafaði af því að ég borðaði ekki nóg. Svo undanfarið hef ég borðað hollan og góðan mat en ekkert sælgæti. Eitthvað var þetta vitlaust hugsað hjá mér því ég er að fitna!
Ég hef verið föst í vinnunni framyfir fimm undanfarið vegna prófatilbúnaðar og líður eins og ég hafi verið að kreista síðustu blóðdropana úr heilaberkinum.
Samstarfskona mín sagði áðan þegar við vorum að ræða um lífið og tilveruna og af hverju maður ætti að njóta líðandi stundar: ,,Maður veit aldrei hvar maður dansar næstu jól" og tók mig gjörsamlega á taugum.
Stúlkan í íbúðinni við hliðina á mér á karókí-græju og er búin að spila og syngja I love the nightlife, I love to boogie sjöhundruðogfimmtíu sinnum og ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐA!!!!
Ef þið lesið það í blöðunum á morgun að ung stúlka hafi kafnað þegar miðaldra, pipruð nágrannakona hennar tróð hljóðnemanum ofan í kokið á henni og vatt svo snúrunni utan um hálsinn á henni og herti að þá var það ég.
I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie,.... ARGHH!!!!!
Ég komst að þeirri niðurstöðu að sælgætisfíkn mín stafaði af því að ég borðaði ekki nóg. Svo undanfarið hef ég borðað hollan og góðan mat en ekkert sælgæti. Eitthvað var þetta vitlaust hugsað hjá mér því ég er að fitna!
Ég hef verið föst í vinnunni framyfir fimm undanfarið vegna prófatilbúnaðar og líður eins og ég hafi verið að kreista síðustu blóðdropana úr heilaberkinum.
Samstarfskona mín sagði áðan þegar við vorum að ræða um lífið og tilveruna og af hverju maður ætti að njóta líðandi stundar: ,,Maður veit aldrei hvar maður dansar næstu jól" og tók mig gjörsamlega á taugum.
Stúlkan í íbúðinni við hliðina á mér á karókí-græju og er búin að spila og syngja I love the nightlife, I love to boogie sjöhundruðogfimmtíu sinnum og ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐA!!!!
Ef þið lesið það í blöðunum á morgun að ung stúlka hafi kafnað þegar miðaldra, pipruð nágrannakona hennar tróð hljóðnemanum ofan í kokið á henni og vatt svo snúrunni utan um hálsinn á henni og herti að þá var það ég.
I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie, I love the nightlife, I love to boogie,.... ARGHH!!!!!
sunnudagur, janúar 16, 2005
Ég er orðin popular by association. Ég nefnilega umgengst nýtt sjónvarp og allt í einu er orðið mjög gestkvæmt hjá mér. Nei, ég er ekki að kvarta, bara að fíflast.
Þar sem fjölskyldan nennti ekki að horfa á söfnunina í gær var ákveðið vídeókvöld hjá mér. Fyrst horfðum við á The Spepford Wives sem var ágæt en hefði mátt vera betri. En svo horfðum við á Monster (Nema yngsti meðlimurinn auðvitað sem fékk að dunda við annað á meðan) sem er byggð á ævi Aileen Wuornos. Mikið rosalega var hún góð! Og svakalega hlýtur Charlize Theron að vera góð leikona fyrst henni tókst að leika ljóta, leiðinlega, heimska og morðóða manneskju og maður var samt með samúð með henni.
Svo gisti litla frænka hjá mér og við héldum áfram með löngu-útgáfu-maraþonið af Hringadróttinssögu. Afskaplega ljúf helgi.
Þar sem fjölskyldan nennti ekki að horfa á söfnunina í gær var ákveðið vídeókvöld hjá mér. Fyrst horfðum við á The Spepford Wives sem var ágæt en hefði mátt vera betri. En svo horfðum við á Monster (Nema yngsti meðlimurinn auðvitað sem fékk að dunda við annað á meðan) sem er byggð á ævi Aileen Wuornos. Mikið rosalega var hún góð! Og svakalega hlýtur Charlize Theron að vera góð leikona fyrst henni tókst að leika ljóta, leiðinlega, heimska og morðóða manneskju og maður var samt með samúð með henni.
Svo gisti litla frænka hjá mér og við héldum áfram með löngu-útgáfu-maraþonið af Hringadróttinssögu. Afskaplega ljúf helgi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...