föstudagur, febrúar 23, 2007
Til hvers er grunnskólinn?
Sem starfandi unglingakennari hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að ég sé að undibúa nemendur fyrir framhaldsnám. Að leikskóli, grunnskóli, framhaldsnám sé e.k. flæðilína í beinu framhaldi hvert af öðru. Núna er ég hins vegar að komast á þá skoðun að þetta sé alrangt hjá mér. Framhaldsskólinn kemur mér bara ekkert við. Hlutverk grunnskólans er að undirbúa unga einstaklinga fyrir lífið. Ekki framhaldsskólann.
mánudagur, febrúar 19, 2007
Gjöfin
Á laugardaginn var þorrablót í Kinn. Braveheart var í nefndinni og fljótlega varð ljóst að ástarsambandinu yrðu gerð góð skil. Ég var fengin til að sitja uppi á senu á meðan var sungið til mín. Hugmyndin var að sveitungar gæfu mér nokkrar gjafir og að endingu fékk ég svo bestu gjöfina:)
(Sungið við Bílavísur. Talað inn á milli.)
1.
Á mikinn fögnuð mættir eru flestir
Sveitungar og vinir aðrir gestir
Við glaðar sjáum konur, karla rjóða
En þið vitið nú elskurnar að húsið hérna er lítið
Og við gátum ekki tekið með okkur alla sem við vildum
Á þorrablótið bjóða
2.
Og eins og allir vita nokkrir fluttu
Úr sveitinni og í lukkupottinn duttu
Eða allavega skulum við það vona
Auðunn á Akureyri, Hólmar og Embla í Kanada
Og Harpa suður en auðvitað hafa aðrir komið í staðinn
En stórfréttin er
Að í Háls sé að koma kona
3.
Og til hennar við viljum núna kyrja
Kvæðabálk, en hvernig skal nú byrja
Jú bíðum við, við reynum þetta svona
Hún kom til að kenna í Aðaldalnum og leist bara vel á
Sig í sveitinni og sagt var að hún væri að leita sér að manni
Hún Ásta kennslukona
4.
Í Reykjavík hún fæddist forðum daga
Þá frekar smá en það er önnur saga
Hálfur metri, rétt svo náði í nára
En tíminn hefur liðið og hún Ásta auðvitað elst og dafnað
Enda orðin hvorki meira né minna en
Hátt í fjörtíu ára.
5.
Já velkomna við viljum bjóða hana
Og gjafir færa af gömlum sveitavana
Í skjóðunni er margt skondið á að líta
Og okkur langaði á þessum tímamótum að færa þér
Nokkrar smágjafir, já svona
Sitthvað sem má nýta
6.
Í sveit við eigum hænur átta stórar
En afgamlar nú eru af þeim fjórar
Og lúnar á að læðast meðfram veggjum
En heldurðu ekki vinkona að okkur hafi tekist í morgun að ná
Úr þeim einni dúsin af fuglaflensu- og salmonellufríum
Hamingjueggjum
7.
Í fjósi eru kýr en í þeim ólga
Súrdoði og þrálát júgurbólga
Því mjólka þær nú minna Sunna og Lena
En góða mín við tutluðum og hreyttum úr þeim þangað til
Fylla á flöskuna, líttu á, þrír pelar af ylvolgri og fitu-
Sprengdri mjólk úr spena
8.
Á túni forðum voru margir sauðir
Nú eru farnir, allavega dauðir
Af garnaveiki, riðu og streptokokka
En við náðum nú samt að rýja þá flesta áður en þeir voru urðaðir
Og í vetur höfum við svo verið að vinna úr ullinni og afraksturinn
færðu hérna, sjáðu
Ofurullasokka
9.
Og kalt var vorið, kuldinn okkur barði
Við kerli mín samt grófum upp úr garði
Góðgæti, sem þið gleður, algert æði
Þá er bara að skella vatni í pottinn og smá salt útí,
Nú og svo má líka bara geyma það til næsta vors, líttu á þetta
Eðalútsæði
10.
Þá er nú brátt í skjólin flest að fjúka
Og fljótlega er kvæðinu að ljúka
En mesta gjöfin eftir er án efa
Það er hérna nokkuð sem við vonum að þú farir vel með
Og þið eflist og margfaldist, því að lokum ætlum við
Martein þér að gefa.
(Búið að sturta gjöfinni góðu úr hjólbörunum.)
(Sungið við Bílavísur. Talað inn á milli.)
1.
Á mikinn fögnuð mættir eru flestir
Sveitungar og vinir aðrir gestir
Við glaðar sjáum konur, karla rjóða
En þið vitið nú elskurnar að húsið hérna er lítið
Og við gátum ekki tekið með okkur alla sem við vildum
Á þorrablótið bjóða
2.
Og eins og allir vita nokkrir fluttu
Úr sveitinni og í lukkupottinn duttu
Eða allavega skulum við það vona
Auðunn á Akureyri, Hólmar og Embla í Kanada
Og Harpa suður en auðvitað hafa aðrir komið í staðinn
En stórfréttin er
Að í Háls sé að koma kona
3.
Og til hennar við viljum núna kyrja
Kvæðabálk, en hvernig skal nú byrja
Jú bíðum við, við reynum þetta svona
Hún kom til að kenna í Aðaldalnum og leist bara vel á
Sig í sveitinni og sagt var að hún væri að leita sér að manni
Hún Ásta kennslukona
4.
Í Reykjavík hún fæddist forðum daga
Þá frekar smá en það er önnur saga
Hálfur metri, rétt svo náði í nára
En tíminn hefur liðið og hún Ásta auðvitað elst og dafnað
Enda orðin hvorki meira né minna en
Hátt í fjörtíu ára.
5.
Já velkomna við viljum bjóða hana
Og gjafir færa af gömlum sveitavana
Í skjóðunni er margt skondið á að líta
Og okkur langaði á þessum tímamótum að færa þér
Nokkrar smágjafir, já svona
Sitthvað sem má nýta
6.
Í sveit við eigum hænur átta stórar
En afgamlar nú eru af þeim fjórar
Og lúnar á að læðast meðfram veggjum
En heldurðu ekki vinkona að okkur hafi tekist í morgun að ná
Úr þeim einni dúsin af fuglaflensu- og salmonellufríum
Hamingjueggjum
7.
Í fjósi eru kýr en í þeim ólga
Súrdoði og þrálát júgurbólga
Því mjólka þær nú minna Sunna og Lena
En góða mín við tutluðum og hreyttum úr þeim þangað til
Fylla á flöskuna, líttu á, þrír pelar af ylvolgri og fitu-
Sprengdri mjólk úr spena
8.
Á túni forðum voru margir sauðir
Nú eru farnir, allavega dauðir
Af garnaveiki, riðu og streptokokka
En við náðum nú samt að rýja þá flesta áður en þeir voru urðaðir
Og í vetur höfum við svo verið að vinna úr ullinni og afraksturinn
færðu hérna, sjáðu
Ofurullasokka
9.
Og kalt var vorið, kuldinn okkur barði
Við kerli mín samt grófum upp úr garði
Góðgæti, sem þið gleður, algert æði
Þá er bara að skella vatni í pottinn og smá salt útí,
Nú og svo má líka bara geyma það til næsta vors, líttu á þetta
Eðalútsæði
10.
Þá er nú brátt í skjólin flest að fjúka
Og fljótlega er kvæðinu að ljúka
En mesta gjöfin eftir er án efa
Það er hérna nokkuð sem við vonum að þú farir vel með
Og þið eflist og margfaldist, því að lokum ætlum við
Martein þér að gefa.
(Búið að sturta gjöfinni góðu úr hjólbörunum.)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...