Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 18, 2007

Til hvers er grunnskólinn?

Sem starfandi unglingakennari hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að ég sé að undibúa nemendur fyrir framhaldsnám. Að leikskóli, grunnskóli, framhaldsnám sé e.k. flæðilína í beinu framhaldi hvert af öðru. Núna er ég hins vegar að komast á þá skoðun að þetta sé alrangt hjá mér. Framhaldsskólinn kemur mér bara ekkert við. Hlutverk grunnskólans er að undirbúa unga einstaklinga fyrir lífið. Ekki framhaldsskólann.

Gjöfin

Mynd
Á laugardaginn var þorrablót í Kinn. Braveheart var í nefndinni og fljótlega varð ljóst að ástarsambandinu yrðu gerð góð skil. Ég var fengin til að sitja uppi á senu á meðan var sungið til mín. Hugmyndin var að sveitungar gæfu mér nokkrar gjafir og að endingu fékk ég svo bestu gjöfina:) (Sungið við Bílavísur. Talað inn á milli .) 1. Á mikinn fögnuð mættir eru flestir Sveitungar og vinir aðrir gestir Við glaðar sjáum konur, karla rjóða En þið vitið nú elskurnar að húsið hérna er lítið Og við gátum ekki tekið með okkur alla sem við vildum Á þorrablótið bjóða 2. Og eins og allir vita nokkrir fluttu Úr sveitinni og í lukkupottinn duttu Eða allavega skulum við það vona Auðunn á Akureyri, Hólmar og Embla í Kanada Og Harpa suður en auðvitað hafa aðrir komið í staðinn En stórfréttin er Að í Háls sé að koma kona 3. Og til hennar við viljum núna kyrja Kvæðabálk, en hvernig skal nú byrja Jú bíðum við, við reynum þetta svona Hún kom til að kenna í Aðaldalnum og leist bara vel á Sig í sveitinni og