Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar og ég beinlínis reiddist.
Já, allt í lagi. Ég ætla bara að opinbera fordóma mína. Ég kæri mig ekki um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Ég tel landið hreinlega ekki nógu stórt til að rúma það. Mér finnst sjálfsagt að fólk fái að flytja hingað ef það er að koma til Íslands til að setjast hér að og verða Íslendingar. Ef það er að koma hingað til að verða þjóðarbrot þá á það ekki erindi. Ef það ætlar að koma hingað til að fá góða vinnu og ágæt laun en ætlar að hafa allt eins og það var heima hjá því að öðru leyti. Ef fólk flytur hingað þá verður það að aðlaga sig íslenskri menningu. Í alvöru, ef þetta var svona æðislegt heima hjá þér, af hverju varstu þá að flytja þaðan? Now you got the best of me, come on and take the rest of me.
Þú kemur ekki hingað til að njóta góðs af því sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða og drepur síðan dóttur þína fyrir að sofa hjá íslenskum strák. Það hefur reyndar sem betur fer ekki gerst hér enn þá en það eru konur gangandi hér um með slæður á höfðinu. Það eru börn hér í skólum sem neita að læra um önnur trúarbrögð. Ætlum við bara að bíða? Eða ætlum við að læra eitthvað af þjóðunum í kringum okkur? Ég get reyndar ekki séð það á innflytjendastefnu Íslendinga að þeir hafi lært nokkurn skapaðan hlut af reynslu annarra.
Fólki er hleypt hingað inn í hrönnum og bara látið danka. Það er ekkert gert til að hjálpa því. Stór hluti innflytjenda er Asíuættaður. Asísk tungumál eru tónatungumál og það miklu, miklu erfiðara fyrir Asíu-Íslendinga að læra íslenskuna en t,d, slavneska innflytjendur svo ekki sé talað um skandinava. Við erum að horfa upp á það að hingað koma asískar konur með börn, kannski 5-6 ára. Börnin hafa ekki lært sitt eigið tungumál almennilega, vantar öll helstu hugtök. Konan giftist íslenskum manni og það er töluð bjöguð enska á heimilinu. Barnið kann ekki sitt eigið tungumál, lærir ekki almennilega ensku og ekki almennilega íslensku. Nei, það er ekki nóg að vera bara í skólanum. Ég held ég fari rétt með það að móttökudeildin sé bara í eitt ár. Og þótt það sé boðið upp á stuðning þá dugar það ekki til því að munurinn á tungumálunum er svo ofboðslega mikill. Það eru börn, unglingar og ungmenni hér á landinu sem hafa kannski búið hérna meirihluta ævi sinnar og þau eru mállaus. Og það er okkur að kenna. Við, sem þjóð, sem samfélag, erum að bregðast þessu fólki. Eru þá ónefndar konurnar sem fá enga kennslu, tala bara brogaða ensku inni á heimilunum og vinna láglaunastörf. Við sjáum það að innflytjendur eru að safnast í láglaunastörfin og það er enginn að vernda rétt þeirra. Mér er minnisstætt þegar Landspítali-Háskólasjúkrahús sagði upp flestöllu ræstingafólkinu sínu og réði það síðan aftur í minna starfshlutfall. Undarlegast var að það var látið vinna sömu vinnuna áfram, bara á lægri launum. Af hverju ætli það hafi verið? Af hverju sagði enginn múkk við þessu? Hvað ætlum við svo að gera þegar góðærið fer þegar efnahagslífið tekur sínar hefðbundnu sveiflur? Ætlum við þá að ráðast að innflytjendunum sem eru ,,að taka vinnuna frá okkur"? Var það ekki það sem gerðist í hinum löndunum? Eins og t.d. hjá Þjóðverjum gagnvart Tyrkjunum.
Ég veit að ég endaði öðruvísi en ég fór af stað en málið er að mér finnst vanta innflytjendastefnu hjá ráðamönnum. Mér finnst eins staðan er í dag þá er verið að leggja grunninn að kynþáttahatri og vandamálum sem er hægt að koma í veg fyrir ef rétt er haldið á málum.